Úrval - 01.06.1955, Qupperneq 100
■98
ÚRVAL
vélbátur. „Öngullinn,“ helmingi
stærri en plógskeri. Og „línan“
er tuttugu faðma langur og
þriggja þumlunga gildur nælon-
kaðall, sem þolir mörg hundruð
smálesta átak. „Stöngin“ er
siglutré skipsins, því að þangað
liggur línan; Það sveigist eins
og veiðistöng og jafnar átakið.
Og „hjólið“ á enda stangarinn-
ar, sem dregur línuna, og gefur
hana út, er aflmikil vinda.
Það voru ekki miklir mögu-
leikar fyrir hvalinn að komast
undan. Hann varð að koma upp
á yfirborðið öðru hvoru til að
anda, og Þór var viðbúinn með
„banaskutulinn" — það er einn-
ig fest sprengikúla við hann, en
engin lína. Aftur heyrðist skot-
hvellur; og hvalurinn okkar,
sem gerði okkur það ekki til
geðs að blása blóðlöðri, eins og
oft á sér stað, valt hljóðlaust
á bakið og var dauður.
#
Þetta var 100 smálesta steypi-
reyður, sem gagnstætt ýmsum
öðrum hvalategundum sekkur
strax þegar hún er dauð, nema
henni sé haldið á floti með ein-
hverju móti. Vélstjórinn við
vinduna flýtti sér þá að draga
línuna og brátt var hvalurinn
kominn að skipshliðinni. Háseti
beygði sig yfir borðstokkinn og
rak langa bambusstöng með
spiksaxi á endanum í síðu hvals-
ins. Gegnum gatið var stungið
loftslöngu, og mörg þúsund
rúmfetum af samþjöppuðu lofti
var dælt í búk hvalsins.
„Nú merkjum við hann með
veifu og látum duflbátana hirða
hann,“ sagði Þór.
(Eftir að þetta er skrifað,
hefur verið fundið upp lítið
senditæki með rafhlöðu, sem
skotið er í dauðu hvalina. Tæk-
ið sendir frá sér stefnumerki,
svo að duflbátarnir geta siglt
rakleitt til hvalana. Það er ann-
ars óhugnanlegt að dauður hval-
ur skuli geta útvarpað, hvar
hann sé á reki í Ishafinu.)
Þá fór allt í einu að hvína í
senditækinu.
„Þú hefur læknirinn um borð,
Þór? Sigldu með hann til verk-
smiðjuskipsins eins fljótt og þú
getur. Smiðurinn lenti með
höndina í bandsöginni, og skip-
ið er allt útatað í blóði. Hefur
þú nokkurn hval til að leggjast
að?“
Ekkert tæki hefur verið fund-
ið upp, sem jafnast á við hval,
þegar lítil fleyta þarf að leggj-
ast að verksmiðjuskipi í úfn-
um sjó Suðuríshafsins. — Þess-
ar 100 smálesta skepnur hafa
seiglu og þanþol líkt og gúmmí.
Ef verksmiðjuskipið hefur ekki
hval til þessara nota, verður
hvalveiðibáturinn að veiða hann
sjálfur, að öðrum kosti getur
hann ekki lagst að skipinu.
Við sigldum í áttina til hval-
veiðiskipsins eftir miðunargeisl-
anum. Eftir klukkustund gátum
við grillt skipið í kvöldmistrinu
og eftir fáeinar mínútur höfð-
um við lagzt að því.
Litli hvalveiðibáturinn var