Úrval - 01.06.1955, Side 111

Úrval - 01.06.1955, Side 111
LÆKNIR 1 HVALVEIÐILEIÐANGRI 109 hvalveiðibátnum," bætti hann við hikandi. Mig langaði sannarlega ekki til að flytjast milli skipa í þessu veðri, en það var ekki hægt að komast hjá því. Stærðar búr- hvalur var milli skipanna, en samt skullu þau saman öðru hvoru. Ég fór upp í körfuna með öll áhöld mín, og ég hef aldrei ver- ið hræddari á ævi minni. En Mark valdi rétt augnablik og Adam var sjálfur við vinduna. Eg sveiflaðist út fyrir borð- stokkinn og lenti hægt og mjúk- lega á þilfari bátsins, sem valt og hjó í öldurótinu. Hvalveiði- báturinn lagði þegar frá og sigldi til suðurs með fullri ferð. Borgen, slasaði stýrimaður- inn, lá á bekk í klefa sínum, vafinn í sárabindi upp að mjöðmum. Tóm rommflaska — eina lyfið sem skipsfélagar hans höfðu við höndina — lá við hlið hans. Ég gaf honum tvöfaldan skammt af morfíni, ogmeðan við biðum eftir því að það verkaði, sagði skyttan mér frá slysinu. Þeir höfðu skotið stóran hval og gefið út um 50 faðma af hinni sterku og teygjanlegu nælonlínu, en hvalurinn synti undir skipið og kom upp fyrir aftan það. Línan lenti í skrúf- unni og allt fór í flækju, en hvalurinn togaði í strengda lín- una af öllu afli. Skrúfan kubbaði línuna í sundur og hún skall á skipinu með ofsalegum krafti. I næstu andrá var þilfarið löðrandi í blóði og fullt af mölbrotnu tré- verki og beygluðu járni, og Borgen lá stynjandi innan um brakið, en meinleysisleg nælon- línan var vafin um fætur hans eins og slanga. Ég gaf Borgen annan skammt af morfíni og risti síðan um- búðirnar af fótunum . . . Holdið var svo tætt og beinin svo möl- brotin, að ég hafði aldrei séð annað eins frá því í stríðinu. Og ég hafði engan læknisfróð- an aðstoðarmann, aðeins gróf- hendan sjómann, og sjúkrastof- an var dimmur klefi í hvalveiði- bát, sem sigldi með fullri ferð um stormúfið Suðuríshafið. Skyttan togaði í fætur stýri- mannsins og linaði aldrei á tak- inu, enda þótt til þessa verks hefði þurft fjórar hjúkrunar- konur í skurðstofu. Jafnframt rétti hann út fótinn öðru hvoru, til þess að verja mig falli, þegar skipið tók verstu dýfurnar. Við þessi slæmu skilyrði tók það okkur þrjár klukkustundir að setja klemmur á nokkrar æðar, hreinsa sárin og setja spelkur við fæturna. Borgen svaf með- an á aðgerðinni stóð og var það morfíninu að þakka. Borgen var á lífi daginn eftir. Hann lá á sama bekknum og var með nýja rommflösku við hliðina, en skipið hoppaði og skoppaði sem áður. Seinna var hann fluttur um borð í verk- smiðjuskipið, og tókst sá flutn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.