Úrval - 01.06.1955, Side 83

Úrval - 01.06.1955, Side 83
ÞJÓÐHÆTTIR I LJÓSI MANNFRÆÐINNAR 8t Sem dæmi um tímakerfi Norðurevrópubúa (sem er dá- lítið breytilegt frá landi til lands) skulum við taka kaup- sýslumann af millistétt í borg á austurströnd Bandaríkjanna, sem ætlar að hitta sinn líka á tilteknum tíma. Ef hann kem- ur tveim mínútum of seint, gerir hann sér oft grein fyrir því. Komi hann þrem mínútum of seint, finna báðir til þess, en sjaldnast segir þó hvorugur neitt. Ef hann kemur fjórum mínútum of seint, muldrar hann einhver afsökunarorð. Sé hann fimm mínútum of seinn, leggur hann áherzlu á afsök- unarbeiðni sína. Tímaeiningin er í þessu tilliti fimm mínút- ur. Skemmri tími skiptir ekki verulegu máli. Allajafna er það móðgun að láta mann, sem er hærra settur, bíða eftir sér þótt ekki sé nema í tvær eða þrjár mínútur, þó að hann geti á hinn bóginn látið okkur bíða eða jafnvel svikist um að mæta. Meðal Araba í borgunum fyrir botni Miðjarðarhafs er tímaeining, sem svarar til fimm mínútna hjá okkur, 15 mínút- ur. Því er það, að þegar Arabi kemur 30 mínútum of seint til stefnumóts, þá er hann sam- kvæmt sínum reikningi ekki nema ,,tíu mínútum" of seinn (samkvæmt okkar kerfi). Ame- ríkumaður bíður að jafnaði ekki lengur en 30 mínútur eft- ir því að annar maður mæti til stefnumóts að degi til. Með því móti getur hann hæglega móðg- að Araba, sem ekki finnst til- tökumál þó að hann sé „tíu. mínútum“ of seinn. Hve langa viðdvöl er ætlast til þess að maður hafi þegar mað- ur kemur í skylduheimsókn á heimili kunningja í Bandaríkj- unum? Þó að það sé dálítið breytilegt eftir staðháttum, hef ég tekið eftir, að skemrnsti tími. er 45 mínútur, jafnvel þótt maður sé tímabundinn annars staðar. Við höldum kannski að við getum komizt burt eftir hálftíma með því að segja að við ætlum aðeins að stanza. „andartak“, en venjulega upp- götvum við, að við getum ekki með góðu móti farið fyrr eu 45 mínútur eru liðnar. Ég á hér- við eftirmiðdagsheimsóknir. Kvöldheimsóknir standa miklu. lengur og hlíta öðrum reglum. Ameríkumaður, sem heimsækir Arabahöfðingja á setri hans í eyðimörkinni, vekur ofboð ef hann býst til að kveðja eftir hálfan dag. Þar varir skyldu- beimsókn í þrjá daga. Fyrsti dagurinn fer í undirbúning veizlunnar, annar dagurinn til veizluhaldanna og þriðji dagur- inn fer í að jafna sig og kveðja. Alkunn er sagan af hirðingjan- um, sem kom til Kabul, höfuð- borgar Afganistan, til fundar við bróður sinn. Þegar hann fann hann ekki, bað hann kaup- mennina á markaðstorginu að segja bróðurnum, ef hann kæmi, hvar hann gæti fundið hann..
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.