Úrval - 01.06.1955, Síða 107
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI
105^
í einu upp úr sjónum, svifu
gegnum loftið í fallegum boga
og stungust aftur í hafið, án
þess að nokkur gára myndað-
ist. Nokkrum sekúndum seinna
komu þeir upp hundrað fet í
burtu. Þeir svifu og stungu sér
miklu fagurlegar en höfrung-
ar.
Það er viðurkennd fræði-
kenning, að mörgæsin sé fugl,
sem sér til eilífrar minnkunar
hafi selt flughæfni sína fyrir
fullan kvið fisks, og að hann
lifi á Suðuríshafssvæðinu af því
að þar sé hann óhultastur fyrir
óvinum, sem gætu útrýmt hon-
um. Mansell hélt fram annarri
og nýrri kenningu, sem að vísu
þykir nokkuð skopleg, en hún
er sú, að mörgæsin sé ekki úr-
kynjaður fugl, heldur lagardýr,
sem hafi verið svo harðgert, að
það lifði af allar loftlagsbreyt-
ingar sem aðrar tegundir þoldu
ekki, og hafi síðan tekið að
þróast í fugl.
„Sjáðu bara til!“ rumdi Man-
sell. „Albatrosarnir háma svo
mikið í sig af hvalkjötinu, að
þeir geta ekki náð sér á loft,
hvað þá heldur flogið mörg
þúsund mílur. Eftir tíu milljón
ár sitja þeir á ísnum og blaka
vængstúfum, en þá verða mör-
gæsirnar orðnar fleygar og
svífa fyrir ofan siglutoppana.“
Maður getur ekki setið í
fimm mínútur í borðsal yfir-
manna í verksmiðjuskipi, án
þess að dragast inn í hinar
endalausu tæknilegu umræður
um framleiðslu á hvallýsi. Mér
varð fljótt ljóst, að ef ég átti
að geta tekið þátt í umræðun-
um, varð ég að skoða verk-
smiðjuna með eigin augum. En
áður en Mansell fór með mér í
leiðangurinn, skýrði hann mér
í fáeinum orðum frá „Kvóta-
kerfinu“.
Samkvæmt samkomulagi
hvalveiðiþjóðanna var leyfilegt
að veiða 16 þúsund steypireyðar
eða svo nefndar ,,hvaleiningar“
á hverri vertíð í Suðurhöfum.
Ein steypireyður jafngildir
fleiri smáhvölum. Búrhvalsveið-
arnar voru engum takmörkum
háðar.
Þetta var hin leyfilega heild-
arveiði allra leiðangranna.
En við höfðum líka okkar
eigin veiðiáætlun. Hún byggðist
á meðaltali lýsismagnsins og
annarra hvalafurða þrjár síð-
ustu vertíðirnar. Ef við færum
fram úr áætluninni, fengju all-
ir íeiðangursmenn góðan hlut.
Næðum við ekki áætluninni,
yrði þóknunin lítil og launin
fyrir þrotlaust erfiði í átta
mánuði fjarri mannabyggðum
enganveginn viðunandi. Áætl-
unin fyrir þennan leiðangur
var 131 þús. tunnur af lýsi og
3200 smálestir af öðrum af-
urðum. I einum hluta verk-
smiðjunnar er lýsið brætt úr
spikinu, kjötinu og beinunum.
Þarna eru líka vélar til að
þurrka og mala hvalmjölið og
setja það í sekki og aðrar, sem
vinna hið fjörefnaríka lýsi úr