Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 29

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 29
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 29 Inngangur: Langvinn lungnateppa (chronic obstructive pulmonary disease, COPD) einkennist af súrefnisskorti í meginslagæðum. Sjúkdómurinn getur því mögulega skert súrefnisflutning til sjónhimn- unnar og súrefnismettun sjónhimnuæða. Markmið rannsóknarinnar var að vita hvort mæling á súrefnismettun í sjónhimnuæðum sé áreiðanleg aðferð við mat á súrefnisskorti í meginslagæðum og hvort súrefnisgjöf hækki súrefnismettun í sjónhimnu fólks með langvinna lungnateppu. Efniviður og aðferðir: Sjónhimnusúrefnismælirinn samanstendur af augnbotnamyndavél, stafrænum myndavélum og ljósdeili. Mælirinn tekur tvær myndir af sama svæðinu samtímis við 570nm og 600nm. Sérhannaður hugbúnaður reiknar ljósþéttnihlutfallið sem er í öfugu hlutfalli við súrefnismettun blóðrauðans. Þátttakendur voru 11 ein- staklingar með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi (stig 3 og 4), með varanlega þörf fyrir súrefni. Reiknað var meðaltal súrefnismettunar sjónhimnuæða hægra augans, bæði með og án súrefnis. Niðurstöðurnar voru bornar saman og gerður samanburður við súrefnismettun frá fingri (pulse oximeter) og blóðsýni frá sveifarslagæð. Niðurstöður: Meðaltal súrefnismettunar í slagæðlingum sjónhimnunn- ar við súrefnisgjöf mældist 91±5% (meðaltal ± staðalfrávik) en 89±5% 10 mínútum eftir að súrefnisgjöf var hætt (p=0,008, n=0, parað t-próf). Við súrefnisgjöf mældist súrefnismettunin í bláæðlingum 46±12% en 43±13% eftir að súrefnisgjöf var hætt (p=0,03). Ekki var marktæk breyt- ing á mismuni súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum (AV difference) með og án súrefnis (p=0,6). Ekki reyndist marktækur munur á mæl- ingum í sjónhimnu, án súrefnisgjafar, samanborið við fingur- (p=0,34) og slagæðamælingar (p=0,07). Ályktanir: Súrefnisgjöf hækkar súrefnismettun í sjónhimnuæðum fólks með langvinna lungnateppu á alvarlegu stigi. Súrefnismeðferð hefur ekki áhrif á mismun súrefnismettunar í slag- og bláæðlingum. Sjónhimnusúrefnismælirinn nemur lækkun á súrefnismettun í sys- temísku blóðrásinni. E 67 Bronchial basal cells acquire mesenchymal traits in Idiopathic Pulmonary Fibrosis and in culture Hulda R. Jónsdóttir1,2, Ari Jón Arason1,2, Ragnar Pálsson1,2,4, Sigríður Rut Franzdóttir1,2, Tómas Guðbjartsson3,7, Helgi J. Ísaksson4, Gunnar Guðmundsson5,6, Þórarinn Guðjónsson1,2, Magnús Karl Magnússon1,2, 6 1Stem Cell Research Unit, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital 3Departments of Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital, 4Pathology, Landspítali University Hospital, 5Respiratory Medicine and Sleep, Landspítali University Hospital, 6Department of Pharmacology and Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland, 7Faculty of Medicine, University of Iceland aja1@hi.is Introduction: Idiopathic pulmonary fibrosis (IPF) is a progressive inter- stitial lung disease with high morbidity and mortality. The cellular so- urce of the fibrotic process is currently under debate with one suggested mechanism being epithelial-to-mesenchymal transition (EMT) in the alveolar region. Methods and data: In this study we show that bronchial epithelium overlying fibroblastic foci in IPF contains a layer of p63 positive basal cells while lacking ciliated and goblet cells. This basal epithelium shows increased expression of CK14, Vimentin and N-cadherin while retaining E-cadherin. The underlying fibroblastic foci showed both E- and N-cadherin positive cells. To determine if p63 positive basal cells were able