Úrval - 01.06.1955, Page 102

Úrval - 01.06.1955, Page 102
100 ÚRVAL ungur. Blóðið myndi fylla 7000 mjólkurflöskur. Hvalurinn er stór skepna! Einn dag á miðri vertíð voru 14 slíkar skepnur bundnar með stálvír við skut verksmiðju- skipsins. Þær flutu í sjónum með kviðinn ripp, og það var í senn átakanleg og skopleg sjón að sjá hin risastóru kyn- færi þeirra böðuð í ljósum skips- ins. Nokkrum klukkustundum áður höfðu þessar risaskepnur verið drottnarar hafsins, nú voru þær aðeins dauðir búkar, sem biðu þess eins, að þeim yrði breytt í smjörlíki og hænsna- fóður. „Við skerum þessa hvali í nótt,“ sagði Adamson, og ég vakti alla nóttina til að horfa á aðfarirnar. Tíu smálesta gripkló var lyft upp af þilfarinu með stál- vírum frá fimm sterkum vind- um og síðan var hún látin síga niður skágöngin í skutnum, þar sem fyrsti hvalurinn veltist í öldurótinu. Klóin dokaði við andartak yfir hvalnum, síðan seig hún niður með opið ginið. Skyndilega hremmdi hún bráð sína og hvofturinn lokaðist með hvelli, sem heyrðist um allt skipið. Það var engu líkara en grip- klóin hefði heila og væri gædd viti, því að hún hremmdi hval- inn, sem byltist í öldunum, ein- mitt á því augnabliki, þegar að- stæðurnar voru beztar. En raun- ar var Adamson stjórnandinn, því að hann gaf vindumönnun- um merki með höfði og höndum eins og æfður hljómlistarstjóri. Hvalurinn var dreginn upp á þilfarið, þar sem hvalskurð- armeistarinn beið með reiddan hnífinn. Þetta var mikil sveðja með bogið blað og f jögurra feta löngu skafti. Um leið og hval- urinn var dreginn framhjá skurðarmanninum, stakk hann hnífnum í hann, og risti, með hjálp vindunnar, skurð gegn- um sex þumlunga þykkt spik- ið. Síðan skar skurðarmaðurinn þrep í síðu hvalsins og klifraði upp á hann. Hefði skurðar- maðurinn ekki verið á gadda- skóm og auk þess þaulæfður hvalveiðimaður, hefði hann ekki getað haldizt við á hálum búkn- um, því að skipið valt talsvert. Hann risti nú fleiri skurði í spikið. Stundum skar hann stykki úr hvalnum og sparkaði þeim niður á þilfarið, stundum skar hann langan skurð með bugðum og hornum. Síðan réð- ust fleiri skurðarmenn að hvalnum og skáru og ristu eins og þeir ættu líf sitt að leysa. En þó fóru skurðarmennirnir eftir ákveðnum reglum. Vírar með krókum á endun- um voru látnir síga niður yfir hvalinn og krókunum krækt í göt, sem skorin höfðu verið í spiklagið. Síðan tóku vindurn- ar til starfa, og stór flykki af spiki, sem hefði tekið margar klukkustundir að flá af með gamla laginu, voru rifin af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.