Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 6

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 6
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 6 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 ÁGRIP GESTAFYRIRLESTRA Kabuki-heilkenni er sjaldgæf (1:30,000) erfðafræðileg ástæða fyrir þroskaskerðingu og hafa tvö gen fundist sem valda þessu heilkenni (KMT2D og KDM6A). Hvort genið sem er veldur svipaðri sjúkdómsmynd en bæði þessi gen hafa hlutverki að gegna við að opna litni (e. chromatin). Ef sjúkdómsmynd Kabuki-heilkennis tengist truflun á opnun litnis, ætti að vera hægt að draga úr áhrifum gall- ans með lyfjum sem opnað geta litni. Til að prófa þessa tilgátu höfum við skoðað nýtt músamódel af Kabuki-heilkenni sem vantar SET metýl- unarhluta KMT2D gensins (Kmt2d+/βGeo). Kmt2d+/βGeo mýs hafa ýmis einkenni sem svipa til þess sem við sjáum í sjúklingum, til að mynda vaxtarskerðingu og smækkun á efra skoltsbeini. Þessar mýs sýna einnig skort á utan- genamerkinu H3K4me3 og frumur úr þessum músum hafa skort á H3K4me3 histónhalavirkni og báðir gallar svara lyfjum sem hindra af-asetýleringu á histónum. Við höfum sýnt fram á minnisskerðingu í Kmt2d+/ βGeo músum (P<0,005), tengda skorti á utangenamerkinu H3K4me3 í korntaugafrumum í dentate fellingu (e. gra- nule cell layer of the dentate gyrus). Á þessu sama svæði sáum við óeðlilega nýmyndun á taugafrumum byggt á talningu á fjölda frumna sem eru annaðhvort doublecortin (P<0,001) eða EdU jákvæðar (P<0,01). Eftir tvær vikur af meðferð með lyfi sem hindrar histón af-asetýlingu (AR- 42), sáum við betrumbót á öllum göllum í dentate fellingu sem einnig hélst í hendur við bætta getu í minnisprófum. Kabuki-heilkenni er mögulega meðhöndlanleg ástæða fyrir þroskaskerðingu jafnvel við greiningu þar sem tauganýmyndun í dentate fellingu heldur áfram á full- orðnisárum. Vinna okkar tengir tauganýmyndun við þroskaskerðingu og opnar fyrir frekari meðferðarþróun. Við erum nú að athuga hvort kolvetnalaust fæði (e. ketogenic diet) getur náð sambærilegum árangri en einn af ketónunum (beta-hydroxybutyrate) hindrar einnig af-asetýleringu á histónhölum og eru fyrstu niðurstöður nokkuð lofandi. Ebólu-faraldurinn sem nú geisar í Vestur-Afríku hefur þegar sýkt um 16.000 manns og lagt um 5700 að velli. Líklega eru tilfellin miklu fleiri, kannski tugþúsundir. Ebólaveiran greindist fyrst árið 1976 í Kongó og Súdan og hafa síðan orðið á þriðja tug smárra faraldra, en eingöngu í ríkjum í Mið-Afríku. Núverandi faraldur er sá fyrsti í Vestur-Afríku og jafnframt sá langstærsti. Hann hófst í desember 2013 og hefur að mestu verið bundinn við Gíneu, Síerra Leóne og Líberíu. Hann barst einnig til Nígeríu, Senegal og Malí en hefur þó ekki náð útbreiðslu þar. Ennfremur hafa vestrænir heilbrigðisstarfsmenn verið fluttir veikir til síns heima og verið sinnt þar. Þrír einstaklingar hafa smitast á Vesturlöndum (Bandaríkjunum og Spáni) við að sinna veiku fólki þar. Lítið lát er á útbreiðslunni, en þó hefur heldur hægt á henni í Líberíu og Gíneu, en hún er enn óheft í Síerra Leóne. Ljóslega stafar mestur hluti vandans af máttvana heilbrigðiskerfi og mikilli fátækt á slóðum faraldursins, auk þess sem hann hefur leikið efnahag ríkjanna grátt. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins voru sein og urðu vart marktæk fyrr en í júlí 2014. Engin meðferð er þekkt, en loks á síðustu vikum eru rannsóknir á tveimur lyfjum (Brincidofovir og Favipiravir) og tveimur bóluefnum að hefjast. Dánartala í núverandi faraldri er um 35% og er reyndar mismunandi eftir landsvæðum, en hefur farið upp í 90% í fyrri faröldrum. Umhugsunarefni er hvers vegna jafnskæður sjúk- dómur hefur verið þekktur síðan 1976 án þess að lyfja- meðferð eða virkt bóluefni sé þekkt. Helsti vandinn á Vesturlöndum er ekki sjúkdómurinn sjálfur, heldur óttinn við hann. Þó hann hafi verið fluttur til Vesturlanda er úti- lokað að hann breiðist þar út. Alþjóðasamfélagið þarf því að leggja sitt af mörkum til baráttu gegn ebólu þar sem hún er, þ.e. í Vestur-Afríku. Nú sér þess loks stað, þótt seint sé. G 1 Kabuki-heilkenni: Mögulega meðhöndlanleg ástæða fyrir þroskaskerðingu Hans Tómas Björnsson læknir við McKusick-Nathans erfðalækningastofnunina og barnadeild John Hopkins háskólasjúkrahússins í Baltimore, Bandaríkjunum hbjorns1@jhmi.edu G 2 Ebóla: Vandi Vestur-Afríku eða Vesturlanda? Sigurður Guðmundsson smitsjúkdómalæknir og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands siggudm @landspitali.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.