Úrval - 01.06.1955, Page 104
102
ÚRVAL
og hreyfðist fram og aftur fyrir
gufuafli. Hryggurinn var sagað-
ur í 20 stykki, sem voru hæfi-
lega stór fyrir suðukatlana.
Þegar verkinu var lokið, vék
Hamish sér að mér.
,,Það er alveg rétt hjá Mel-
ville,“ (Hamish hafði lesið Mo-
by Dick, eins og flestir nútíma-
hvalveiðimenn) „við erum bara
slátrarar í stærri stíl en aðrir,
við limum skrokkinn sundur svo
að hann komist í pottinn. Veiztu
hvað Norðmenn kalla verk-
smiðjuskip ? Þeir kalla það
Kokeri, og það lýsir hvalveið-
inni vel.“
Meðan hann var að tala, var
annar hvalhryggur dregin að
söginni, og hvalskurðinum var
haldið áfram af sama kappi og
áður. Lifrin hafði verið dregin
út í eitt hornið á þilfarinu (hún
var næstum smálest á þyngd)
og þar var maður önnum kaf-
inn við að skera hana í stykki
og troða henni niður um opið
á lifrarbræðslunni. Maginn og
önnur innyfli höfðu verið dreg-
in út að borðstokknum, en áð-
ur en því var kastað útbyrðis,
kom Adamson og skar gat á
magann með hníf sínum. Því
næst skrifaði hann eitthvað í
litlu vasabókina sína. Ég fór að
forvitnast um hvað það var.
„Lögin skylda okkur til að
gera þetta,“ sagði hann, þegar
við vorum að horfa á rækjurn-
ar, sem ullu út um opið á mag-
anum. Það var hlutverk Adam-
son að sjá um að ýmsar vísinda-
legar athuganir væru gerðar á
hvölunum. I hvert skipti, sem
hvalur var veiddur, varð að
skrá bæði stund og stað. Lengd-
in var mæld nákvæmlega og
kynið athugað. Það er ólöglegt
að veiða mjólkandi kvenhval,
því að móðurlaus ungi er dauða-
dæmdur. En seinna sá ég mjólk
spýtast út úr hvalsjúgri, sem
var kreist. Bunan hefði getað
fyllt benzíndunk. Hvalveiði-
mennirnir drukku mjólkina og
þótti hún góð.
Þegar innyflunum hafði verið
varpað í sjóinn, laut ég yfir
borðstokkinn til þess að athuga,
hvað yrði um þennan úrgang,
sem ekki er álitinn til neins nýt-
ur enn sem komið er. Það leið
ekki á löngu áður en gráðugustu
skepnur Suðurhafsins voru
komnar á vettvang.
Fimm höfrungar, hver 20
—30 fet á lengd, réðust á
úrganginn. Þeir voru í 500
metra fjarlægð, þegar ég kom
fyrst auga á þá. Þeir komu upp
á yfirborðið til þess að anda,
en síðan fóru þeir aftur í kaf
— aðeins óhugnanlegur bak-
ugginn stóð upp úr sjónum. Það
kom mikið rót á sjóinn undir
úrganginum, og stór flykki,
smálest á þyngd eða meira,
hurfu niður í djúpið.
Einn hvalurinn rak trjón-
una upp úr sjónum til þess að
gleypa bita. 1 sama bil heyrð-
ist riffilskot. Hvalurinn, sem
var hæfður með stórri riffil-
kúlu fyrir aftan annað augað,