to undergo EMT in culture we treated VA10, a p63 positive basal cell line, with the serum replacement UltroserG™. Results: A subpopulation of treated cells acquired a mesenchymal phenotype, including an E- to N- cadherin switch. After isolation, these cells portrayed a phenotype presenting major hallmarks of EMT (loss of epithelial markers, gain of mesenchymal markers, increased migration and anchorage independent growth). This phenotypic switch was prevented in p63 knockdown cells. Conclusions: In conclusion, we show that bronchial epithelium overly- ing fibroblastic foci in IPF lacks its characteristic functional identity, shows increased reactivity of basal cells and acquisition of a partial EMT phenotype. This study suggests that some p63-positive basal cells are prone to phenotypic changes and could act as EMT progenitors in IPF. E 68 Sterameðferð á fyrirburum með erfiðan lungnasjúkdóm Erna Hinriksdóttir1, Þórður Þórkelsson1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Barnaspítala Hringsins Landspítala erna91@gmail.com Inngangur: Fyrirburar með vanþroskuð lungu fá margir sterameðferð til þess að ná þeim af öndunarvél og/eða minnka súrefnisþörf þeirra. Ekki er ljóst hvort ávinningurinn af sterameðferð í æð sé nægur til að vega upp á móti hugsanlegum aukaverkunum meðferðar. Markmið rannsóknarinnar var að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: 1. Veldur sterameðferð því að súrefnisgjöf barnanna minnkar og þau kom- ast fyrr af öndunarvél? 2. Hver eru áhrif steragjafar á vöxt barnanna, blóðsykur, tíðni sýkinga og líkur á heilalömun? Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn tilfellaviðmiðarann- sókn á fyrirburum á vökudeild Barnaspítalans sem á árunum 1989-2014 fengu sterameðferð í æð (n=46) eða á úðaformi (n=37) við erfiðum lungnasjúkdómi. Viðmið voru pöruð við tilfelli á meðgöngulengd og fæðingarári. Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á súrefnisþörf barna sem fengu stera í æð eða á úðaformi fyrstu dagana eftir að meðferð hófst, en ekki hjá viðmiðum. Marktækt fleiri tilfelli en viðmið þurftu öndunarvéla- meðferð við upphaf steragjafar í æð, en ekki 5 dögum síðar. Marktækt minni þyngdaraukning varð hjá tilfellum sem fengu stera í æð en við- miðum á meðferðartímabilinu, en við 35 og 40 vikna meðgöngualdur var þó ekki marktækur þyngdarmunur milli hópa. Ekki reyndist mark- tækur munur á blóðsykurstyrk, né tíðni sýkinga eða heilalömunar milli hópanna. Ályktanir: Sterameðferð í æð og á úðaformi minnkar súrefnisþörf fyrir- bura með erfiðan lungnasjúkdóm og steragjöf í æð flýtir því að börnin náist af öndunarvél. Steragjöf í æð dregur tímabundið úr þyngdar- aukningu barnanna, en ekki þegar til langs tíma er litið. Því virðist réttlætanlegt að nota stera við erfiðum lungnasjúkdómi hjá fyrirburum. E 69 Hjálparþættir Vif próteina Stefán Ragnar Jónsson1, Nicky Mietrach1, Josh Kane2, Nevan Krogan2, Reuben S. Harris3, Valgerður Andrésdóttir1 1Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum, 2Department of Molecular and Cellular Pharmacology, University of California, 3Department of Biochemistry, Molecular Biology and Biophysics, University of Minnesota stefanjo@hi.is Inngangur: Lífverur hafa frá örófi alda þróað með sér varnir gegn retróveirusýkingum. Dæmi um slíkt eru APOBEC3 próteinin en þau eru fjölskylda cytósín deaminasa sem geta hindrað retróveirur og retró- stökkla með því að afaminera cýtósín í úrasil í einþátta DNA á meðan á víxlritun stendur og valda þannig G-A stökkbreytingum í erfðaefni veirunnar. Lentiveirur hafa þó mótleik við þessu, veirupróteinið Vif sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.