Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 7

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 7
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 7 ÁGRIP OPINNA FRÆÐSLUFUNDA Náttúruhamfarir hafa verið órofa þáttur í sögu Íslands í aldanna rás, með tilheyrandi umhverfisbreytingum og ógn við samfélög og einstaklinga. Íslenskar rann- sóknir á eldgosum hafa löngum vakið verðskuldaða athygli á alþjóðavísu og hafa náttúruhamfarir þannig skapað íslensku samfélagi tækifæri til alþjóðlegrar þekkingarsköpunar. Athygli beinist í auknum mæli að mikilvægi þess að rannsaka langvarandi áhrif náttúruhamfara á heilsu, sérstaklega á líðan til lengri tíma og áhrifum inngripa og stuðnings. Fyrri rannsóknir benda til þess að náttúruham- farir geti haft skammtíma áhrif á líkamlega og andlega líðan og þannig veruleg áhrif á lífsgæði og virkni þolenda. Mikilvægt er að skilja betur áhrif náttúruhamfara á líðan til langs tíma, einstaka áhrifaþætti og hvernig samfélög geta sem best brugðist við. Á liðnum árum hafa verið gerðar stórar rannsóknir á Íslandi á heilsufarslegum áhrifum eldgosa, jarðskjálfta og snjóflóða, sem hafa m.a. sýnt líkamlegar og andlegar afleiðingar eins og einkenni frá öndunarfærum, svefn- truflanir og andlega vanlíðan (t.d. áfallastreitu) í kjölfar náttúruhamfara. Síðastliðið sumar fengu aðstandendur þessara rann- sókna, í samstarfi við norræna vísindamenn, 430 milljón króna styrk frá NordForsk til þess að stofna norrænt önd- vegissetur um rannsóknir á því hvernig auka má öryggi samfélaga gagnvart náttúruhamförum. Verkefnið, sem kallast NORDRESS, er víðtækt og þverfræðilegt og mun fjöldi vísindamanna og stofnana á Norðurlöndum vinna að því á næstu fimm árum, en stærstur hluti verkefnisins verður unnin á Íslandi. Meðal þess sem rannsakað verður eru áhrif náttúruhamfara á andlega og líkamlega heilsu fólks og hvernig búa má börn og fullorðna betur undir að takast á við slík áföll. Markmiðið er þannig að afla nýrrar þekkingar og lausna í þeim ógnum sem steðja að öryggi samfélaga á Norðurlöndunum. Flestar konur hefja tíðablæðingar við þrettán ára aldur og hætta á blæðingum rúmlega fimmtugar. Blæðingar vara að öllu jöfnu í þrjá til fimm dag, magn blæðinga er að meðaltali um 30 til 40 ml og telst mikið ef það fer yfir 80 ml. Tíðahringir eru óreglulegir við upphaf blæðingaskeiðs og við lok þess. Út frá þessu er lífi kvenna iðulega skipt í tímabil. Tímabilið áður en blæðingar hefjast, þegar blæðingar eru að hefjast, frjósemisskeiðið sem felur í sér tímabil þungunar, tímabilið fyrir blæðingar og þegar blæðingar standa yfir, breytingaskeiðið og tímann eftir breytingaskeið. Blæðingar eru hins vegar ekki einvörðungu líf- fræðilegt fyrirbæri heldur skipar menning stóran þátt í því hvernig tekist er á við blæðingar. Fyrstu blæðingar og aldur við fyrstu blæðingar getur haft áhrif á hvernig stúlkum farnast en rannsóknir sýna að stúlkur sem byrja mjög ungar á blæðingum eiga frekar við ýmsan vanda að stríða, t.d. þunglyndi, átröskun, misnotkun ávanaefna og afbrot, en þær sem byrja seinna. Meðalaldur við fyrstu blæðingar á heimsvísu fór úr um það bil 17 árum í um 13 ár á tímabilinu 1830 til 1960. Tölur frá árinu 2010 sýna að meðalaldur íslenskra stúlkna við fyrstu blæðingar er 12 ár og sjö mánuðir og voru þær yngstu 8,0 ára og 17,3 ára þær elstu. Ljóst er að vitrænn og tilfinningalegur þroski yngri stúlknanna helst engan veginn í hendur við líkam- legan þroska og mikilvægt að samfélagið styðji vel við stúlkur sem byrja snemma. Reynsla kvenna og skilningur almennt á breytingaskeiðinu virðist líka háð samfélagi þar sem konan býr. Konur víða um heim hafa á undan- förnum árum barist gegn staðalímyndum af konum á breytingaskeiði og beitt sér fyrir því að breytingaskeiðið sé rannsakað út frá margþættu sjónarhorni (líffræði, sálfræði, menningu og félagsfræði). Tiltölulega stutt er síðan farið var að rannsaka blæð- ingar kvenna að einhverju leyti en á undanförnum árum hafa rannsóknir á þessu efni margfaldast. Í erindinu verður fjallað um margbreytileika rannsókna á þessu við- fangsefni. Hvað er verið að rannsaka tengt blæðingum kvenna? Hverjir eru rannsakendurnir? Hafa íslenskir rannsakendur beint sjónum sínum mikið að blæðingum kvenna? Jafnframt verður fjallað um afstöðu og hug- myndir kvenna og karla til blæðinga og mismunandi hug- myndir um blæðingar í aldanna rás. Í því samhengi verða skoðuð og kynnt ýmis listaverk sem konur hafa unnið tengd blæðingum. O 1 Náttúruhamfarir og heilsa á Íslandi: Tækifæri til þekkingarsköpunar á alþjóðavettvangi Arna Hauksdóttir Dósent í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands arnah@hi.is O 2 „Góðar og blessaðar tíðir“: Um líf, heilsu og blæðingar kvenna Herdís Sveinsdóttir prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands herdis@hi.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.