Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 15

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 15
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 15 ustu. Þrátt fyrir að vera líkamlega hrum fundu þau sig vel megnug til að lifa innihaldsríku lífi. Ég er bara orðins svo þreytt var þriðja þemað sem vísar til tilfinningar um magnleysi sem stundum hellist yfir. Athafnir þeirra voru hægar og þátttakendur sögðust ekki hafa orku til að sinna almennum heimilisstörfum og sjálfsumönnun. Ályktanir: Eldra fólk sem býr heima, en á við heilsufarsvanda að stríða, tekst á við erfiðleika í daglegu lífi með því að endurskilgreina það sem veitir lífinu gildi. Þrátt fyrir að njóta mikillar aðstoðar sjá þau sig sem sjálfstæða einstaklinga. E 21 Úteitur og M-gerðir Streptococcus pyogenes og tengsl þeirra við ífarandi sýkingar Sunna Borg Dalberg, Helga Erlendsdóttir, Þórólfur Guðnason, Karl G. Kristinsson, Magnús Gottfreðsson Læknadeild Háskóla Íslands og smitsjúkdómadeild Landspítala sbd3@hi.is Inngangur: Sýkingar af völdum streptókokka eru algengar um allan heim en undanfarin 30 ár hefur ífarandi sýkingum af völdum S. pyogenes farið fjölgandi á heimsvísu og alvarleiki þeirra aukist. Markmið rann- sóknarinnar var að skoða faraldsfræði ífarandi sýkinga af völdum S. pyogenes á Íslandi og rannsaka tengsl M-gerða og úteitra bakteríunnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Framkvæmd var afturskyggn faraldsfræðileg rannsókn á ífarandi S. pyogenes sýkingum sem greindust á Íslandi á ár- unum 1975 til ársbyrjunar 2014 (n=312). Leitað var að 11 gerðum úteitra með kjarnsýrumögnun í tiltækum ífarandi stofnum bakteríunnar frá árunum 1984-2014 (n=250). Við samanburð á nýgengi sýkinganna á milli tímabila og aldurshópa var notuð aðhvarfsgreining þar sem gengið var út frá Poisson dreifingu sjúkdómstilfella. Lógistísk fjölþátta aðhvarfs- greining var notuð til þess að rannsaka tengsl M-gerða og úteitra S. pyogenes við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga. Niðurstöður: Nýgengi ífarandi sýkinga jókst línulega yfir rannsóknar- tímabilið (p<0.001) og var aldursbundið nýgengi marktækt hæst í ald- urshópnum 80-89 ára. Flest tilfelli greindust í mars og apríl. M-gerðin M28 reyndist hafa marktæk tengsl við myndun úteitursins speC (p=0,028), M89 við myndun úteitranna speC (p=0,006) og speJ (p<0,001), M1 við greiningu mjúkvefjasýkingar (p=0,033) og verri horfur sjúklinga (p=0,008) og höfðu úteitrin speC (p=0,03) og speH (p=0,013) marktæk tengsl við greiningu sýklasóttar. Ályktanir: Sýnt var fram á tengsl ákveðinna M-gerða og úteitra bakterí- unnar við birtingarmynd sýkingar og afdrif sjúklinga. Niðurstöðurnar geta aukið innsæi í meinvirkni S. pyogenes og hæfileika bakteríunnar til þess að valda alvarlegum og lífshættulegum sýkingum. E 22 Sýkingar hjá sjúklingum með Waldenströms-sjúkdóm Sigrún Helga Lund1, Malin Hultcrantz2, Lynn Goldin3, Ola Landgren4, Magnus Björkholm2, Ingemar Turesson5, Sigurður Y. Kristinsson1,2 1Faculty of Medicine,University of Iceland, 2Department of Medicine, Division of Hematology, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet, 3Division of Cancer Epidemiology and Genetics, National Cancer Institute, National Institutes of Health, 4Myeloma Service, Division of Hematologic Oncology, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 5Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skane University Hospital sigrunhl@hi.is Inngangur: Sýkingar eru algeng orsök veikinda og dauðsfalla hjá sjúk- lingum með illkynja blóðsjúkdóma. Þekking er takmörkuð á uppkomu sýkinga hjá sjúklingum með Waldenströms-sjúkdóm (Waldenström´s macroglobulinemia (WM)). Markmið rannsóknarinnar er að meta sýkingaráhættu WM-sjúklinga. