Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 83
ÞJÓÐHÆTTIR I LJÓSI MANNFRÆÐINNAR
8t
Sem dæmi um tímakerfi
Norðurevrópubúa (sem er dá-
lítið breytilegt frá landi til
lands) skulum við taka kaup-
sýslumann af millistétt í borg
á austurströnd Bandaríkjanna,
sem ætlar að hitta sinn líka á
tilteknum tíma. Ef hann kem-
ur tveim mínútum of seint,
gerir hann sér oft grein fyrir
því. Komi hann þrem mínútum
of seint, finna báðir til þess,
en sjaldnast segir þó hvorugur
neitt. Ef hann kemur fjórum
mínútum of seint, muldrar
hann einhver afsökunarorð. Sé
hann fimm mínútum of seinn,
leggur hann áherzlu á afsök-
unarbeiðni sína. Tímaeiningin
er í þessu tilliti fimm mínút-
ur. Skemmri tími skiptir ekki
verulegu máli. Allajafna er
það móðgun að láta mann, sem
er hærra settur, bíða eftir sér
þótt ekki sé nema í tvær eða
þrjár mínútur, þó að hann geti
á hinn bóginn látið okkur bíða
eða jafnvel svikist um að mæta.
Meðal Araba í borgunum
fyrir botni Miðjarðarhafs er
tímaeining, sem svarar til fimm
mínútna hjá okkur, 15 mínút-
ur. Því er það, að þegar Arabi
kemur 30 mínútum of seint til
stefnumóts, þá er hann sam-
kvæmt sínum reikningi ekki
nema ,,tíu mínútum" of seinn
(samkvæmt okkar kerfi). Ame-
ríkumaður bíður að jafnaði
ekki lengur en 30 mínútur eft-
ir því að annar maður mæti til
stefnumóts að degi til. Með því
móti getur hann hæglega móðg-
að Araba, sem ekki finnst til-
tökumál þó að hann sé „tíu.
mínútum“ of seinn.
Hve langa viðdvöl er ætlast til
þess að maður hafi þegar mað-
ur kemur í skylduheimsókn á
heimili kunningja í Bandaríkj-
unum? Þó að það sé dálítið
breytilegt eftir staðháttum, hef
ég tekið eftir, að skemrnsti tími.
er 45 mínútur, jafnvel þótt
maður sé tímabundinn annars
staðar. Við höldum kannski að
við getum komizt burt eftir
hálftíma með því að segja að
við ætlum aðeins að stanza.
„andartak“, en venjulega upp-
götvum við, að við getum ekki
með góðu móti farið fyrr eu
45 mínútur eru liðnar. Ég á hér-
við eftirmiðdagsheimsóknir.
Kvöldheimsóknir standa miklu.
lengur og hlíta öðrum reglum.
Ameríkumaður, sem heimsækir
Arabahöfðingja á setri hans í
eyðimörkinni, vekur ofboð ef
hann býst til að kveðja eftir
hálfan dag. Þar varir skyldu-
beimsókn í þrjá daga. Fyrsti
dagurinn fer í undirbúning
veizlunnar, annar dagurinn til
veizluhaldanna og þriðji dagur-
inn fer í að jafna sig og kveðja.
Alkunn er sagan af hirðingjan-
um, sem kom til Kabul, höfuð-
borgar Afganistan, til fundar
við bróður sinn. Þegar hann
fann hann ekki, bað hann kaup-
mennina á markaðstorginu að
segja bróðurnum, ef hann kæmi,
hvar hann gæti fundið hann..