Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 57

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 57
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 57 Niðurstöður: Í áreiðanleikaprófinu var sterk fylgni milli mælinga, ICC: 0,95; T1: 21,6±3,5 (95%CI: 20,7-22,6), T2: 22,0±3,4 (95%CI: 21,0-22,9). Enginn marktækur munur var á heildarskori 9 þátta skimunarprófs milli liða, getustiga leikmanna, aldurs né hæðar. Markverðir höfðu þó hærra heildarskor en aðrir leikmenn (p=0,001). Ef einstakir þættir skim- unarprófsins voru skoðaðir kom í ljós að yngri leikmenn höfðu minni stöðugleika í bol en eldri leikmenn (próf 5-7, p≤0,006) og meiri hreyfan- leika í bol og öxlum (próf 8-9, p<0,001). Landsliðsmenn voru sterkari í kviðvöðvum (test 5, p=0,003) og hreyfanlegri í virkri mjaðmarbeygju (próf 4, p=0,03) en aðrir leikmenn. Ályktanir: Níu þátta skimunarprófið lítur út fyrir að vera áreiðanlegt. Yngri leikmenn höfðu minni stöðugleika í bol og meiri hreyfanleika í bol og öxlum en eldri leikmenn. Landsliðsmenn höfðu sterkari kviðvöðva og lengri aftanlærisvöðva en aðrir leikmenn. E 159 The Association of aerobic fitness to health independent of adiposity depends upon its expression Sigurbjörn Árni Arngrímsson1, Elvar Smári Sævarsson1, Kristján Þór Magnússon1, Þórarinn Sveinsson2, Erlingur Jóhannsson1 1Center for Sport and Health Sciences, University of Iceland, 2Center for Movement Science, University of Iceland sarngrim@hi.is Introduction: This study aimed to determine the association of different expressions of cardiorespiratory fitness (CRF) to metabolic risk factors and distinguish these relations from the association to adiposity. Methods and data: Height, weight, body mass index, waist circumfe- rence adjusted for height, and skinfold thickness were measured in 127 (66 females) 17 and 23 year-olds. Estimates of body fat percentage (%Fat) and fat-free mass (FFM) were obtained from dual energy X-ray absorptiometry. CRF was evaluated from a maximal workload on a graded bicycle test and also expressed relative to FFM (CRFFFM). Fasting total cholesterol, high-density lipoprotein, low-density lipoprotein, triglycerides, glucose, insulin, and homeostasis model assessment (HOMA) were measured. Results: After correcting for age and sex, CRF was significantly related to total cholesterol, triglycerides, insulin, and HOMA (r=-0.24 to -0.49, all p<0.03). Similarly, all adiposity measures were related to the same variables (r=0.21-0.53, all p<0.05). Correcting CRF for skinfold thickness or %Fat rendered the relation to metabolic risk factors non-significant, suggesting no independent effects of CRF (p=0.06-0.69). On the contrary, CRFFFM was significantly related to all the metabolic risk factors (r=-0.25 to -0.32, p<0.02), except total cholesterol (p=0.06) illustrating an associa- tion of CRF while removing adiposity. Conclusions: CRFFFM, where the adiposity has been removed, is asso- ciated with metabolic risk factors. In contrast CRF, which is related to the adiposity measures, is not independently associated with the afor- ementioned factors. Previously, the independent effects of CRF to health may have been underestimated by using an expression of CRF strongly related to the adiposity measures. E 160 Snúningur sköflungs stýrir vöðvavirkni aftanlærisvöðva við styrkprófun og sértæka þjálfun Gunnlaugur Jónasson, Andri Helgason, Arnar Már Kristjánsson, Þorsteinn Ingvarsson, Kristín Briem Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands gullijonasar@gmail.com Inngangur: Styrkur og virkni aftanlærisvöðva hefur verið töluvert rannsakaður með tilliti til krossbandsslita. Aftur á móti hefur lítið verið rannsakað hvort hægt sé að virkja miðlæga eða hliðlæga hluta aftan- lærisvöðva sérhæft. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna styrk við mismunandi stöðu sköflungs og vöðvavirkni við mismunandi stöðu sköflungs við framkvæmd Nordic hamstring (NH) æfingar og athuga hvort hægt væri að hafa áhrif á virkni miðlægra eða hliðlægra aftan- lærisvöðva. Efniviður og aðferðir: 40 þátttakendur, 20 karlar og 20 konur, gengust undir vöðvarafritsmælingu með yfirborðselektróðum við framkvæmd NH æfingar ásamt styrkmælingu í KinCom® tæki. Mældir voru mið- lægir og hliðlægir aftanlærisvöðvar á hvorum fæti með mismunandi stöðu á sköflungi. Niðurstöður: Hliðlægur aftanlærisvöðvi virkjaðist marktækt meira með sköflung í útsnúningi en innsnúningi við framkvæmd NH á meðan staða á sköflungi hafði óveruleg áhrif á miðlæga aftanlærisvöðva. Sköflungsstaða hafði marktækt meiri áhrif við ísómetrískar styrkmæl- ingar en við framkvæmd NH (p=0,012). Hlutfall virkni miðlæga og hlið- læga aftanlærisvöðva, M/L hlutfall, með óvirkan snúning á sköflungi við framkvæmd NH var 117% í innsnúningi og 105% í útsnúningi. Við ísómetrískar styrkmælingar með virkan snúning á sköflungi var M/H hlutfallið 132% við innsnúning en 96% við útsnúning. Ályktanir: Hægt er að hafa áhrif á virkni hliðlæga og miðlæga aftan- lærisvöðva með mismunandi snúningi á sköflungi. Meðferðaraðilar ættu að taka til greina þessa möguleika við meðhöndlun tilfella þar sem sértæk virkjun er æskileg. T.d. eftir aftanlæristognanir eða krossbands- slit. Frekari rannsókna er þörf á notagildi þessara aðferða.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.