Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 92
Ú R VA L
-so
ík alþjóðalög og vald til þess
að framfylgja þeim, sterkt
vald.
I framhaldi af samtali um
vísindamál barst talið að mann-
inum sjálfum. Einstein taldi,
að ekki væri neinn verulegur
munur á lærðum mönnum og
ólærðum, munurinn væri á
mönnum sem væru opinskáir og
sjálfstæðir í hugsun og hinum
sem hefðu glatað þessum eigin-
leikum. Það er sök kirkjunnar,
skólanna og annarra stofnana,
að áliti Einsteins. Þessar stofn-
anir móta mennina í stað þess
uð stuðla að þroska þeirra.
Og þar með vorum við aftur
komnir að mesta vandamálinu,
hinni brennandi spurningu
dagsins:
Sannleikurinn er sá, að vegna
þess hve menn eru venjubundn-
ir í hugsun eiga þeir erfitt
með að líta frjálsum augum
á vandamál heimsins og gerast
stuðningsmenn alþjóðlegrar
stjórnar.
En hvernig ver'ður Jienni þá
Itomið á t andstöðu við þessa
tregðu?
Það dugar ekki að láta rík-
isstjórnunum einum eftir frum-
kvæðið. Svona róttækri breyt-
ingu á gömlum og úreltum
stjórnmálavenjum er aðeins
hægt að koma í kring, ef ó-
mótstæðilega sterkur vilji fólks-
ins krefst þess.
Það verður að koma frá ein-
staklingunum. Yður, mér, öll-
um ber okkur skylda til að efla
og styrkja þennan vilja. Enginn
getur um það sagt hver áhrif
það getur haft sem einmitt hann
eða hún gerir til þess að auka
mönnum skilning á ástandinu
og efla vilja þeirra til að leysa
vandann. Skilningurinn og vilj-
inn er þegar farinn að breið-
ast út. Ég trúi á áhrif frá
manni til manns. Ég trúi á
keðjuverkun milli mannanna.
Smáþjóðirnar, óháðar og
hleypidómslausar . . . og upp-
lýstir, óhlutdrægir einstakling-
ar geta bjargað heiminum. Ef
þeir rækja hlutverk sitt.
ALVARLEGT ÍHUGUNAREFNI.
Eins og við öll vitum, hneigjast sumir menn til heimspekilegra
hugleiðinga þegar áfengisprómillunum í blóðinu, eins og lög-
gjafinn kallar það, fjölgar.
„Veiztu það,“ sagði einn slíkur heimspekingur við borðfé-
laga sinn, „að kvenkrókódíllinn verpir 985 eggjum á ári . .
„Nú, og hvað um, það?“
„Veiztu ekki líka að karlkrókódíllinn étur 983 þeirra?"
„Nú, og hvað um það?“
„Hvað um það ? spyr þú, þöngulhausinn þinn. Sérðu það ekki
maður, að ef náttúran hagaði þessu ekki svona vísdómslega, þá
mundi jörðin öll vera krök af krókódílum . . .“
— Det Hele.