Úrval - 01.06.1955, Síða 94
LÆKNIR I HVALVEIÐILEIÐANGRI
Um tólf þúsund manns fara
árlega til hvalveiða í Suðurhöf-
um. Það fara litlar sögur af
þessum mönnum, og ég þekkti
ekkert til þeirra, fyrr en ég
slóst í förina með þeim.
Sem læknir hef ég alltaf haft
áhuga á að kynnast mönnum,
sem stunda óvenjuleg störf. Svo
var það einn dag, að auglýsing
með orðinu Suðurishaf vakti at-
hygli mína. Það var auglýst eft-
ir reyndum lækni í hvalveiðileið-
angur. Ég þreif símann og fékk
þær upplýsingar, að leiðangur-
inn myndi standa yfir í átta
mánuði. Ég ákvað að sækja um
starfið. Tveim dögum seinna
var ég staddur í skrifstofu
hvalveiðifélagsins í Edinborg
og réði mig sem lækni leið-
angursins, en í honum áttu að
vera 650 skozkir og norskir
hvalveiðimenn.
Hvalveiðifélagið hafði látið
útbúa lækningastofu, þar sem
ég átti að rannsaka leiðangurs-
menn og úrskurða, hverjir væru
hæfir til átta mánaða dvalar í
Suðuríshafinu. Einn af fyrstu
sjúklingum mínum var Adam-
son gamli, bátsmaður á verk-
smiðjuskipinu. Hann var hæg-
látur maður, en tröll að vexti.
Hann var yfir sex fet á hæð,
bláeygður, með vagandi göngu-
lag og hendur sem líktust
hrömmum. Með honum voru
tveir synir hans og sonarson-
ur, sem sagður var 16 ára, en
hefur sennilega ekki verið nema
14 ára.
Næstur kom Mark, foringi
leiðangursins. Mark taldi skip-
stjórn og sjómennsku sjálf-
sagða hluti, sem allir ættu að
læra, engu síður en lestur og
skrift.
Síðan kom hópur óbreyttra
hvalveiðimanna og vélstjórar
frá Glasgow og Durdel, sem
þekktu stærðfræðina og Biblí-
una eins vel og wiskíið sitt, og
gátu vart dulið meðaumkun
sína með þeim manni, sem ekki
var vélstjóri á skipi eins og þeir.
I hópnum voru líka rafvirkjar,
viðgerðamenn, loftskeytamenn,
slátrari, bakari og pípulagn-
ingamaður.
Og svo kom Mansell! Hann
ruddist inn án þess að berja að
dyrum og áður en ég hafði lok-
ið athugun minni á manninum,
sem var næstur á undan hon-
um.
,,Sælir, læknir!“ sagði hann.
,,Ég heiti Mansell! Ég er þekkt-
ur um öll Suðurhöf og ég þekki
líka alla. Ég hef eftirlit með
framleiðslunni. Ég er lægst
launaður af öllum í leiðangrin-
um. Þessir menn —“ hann benti
fyrirlitlega á hópinn sem beið