Úrval - 01.06.1955, Page 94

Úrval - 01.06.1955, Page 94
LÆKNIR I HVALVEIÐILEIÐANGRI Um tólf þúsund manns fara árlega til hvalveiða í Suðurhöf- um. Það fara litlar sögur af þessum mönnum, og ég þekkti ekkert til þeirra, fyrr en ég slóst í förina með þeim. Sem læknir hef ég alltaf haft áhuga á að kynnast mönnum, sem stunda óvenjuleg störf. Svo var það einn dag, að auglýsing með orðinu Suðurishaf vakti at- hygli mína. Það var auglýst eft- ir reyndum lækni í hvalveiðileið- angur. Ég þreif símann og fékk þær upplýsingar, að leiðangur- inn myndi standa yfir í átta mánuði. Ég ákvað að sækja um starfið. Tveim dögum seinna var ég staddur í skrifstofu hvalveiðifélagsins í Edinborg og réði mig sem lækni leið- angursins, en í honum áttu að vera 650 skozkir og norskir hvalveiðimenn. Hvalveiðifélagið hafði látið útbúa lækningastofu, þar sem ég átti að rannsaka leiðangurs- menn og úrskurða, hverjir væru hæfir til átta mánaða dvalar í Suðuríshafinu. Einn af fyrstu sjúklingum mínum var Adam- son gamli, bátsmaður á verk- smiðjuskipinu. Hann var hæg- látur maður, en tröll að vexti. Hann var yfir sex fet á hæð, bláeygður, með vagandi göngu- lag og hendur sem líktust hrömmum. Með honum voru tveir synir hans og sonarson- ur, sem sagður var 16 ára, en hefur sennilega ekki verið nema 14 ára. Næstur kom Mark, foringi leiðangursins. Mark taldi skip- stjórn og sjómennsku sjálf- sagða hluti, sem allir ættu að læra, engu síður en lestur og skrift. Síðan kom hópur óbreyttra hvalveiðimanna og vélstjórar frá Glasgow og Durdel, sem þekktu stærðfræðina og Biblí- una eins vel og wiskíið sitt, og gátu vart dulið meðaumkun sína með þeim manni, sem ekki var vélstjóri á skipi eins og þeir. I hópnum voru líka rafvirkjar, viðgerðamenn, loftskeytamenn, slátrari, bakari og pípulagn- ingamaður. Og svo kom Mansell! Hann ruddist inn án þess að berja að dyrum og áður en ég hafði lok- ið athugun minni á manninum, sem var næstur á undan hon- um. ,,Sælir, læknir!“ sagði hann. ,,Ég heiti Mansell! Ég er þekkt- ur um öll Suðurhöf og ég þekki líka alla. Ég hef eftirlit með framleiðslunni. Ég er lægst launaður af öllum í leiðangrin- um. Þessir menn —“ hann benti fyrirlitlega á hópinn sem beið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.