Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 49

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Qupperneq 49
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 49 listinn meðal annars mælitækin Viðhorf til blæðinga (BATM 4-undirþætt- ir), Viðhorf til bælingar blæðinga (ATMS), og Líkamsmeðvitundarkvarðann (OBSC 3-undirþættir). Niðurstöður: 320 konur (svörun 36%) að meðalaldri 30 ára (sf=7,0) tóku þátt. Viðhorf til blæðinga voru frekar hlutlaus en bentu til að þeim finnist þær pirrandi, vilja síður fela þær og hallast að því gott væri að sleppa við blæðingar. Þær eru í meðallagi meðvitaðar um líkamann en hafa tilhneigingu til eftirlits með útliti sínu og að trúa að þær geti stjórnað líkamsstarfseminni. Þrepaskipt aðhvarfsgreining var framkvæmd til að skoða skýringar á hvað mótar viðhorfin og líkams- meðvitundina. Sterkust skýrilíkön komu fram fyrir Ergjandi undirþátt BATM og Líkamsskömm undirþátt OBSC. Það að vilja sleppa blæðingum, þykja þær óánægjulegar, telja þær ákvarðandi fyrir líf sitt og yngri aldur skýrðu 51,8% (R2=0,518) breytileika Ergjandi módelsins. Að telja sig of þunga, fara oft í megrun, þykja blæðingar ergjandi, fá oft samviskubit yfir því að borða of mikið, yngri aldur og að líða illa á blæðingum skýrðu 46,3% (R2=0,463) af breytileika Líkamsskammar módelsins. Ályktanir: Viðhorf til blæðinga og líkamsmeðvitund skipta máli í lífi kvenna. E 133 Forrannsókn á algengi verkja og sjálfskömmtunar verkjalyfja á meðal barna á aldrinum 12-16 ára Erla Hlíf Kvaran1, Erna Margrét Arnardóttir1, Guðrún Kristjánsdóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Verkir eru stórt heilsufarsvandamál og eru algengasta heilbrigðisvandamál sem heilbrigðisfagfólk fæst við. Rannsóknir á lyfjanotkun barna eru fáar en margar rannsóknir staðfesta að verkir eru algengir meðal barna og unglinga. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að al- gengi verkja meðal barna og unglinga hafi aukist mikið síðastliðin 20 ár. Því þykir áhugavert að rannsaka verkjalyfjanotkun og sjálfsskömmtun verkjalyfja meðal barna og unglinga. Megintilgangur þessarar forrann- sóknar er að skoða algengi verkja og sjálfskömmtun verkjalyfja á meðal barna og unglinga á aldrinum 12-16 ára á höfuðborgarsvæðinu. Efniviður og aðferðir: Stuðst var við lýsandi megindlegt þversnið. Spurningalisti sem samanstóð af 31 spurningu var lagður fyrir þægin- daúrtak 40 barna sem fengið var með snjóboltaúrtaki, 5 stúlkur og 5 drengir í hverjum árgangi í 7.-10. bekk á höfuðborgarsvæðinu. Helstu breytur voru bakgrunnsbreytur (s.s. kyn, bekkur, félagsleg staða), tíðni og tegund verkja og verkjalyfjanotkunar og vitneskja barna um verkjalyf og meinta ástæðu verkja og verkjalyfjanotkunar. Niðurstöður voru bornar saman við niðurstöður erlendra rannsókna. Niðurstöður: Fjörutíu prósent barna upplifðu verk mánaðarlega og al- gengasti verkur var höfuðverkur. Tæplega helmingur (45%) barna sem höfðu upplifað verk á síðastliðnum 6 mánuðum höfðu tekið verkjalyf. Stelpur voru ávallt í meirihluta, þær upplifðu oftar verki og tóku oftar verkjalyf. Algengi sjálfsskömmtunar verkjalyfja reyndist vera 37,5%, en algengast var að foreldrar/forráðamenn skömmtuðu verkjalyfin og veittu ráð um notkun þeirra. Algengasta orsök verkja reyndist vera íþróttaiðkun og helstu afleiðingar verkja á daglegt líf þátttakenda voru að þeir gátu ekki stundað áhugamál vegna verkja. Ályktanir: Algengi verkja og verkjalyfjanotkunar samræmist erlendum niðurstöðum sem sýna að börn fái verki sem hafa áhrif á daglegt líf. Rannsóknin er forrannsókn og ætla má að niðurstöðurnar muni geta hvatt til frekari rannsókna á algengi verkja og sjálfsskömmtunar lyfja þar sem sjálfsskömmtun verkjalyfja hefur ekki verið könnuð áður á Íslandi. E 134 Disclosure of intimate partner violence in current marital/ partner relationships Erla Kolbrún Svavarsdóttir1,2, Brynja Örlygsdóttir1 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala eks@hi.is Introduction: Detecting Intimate Partner Violence (IPV) might empo- wer women to start working on the impact that the abuse experience has had on their life. Little is however know about disclosure of abuse in community and in clinical settings. The purpose of this study was to explore if there was a difference in the disclosure of abuse experience among women who were attending an Emergency Department (ED) or were located at a University Square (US). Methods and data: Cross sectional research design was used. Data were collected at the same time in 2009 over a period of 9 months from N=306 women ranging in age from 18-67 years (n=166 at the US and n=140 at the ED). Results: A significantly higher proportion of the women at the ED reported that they were victims of IPV in their current marital partner relationship and scored higher on the WAST total scale than the women at the US. This gave a clear indication that the women at the ED experienced significantly more IPV in their current marital/partner relationship compared to the women at the US. Conclusions: Identifying IPV in primary and in clinical settings might, therefore, function as a protective factor if these women are offered app- ropriate first response and interventions. E 135 Það sem skiptir mig máli í skólamötuneytinu Unnur Björk Arnfjörð1,2, Ragnheiður Júníusdóttir1,2, Ingibjörg Gunnarsdóttir2, Anna Sigríður Ólafsdóttir1 1Menntavísindasviði Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í næringarfræði við matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands og Landspítala ubj@hi.is Inngangur: Skólamötuneyti eru nokkuð ný af nálinni hér á landi en það var fyrst árið 1995 sem var sett í lög að nemendur ættu að eiga kost á málsverði í skóla. Árið 2008 var tilgreint að málsverðir ættu að vera í samræmi við opinberar ráðleggingar um fæðuval og næringargildi. Lítið er vitað um viðhorf nemenda til skólamáltíða hérlendis sem erlendis. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var hluti stærri rannsóknar sem nefnist Skólamáltíðir á Norðurlöndum: Heilsuefling, frammistaða og hegðun grunnskólanemenda (ProMeal). Alls tóku 220 nemendur þátt í íslenska hluta rannsóknarinnar úr 6 grunnskólum af höfuðborgarsvæðinu. Viðtöl voru tekin við 90 börn sem valin voru af handahófi, jafnmargar stelpur og strákar. Fimm börn voru í hverjum hópi og voru þeir kyn- skiptir. Viðtölin voru tekin upp á myndbandstökuvél og hljóðrituð. Í viðtölunum var leitast við að ná fram viðhorfum barnanna tengdum skólamáltíðunum og hvað það var sem skipti þau mestu máli varðandi þær. Niðurstöður: Börnin höfðu sterkar skoðanir á skólamötuneytunum og matarumhverfi sínu. Mörg nefndu að bæta þyrfti hljóðvist því mikill hávaði væri í matsalnum. Einnig ræddu þau líðan sína í matsalnum sem og sætaskipan og borðbúnað. Mörg börn vildu fá að skammta sér sjálf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.