Úrval - 01.06.1955, Page 85
Merkilegar tilraunir á
blóðheitum dýrum:
Frosin spendýr lífguð við.
Grein úr „Discovery",
eftir Ohapman Pinclier.
SÚ hugmynd, að geyma mann
frystan í ís þannig að öll
líffærastarfsemi hans sé stöðv-
uð og lífga hann svo við mörg-
um árum síðar, hefur lengi verið
kærkomið efni þeirra rithöf-
unda, sem semja vísindaskáld-
sögur. Ekki er líklegt, að nein
slík tilraun verði nokkru sinni
gerð. En tilraunir furðulega
nærri þessu hafa tekizt. Blóð-
heit dýr hafa verið nærri stokk-
freðin og síðan lífguð við aftur,
í sumum tilfellum án þess að
híða að heita má nokkurt tjón
af. Tilraunir þessar gerðu vís-
indamenn við Rannsóknarstöð
Bretlands 1 læknisfræði í Mill
Hill í London.
Tilraunirnar, undir stjórn dr.
A. S. Parkes, voru gerðar á
liömstrum, nagdýrum, sem
.menn ala stundum sér til gam-
ans á heimilum sínum. Hamstr-
ar, sem hafa um 37° normal-
hita, voru kældir niður í 15°
með því að setja þá í lokaðar
krukkur í kæliskáp. Jafnframt
því sem kuldinn svarf að þeim,
þvarr súrefnið í hinni lokuðu
krukku og kolsýran jókst. Eftir
þessa meðferð kom í ljós, að
kæla mátti þá niður fyrir þetta
stig, sem annars er talið lág-
mark, ef dýrin eiga að halda
lífi, með því að hylja þá með
muldum ís.
Hamstrarnir hættu að anda
þegar líkamshiti þeirra var
kominn niður í 4°, og hjart-
sláttur þeirra fannst ekki leng-
ur eftir að þeir höfðu verið
kældir um 2 til 3° í viðbót.
Þegar dýrin höfðu verið kæld
niður fyrir frostmark, byrjuðu
þau að frjósa, og þegar ískrist-
allar tóku að myndast í vef jum
þeirra, urðu þeir stífir og voru
brátt viðkomu eins og tré-
drumbur.
Níu þessara dýra tókst að
lífga við aftur eftir að þau
höfðu verið frosin í 38 mínútur.
Þessi merkilega endurlífgun fór
fram á þann hátt, að fyrst var
hjartað snögghitað með því að
beina ljósgeisla á brjóstið í
hjartastað. Aðferðin byggðist á
þeirri skoðun, að ef allur líkam-
inn væri hitaður upp áður en
hjartað væri tekið til starfa og
blóðrásin komin í gang, mundi