Úrval - 01.06.1955, Síða 69

Úrval - 01.06.1955, Síða 69
HVER ER REYNSLAN AF SÆÐINGU KVENNA ? 67 barn, biðja þær næstum alltaf um, að sæðisgjafinn verði sá sami og í fyrsta skiptið. „Við erum svo ánægð með barnið sem við eigum, að við viljum að næsta barn líkist því.“ segja þær. Læknirinn verður við þess- um óskum alltaf þegar hægt er. Athyglisverðasta nýjungin á sviði sæðingar er ef til vill sú, að nú er farið að nota fryst sæði. Dýrasæði hefur verið geymt fryst í meira en ár án þess það glataði lífsmætti sínum. Tveir læknar í Bandaríkjunum hafa nú, í samvinnu við háskóla, notað fryst mannssæði til getn- aðar í þrem tilfellum og eignuð- ust allar konurnar heilbrigð börn. Með þessari aðferð opnast möguleiki til að koma á fót „sæðisbanka" á sama hátt og blóðbönkum, sem nú eru algeng- ir. Ætti þaðan að vera hægt að fá vandlega flokkað sæði með tilliti til blóðflokks og annarra sérkenna. Annar merkilegur möguleiki skapast við það að hægt er að geyma sæði fryst. Þúsundir karlmanna geta aldrei orðið feð- ur af því að tala lifandi fruma í sæði þeirra er of lág. Bent hefur verið á þann möguleika, að sæði sé safnað frá slíkum mönnum á löngum tíma, lifandi sæðisfrumur skildar frá og þær geymdar frystar þangað til safnast hefur nægilegt magn til þess að koma af stað getnaði með sæðingu. Þannig gætu karl- menn, sem áður gátu ekki getið börn, orðið feður. Ekki verður fram hjá því siglt, að ýmis vandamál komi upp 1 sambandi við sæðingu. Hugsanlegt er t.d., að því meir sem sæðingin verður tíðkuð, því oftar verði hætta á, að hálf- systkini giftist án þess að vita um skyldleikann. Brezkum læknum hefur verið þetta á- hyggjuefni og hafa þeir sett þau takmörk, að enginn sæðis- gjafi megi gefa sæði til getn- aðar fleiri barna en 100. Ame- rískir læknar telja ekki hættu á ferðum í þessu efni. Hættan er ekki meiri en þegar um fóst- urbörn er að ræða, segja þeir. Auk þess mundi ekki hætta stafa af slíkum skyldleika- hjónaböndum, ef ættir beggja væru lausar við erfðagalla. Það eru einnig siðgæðislegar, lögfræðilegar og trúarlegar hliðar á þessum málum. Eru þessi börn skilgetin? Eða eru þau ávöxtur hórdóms, í fram- kvæmdinni að minnsta kosti, þar sem þau eru tilkomin fyrir getnað utan hjónabands? Njóta þau fullra erfðaréttinda ? Fram til þessa hafa úrskurð- ar dómstóla um þessi atriði ekki verið samhljóða. I tveim málum — öðru í Englandi og hinu í Kanada — féllu úrskurð- ir dómara á þá leið, að börn- in væru ekki skilgetin. I þriðja málinu — skilnaðarmáli fyrir yfirrétti New Yorkfylkis — vildi konan fá sér dæmdan um-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.