Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 51

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 51
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 51 E 139 Samspil EGFL7 og miR-126 í stofnfrumum úr fósturvísum manna Anne Richter1, Arna Rún Ómarsdóttir1, Zophonías Oddur Jónsson2, Guðrún Valdimarsdóttir1 1Lífefna- og sameindalíffræðstofu, læknadeild Háskóla Íslands, 2líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands anner@hi.is Inngangur: Epidermal growth factor–like domain 7 (EGFL7) er tjáð í stofn- frumum úr fósturvísum manna (hES frumum) og æðaþelsfrumum sem taka þátt í nýæðamyndun tengdri fósturþroskun manna eða sjúkdóm- stengdri æðamyndun. Ennfremur þá hýsir EGFL7 genið microRNA (miR), þ.e. miR-126 í innröð 7 sem er mjög vel varðveitt og líffræðilega virkt. miR-126 er þekkt sem æðaþelssértækt miR sem er einkum tjáð í æðaþelsfrumum og blóðmyndandi forverafrumum. Efniviður og aðferðir: Til að rannsaka hlutverk EGFL7 í hES frumum, var CRISPR tæknin notuð, sem er ný af nálinni, til að slá út EGFL7 genið í hES frumum. Auk þess voru hES frumur sýktar með lentiveiruvektor sem yfirtjáir miR-126 til að athuga samspil EGFL7 og miR-126. Niðurstöður: Sértæku “guide RNA” og Cas9 ensími var skeytt inn í hES frumur til að kljúfa tvíþátta DNA og gera atlögu að útröð 5 í EGFL7 gen- inu. Stakar frumukóloníur uxu mjög hægt og sýndu breytta formgerð frá villigerðarfrumum. Raðgreining, Western blot og ónæmislitanir voru framkvæmdar til að staðfesta EGFL7 útslátt. Yfirtjáning í hES frumum leiddi til aukinnar frumufjölgunar. Áhrif miR-126 á tjáningu EGFL7 og æðaþelsmarkera var einnig athuguð í qPCR. Ályktanir: Við höfum notað nýju CRISPR tæknina til að gera atlögu að EGFL7 geninu í hES frumum. Þessi tækni býður upp á afkastamikla aðferð í erfðatækni sem mætti nefna genaskurðlækningar. Niðurstöður okkar benda sterklega til mikilvægs hlutverks EGFL7 og miR-126 í hES frumufjölgun. E 140 Small RNA sequencing of the breast epithelial stem cell line D492 during branching and in EMT Eiríkur Briem1, Bylgja Hilmarsdóttir1,2, Magnús Karl Magnússon1,2,3, Þórarinn Guðjónsson1,2 1Stem Cell Research Unit, Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Department of Laboratory Hematology, Landspítali University Hospital, 3Department of Pharmacology & Toxicology, Faculty of Medicine, University of Iceland eib13@hi.is Introduction: The breast gland is composed of branching epithelial ducts terminating in structures commonly referred to as the terminal duct lobular units. The molecular mechanisms underlying branching morphogenesis are tightly linked with epithelial to mesenchymal transi- tion (EMT), a cellular mechanism seen in normal development, wound healing and in cancer progression. Recently, microRNAs (miRNAs) have emerged as key regulators of many developmental processes inc- luding differentiation and EMT. Here we use the breast epithelial stem cell line D492, which generates in vivo-like branching structures in 3D culture and its mesenchyme-derivative D492M as a model to investigate miRNA expression patterns during different stages of branching and in EMT. Methods and data: D492 and D492M were cultured in 3D matrigel and RNA was isolated and small RNA libraries prepared. Sequencing was performed using Illumina MiSeq and results were validated by RT-qPCR. Lentiviral transfection was used for miRNA over-expression followed by phenotypic analysis. Results: Number of miRNAs are differentially expressed during branching morphogenesis and in EMT. Selected differentially expressed miRNAs were investigated further and over expressed in D492 and D492M and changes in phenotype investigated. Some miRNAs showed effects on phenotype while others had little or no effect. Conclusions: Matrigel 3D cultures of D492 and D492M work well as a model system to investigate differential expression of miRNAs during branching morphogenesis and in EMT. By using this model, coupled with small RNA sequencing, we were able to pinpoint interesting miRNAs, which need further investigation and could be important in development and disease. E 141 Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild: Forprófun mælitækis Ásta Hrönn Kristjánsdóttir1, Hanna Jóna Ragnarsdóttir1, Lovísa Baldursdóttir1,2, Ásdís Guðmundsdóttir1,2, Herdís Sveinsdóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala asdisgu@landspitali.is Inngangur: Einn af gæðavísum gjörgæsludeilda er ánægja aðstandenda með þjónustuna. Mikilvægt er að mæla hana með staðfærðum mæli- tækjum en slíkt mælitæki er ekki til hér á landi.Markmið rannsóknar- verkefnisins var að þýða, staðfæra og forprófa mælitækið: Ánægja aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild (e. Family Satisfaction with Care in the Intensive Care Unit, FS-ICU (24)) á gjörgæsludeildum Landspítala og nota niðurstöður forprófunar til að meta notagildi þess við íslenskar aðstæður. Efniviður og aðferðir: Við þýðingu mælitækis á íslensku var stuðst við aðferðafræði MAPI-rannsóknarstofnunarinnar. Þýðingunni var skipt í fjögur skref, frumþýðingu, bakþýðingu, forprófun og prófarkalestur. Forprófun mælitækis fór fram í apríl 2014. Stuðst var við hentugleikaúr- tak þar sem leitað var eftir þátttöku 12 aðstandenda sjúklinga sem lágu inni lengur en 48 klukkustundir á gjörgæsludeildum Landspítalans við Hringbraut og í Fossvogi. Tölfræðiforritið SPSS var notað við úrvinnslu gagna. Niðurstöður: Eftir að þýðingarferli lauk, innihélt mælitækið að lokum 35 spurningar og er það þrískipt. Spurningum í mælitækinu sem snúa að aðstandendum sjúklinga sem deyja á gjörgæslu var sleppt í for- prófun. Forprófun sýndi fram á að mælitækið felur í sér yfirborðsrétt- mæti og innihaldsréttmæti, þar sem almennt gekk þátttakendum vel að svara spurningum mælitækis og svör þátttakenda endurspeglaði efnið sem mælitæki er ætlað að meta. Ályktanir: Mælitækið hefur reynst vel í forprófun og gagnast vel við íslenskar aðstæður. Hafin er framkvæmd á stærri rannsókn til að álykta um ánægju aðstandenda með umönnun á gjörgæsludeild svo hægt verði að nota niðurstöður til að bæta gæði þjónustunnar við gjörgæslu- sjúklinga og aðstandendur þeirra. E 142 Árangur bráðaskurðaðgerða vegna ósæðarflysjunar (tegund A) á Íslandi 1992-2013 Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Bjarni Agnarsson2, Þórarinn Arnórsson3, Gunnar Mýrdal3, Tómas Guðbjartsson1,3, Arnar Geirsson3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2rannsóknastofu í meinafræði, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala arnarge@landspitali.is Inngangur: Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur með háa dánar- tíðni. Einkenni ber oftast brátt að og sjúklingar þurfa á bráðaskurðað-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.