Úrval - 01.06.1955, Page 114
112
ÚRVAL
hálftíma hafði síðustu daunillu
spýtunni verið kastað útbyrðis
og hvítt þilfarið var komið í
ljós.
Nú var tekið til að hreinsa
skipið. Allt þilfarið og yfirbygg-
ingin var þvegið úr sterkum lút.
Þetta var hættulegt og tilgangs-
laust verk, því að það er ekki
hægt að dauðhreinsa hvalveiði-
skip á annan hátt en að brenna
það til ösku. Einnig var allt
þvegið úr lút eða skolað með
sjó undir þiljum, og síðan var
skipið málað hátt og lágt. Eft-
ir fáeina daga urðum við ekki
varir við neinn ódaun.
En sennilega er ógerningur
að losna við ódauninn, sem
fylgir hvalveiðiskipum. Þegar
við komum til Liverpool sex
vikum seinna, sagði fyrsti gest-
urinn, sem kom um borð í hreint
og nýmálað skipið: „Uss! En
sú fýla!“
Þegar skipsmenn höfðu klætt
sig í óþægilegu sparifötin og
voru komnir í land, náðu sumir
sér í leigubíl, aðrir hringdu til
fjölskyldu sinnar, sumir flýttu
sér til rakara, til þess að losna
við átta mánaða skeggið, aðrir
hröðuðu sér inn á veitingahús,
til þess að fá sér máltíð, sem
ekki væri tilreidd úr fiski. En
seinna um kvöldið söfnuðust
flestir saman í krá nokkurri
niður við höfnina í Liverpool,
og ræddu um hvali og hvalveiði-
skip. Eg sat þarna hjá þeim,
og við hlustuðum á öskrið í bíl-
unum í stað ískurins í vindun-
um og ýlfursins í storminum.
Ef ekki hefði heyrzt í bílunum,
hefðum við vel getað verið um
borð í hvalveiðiskipi langt suð-
ur í höfum.
Því að enda þótt hvalveiði-
mennirnir hefðu þráð ys og þys
menningarinnar og væru fegn-
ir að leiðangrinum var lokið,
áttu þeir í rauninni ekki heima
á þurru landi.
Innan fárra mánaða myndu
þeir aftur vera á suðurleið, á
leið til hins hættulega og illa
launaða starfs, sem beið þeirra
á eyðilegasta svæði jarðarinn-
ar. Þeir una hvergi annarsstað-
ar. Og meðan slíkir menn eru
til, verður hvalurinn veiddur.
0-0-0
TT D VA T Ritstjóri: Gisli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
IV il r Al Lj greiðsla Tjarnargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út átta sinnum á ári. Verð kr. 12.00 hvert hefti I lausasölu.
Áskriftarverð 80 kr. á ári. Utanáskrift tímaritsins er: tjrval, póst-
hólf 365, Reykjavík.
ÚTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.