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin notar samkeyrslu sænsku krabba- meins-, sjúklinga-, þjóð- og dánarmeinaskránna, ásamt gagnagrunni stærstu blóðsjúkdóma/krabbameinsdeilda landsins. Þátttakendur voru allir einstaklingar sem greindust með WM í Svíþjóð á árunum 1980-2005. Til viðmiðunar fyrir hvern WM-sjúkling voru valdir allt að fjórir ein- staklingar, lifandi á greiningardegi, paraðir eftir búsetu, aldri og kyni. Þátttakendum var fylgt eftir með tilliti til sýkinga og dauða, eða fram til loka árs 2006. Samband WM og sýkinga er sett fram með áhættuhlutfalli (HR) og 95% öryggisbilum. Niðurstöður: Þátttakendur voru 2608 WM-sjúklingar og 10.433 pöruð viðmið. Meðaleftirfylgnitíminn var 4,2 ár hjá WM/LPL og 6,9 ár hjá við- miðum. Á eftirfylgnitímanum fengu 2801 sýkingar. WM-sjúklingar voru í aukinni áhættu (HR=3,4;3,1-3,6) á sýkingu. Áhættan var aukin fyrir bakteríusýkingar (HR=3,2;2,9-3,5), þar af: blóðsýkingar (HR=9,3;3,7- 23,5), hjartaþelsbólgu (HR=5,0; 2,5-10,0), lungnabólgu (HR=3.8;3,4-4,2), heilahimnubólgu (HR=3,4;1.1-10,3), húðnetjubólgu (HR=2,6;2,0-3,4), beinasýkingar (HR=1,9;1,01-3,6) og nýrnasýkingar (HR=1,6;1,2-2,4). Áhættan var einnig aukin fyrir veirusýkingar (HR=6,0;4,9-7,3), þar af: ristil (HR=9,2;6,7-12,6) og inflúensu (HR =2,3;1,5-3,5). Samanborið við WM-sjúklinga greinda 1980-1989, jókst sýkingaráhættan á tímabilunum 1990-1999 (HR=1,5;1,3-1,6) og 2000-2004 (HR=1,8;1,6-2,1). Konur voru í minni sýkingarhættu en karlar (p<0,001). Sýkingaráhættan jókst með aldri (p<0,001). Ályktanir: Sjúklingar með WM hafa verulega meiri áhættu á uppkomu sýkinga af völdum fjölbreyttra sýkingarvalda í flestum líffærakerfum. Þessar niðurstöður undirstrika að meðferð og eftirfylgni WM skuli taka mið af víðtækri ónæmisbælingu þessa sjúklingahóps. E 23 Ífarandi sýkingar af völdum Bacillus tegunda á Landspítala 2006-2013 Anna K. Gunnarsdóttir1, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2, Magnús Gottfreðsson1,4, Sigurður Guðmundsson1,4 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2sýklafræðideild Landspítala, 3Barnaspítala Hringsins, 4smitsjúkdómadeild Landspítala akg23@hi.is Inngangur: Ættkvíslin Bacillus er almennt talin með litla meinvirkni og því oft álitin mengun ef sýklaræktun reynist jákvæð. Algengast er að B. cereus valdi sýkingum en sem aukaleikari getur bakterían gert sýkingar- ástand verra með framleiðslu á vefjaskemmandi eitri eða ensímum (t.d. beta-laktamasa). Auk þess framleiðir bakterían lífhimnur. Þáttur Bacillus í ífarandi sýkingum á Landspítala hefur ekki verið kannaður áður. Efniviður og aðferðir: Kannaðar voru allar jákvæðar ífarandi ræktanir (blóð, liðvökvi, mænuvökvi) af völdum Bacillus á Landspítala 2006 til 2013 með upplýsingum frá Sögu og rafrænu kerfi Sýklafræðideildar. Mat á því hvort bakterían teldist mengun, mögulegur sýkingavaldur eða sýkingavaldur byggðist á klínísku mati leiðbeinenda, undirliggjandi áhættuþáttum, mati meðferðarlækna skv. sjúkraskrá, meðferð og fjölda jákvæðra ræktunarsýna. Niðurstöður: Á tímabilinu greindust 97 einstaklingar með jákvæða ífarandi ræktun, 64 kk og 33 kvk. Hjá 91 ræktaðist bakterían úr blóði og 7 úr liðvökva (í blóði og liðvökva hjá einum sjúklingi). Alls voru 12 tilvik talin sýking, 15 möguleg sýking og 70 mengun. Sprautufíkn var undir- liggjandi ástand í 6/12 með sýkingu og í 3/15 með mögulega sýkingu. Hjá sýktum ræktaðist bakterían í fleiri en einu blóðræktunarsetti í 9/12 tilfellum og engar aðrar bakteríur ræktuðust frá blóði meðal 12/12. Einn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.