Úrval - 01.06.1955, Side 88
S6
ORVAL
lækka líkamshitann. Æðakerfi
sjúklingsins er tengt við kæli-
pípur og blóðið látið fara í
gegnum þær. Hjartaskurðlækn-
irinn Sir Russell Brock hefur
notað þessa aðferð við sjúkl-
inga, sem að öðrum kosti hefði
ekki verið hægt að skera upp.
Frönsku læknarnir kölluðu
þessa aðferð sína ,,gervidvala“,
en það nafn er villandi og hef-
ur nú í staðinn verið tekið upp
orðið ,,hypothermia“ myndað úr
gríska forskeytinu ,,hypo“, sem
þýðir undir og „therme“, sem
þýðir hiti. Nýjustu tilraunir á
dýrum hafa ótvírætt leitt í
Ijós, að dvali (hybernation) er
alveg óskylt fyrirbrigði. Þó að
rottur þoli mikla kælingu, eins
og að framan greinir, eru vís-
indamenn sannfærðir um, að
það sé djúpstæður munur á
efnaskipti þeirra dýra, sem
geta lagzt í dvala og hinna,
sem ekki geta það.
Þannig kom í ljós, að taugar
rottu hættu að leiða straum
þegar hitinn komst niður fyrir
10°, en taugar í hömstrum
hætta ekki að leiða fyrr en hit-
inn er kominn niður í 3°. 1 dýri,
sem leggst í dvala, halda öll hin
sjálfvirku kerfi líffærastarf-
seminnar áfram að starfa, en
þó miklu hægar. Hjartsláttur
og öndun halda áfram, þótt
hitinn sé kominn niður í 5°. Þó
að broddgölturinn liggi í djúp-
um dvala, eru taugar hans vak-
andi, sem sjá má af því, að
hann reisir broddana, ef hann
er snertur. En í dýri, sem ekkx
leggst í dvala, hætta lungu og
hjarta að starfa þegar hitinn er
kominn niður í 20°.
Annar meginmunurinn er sá,
að upphitunin er sjálfvirk í dýr-
um, sem leggjast í dvala. Þeg-
ar múrmeldýrið, sem er ame-
rískt nagdýr á stærð við héra,
vaknar úr vetrardvalanum, rýk-
ur hjartsláttur þess upp í 200
slög á mínútu og fitan, sem er
varaforði í líkamanum, brennur
svo ört, að á tveim tímum
hækkar líkamshitinn úr 3° upp
í eðlilegan líkamshita, 37°. At-
hyglisvert er einnig, að fitan
í dýrum, sem leggjast í dvala,
breytist þegar þau verða fyr-
ir kulda, þannig að hún verð-
ur fljótandi við lágan hita og
þessvegna tiltæk til brennslu
fyrir líkamann.
Dvalinn hefur verið talinn
aðlögun að vetrarkuldunum, en
líklegra er, að hann sé aðlögun
að fæðuskorti. Broddgeltir og
leðurblökur, sem einkum lifa á,
skordýrum, myndu eiga torvelt
með að afla sér fæðu á vet-
urna. í stað þess að flytja sig
til hlýrri landssvæða þar sem
gnægð er skordýra, leysa þau
vandann með því að draga úr
orkuþörf sinni.
Þessa skoðun styðja rann-
sóknir, sem nýlega voru gerðar
í Ameríku á kólibrífuglum.
Þær leiddu í ljóst, að þessi pínu-
litlu, athafnasömu dýr leggj-
ast í dvala á nóttunni, og er
greinilegt, að það er aðlögun