Úrval - 01.06.1955, Side 100

Úrval - 01.06.1955, Side 100
■98 ÚRVAL vélbátur. „Öngullinn,“ helmingi stærri en plógskeri. Og „línan“ er tuttugu faðma langur og þriggja þumlunga gildur nælon- kaðall, sem þolir mörg hundruð smálesta átak. „Stöngin“ er siglutré skipsins, því að þangað liggur línan; Það sveigist eins og veiðistöng og jafnar átakið. Og „hjólið“ á enda stangarinn- ar, sem dregur línuna, og gefur hana út, er aflmikil vinda. Það voru ekki miklir mögu- leikar fyrir hvalinn að komast undan. Hann varð að koma upp á yfirborðið öðru hvoru til að anda, og Þór var viðbúinn með „banaskutulinn" — það er einn- ig fest sprengikúla við hann, en engin lína. Aftur heyrðist skot- hvellur; og hvalurinn okkar, sem gerði okkur það ekki til geðs að blása blóðlöðri, eins og oft á sér stað, valt hljóðlaust á bakið og var dauður. # Þetta var 100 smálesta steypi- reyður, sem gagnstætt ýmsum öðrum hvalategundum sekkur strax þegar hún er dauð, nema henni sé haldið á floti með ein- hverju móti. Vélstjórinn við vinduna flýtti sér þá að draga línuna og brátt var hvalurinn kominn að skipshliðinni. Háseti beygði sig yfir borðstokkinn og rak langa bambusstöng með spiksaxi á endanum í síðu hvals- ins. Gegnum gatið var stungið loftslöngu, og mörg þúsund rúmfetum af samþjöppuðu lofti var dælt í búk hvalsins. „Nú merkjum við hann með veifu og látum duflbátana hirða hann,“ sagði Þór. (Eftir að þetta er skrifað, hefur verið fundið upp lítið senditæki með rafhlöðu, sem skotið er í dauðu hvalina. Tæk- ið sendir frá sér stefnumerki, svo að duflbátarnir geta siglt rakleitt til hvalana. Það er ann- ars óhugnanlegt að dauður hval- ur skuli geta útvarpað, hvar hann sé á reki í Ishafinu.) Þá fór allt í einu að hvína í senditækinu. „Þú hefur læknirinn um borð, Þór? Sigldu með hann til verk- smiðjuskipsins eins fljótt og þú getur. Smiðurinn lenti með höndina í bandsöginni, og skip- ið er allt útatað í blóði. Hefur þú nokkurn hval til að leggjast að?“ Ekkert tæki hefur verið fund- ið upp, sem jafnast á við hval, þegar lítil fleyta þarf að leggj- ast að verksmiðjuskipi í úfn- um sjó Suðuríshafsins. — Þess- ar 100 smálesta skepnur hafa seiglu og þanþol líkt og gúmmí. Ef verksmiðjuskipið hefur ekki hval til þessara nota, verður hvalveiðibáturinn að veiða hann sjálfur, að öðrum kosti getur hann ekki lagst að skipinu. Við sigldum í áttina til hval- veiðiskipsins eftir miðunargeisl- anum. Eftir klukkustund gátum við grillt skipið í kvöldmistrinu og eftir fáeinar mínútur höfð- um við lagzt að því. Litli hvalveiðibáturinn var
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.