Úrval - 01.06.1955, Side 109

Úrval - 01.06.1955, Side 109
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI 107 Eina heimabruggið, sem ég gat ekki bragðað — þó að gamlir sjóarar hrósuðu því mjög — var svartur mjöður, sem búinn var til á þann hátt, að skósvertu- tegund ein var brædd og síð- an síuð gegnum brauðhleif. (Það er leyndarmál hvalveiði- mannanna hvaða tegund skó- áburðar þetta er, og hún er flutt til Suður Georgíu í stór- um stíl). Mjöðurinn er látinn g'erjast í þrjá daga. Þá á að setja hann á flöskur og geyma í fjóra mánuði, en hætt er við að þeirri reglu sé ekki alltaf fyigt. Það var allhvasst og talsverð- ur veltingur á skipinu. En eng- inn virtist veita því athygli í klefa Mansells, enginn hirti um þó að lausir munir og jafnvel gestirnir sjálfir hentust til og frá. En ég tók eftir einu ósjálf- ráðu viðbragði hjá gömlu sjó- mönnunum: í hvert skipti sem veltingurinn varð óvenjulega mikill, var fjöldi handa á lofti til þess að styðja flöskuna, svo að hún ylti ekki um koll. Klukkan þrjú fórum við aft- ur upp í borðsalinn til þess að snæða jólamatinn. Skipið hafði verið skreytt eins og föng voru á, og Mansell sá okkur fyrir nægilegu hlátursefni. Þegar máltíðinni var lokið var skálað hátíðlega fyrir kon- unginum. Ekki var tekið fram, hvort átt væri við Georg Eng- landskonung eða Hákon Nor- egskonung, og var því hver sjálfráður fyrir hvaða konungi hann skálaði. En þessi þjóðræknisvottur dró þó dilk á eftir sér þegar leið á daginn. Ég fór til klefa míns og svaf í tvær klukku- stundir. Síðan leit ég inn á sjúkrastofuna. Þar var aðstoð- armaður minn að sauma sam- an sár á höfði og binda um brotið nef. Sjúklingarnir voru Skoti og Norðmaður. ,,Er skollin á styrjöld?" spurði ég. „Orustan hófst fyrir um það bil klukkutíma," sagði að- stoðarmaður minn brosandi. ,,Ég held að Noregur sigri.“ Ég hringdi í Gyle. Hann sagði mér að slagsmálin hefðu byrj- að frammi á skipinu, og orsök- in var sú, að norskur skurðar- maður hafði sagt við norska skyttu, að hann hæfði ekki nema litla hvali. Paddy, írskur rörlagningamaður, sá að áflog voru í uppsiglingu; hann gerði sér því lítið fyrir og sló Skota sem var þarna nærstaddur og réðist að því búnu á enskan bryta. ,,Og nú flóir allt þilfar- ið í blóði,“ sagði Gyle, ,,en þeir eru ekki ennþá farnir að beita hnífunum.“ Ég fór fram á til þess að at- huga ástandið. Áflogaseggirnir voru um þrjátíu. Leikurinn hafði borizt út á aðalþilfarið, höggin dundu í sífellu og hróp og köll kváðu við. „Bölvaður skozki hundurinn þinn!“ og „látum norsku þorskhausana fá
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.