Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 66

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Blaðsíða 66
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 66 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 V 27 Sýklalyfjanæmi Helicobacter pylori á Íslandi Karen Dröfn Jónsdóttir1, Hallgrímur Guðjónsson2, Hjördís Harðardóttir3, Anna Ingibjörg Gunnarsdóttir1,4 , Einar Stefán Björnsson2 1Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 2meltingarsjúkdómadeild, 3sýklafræðideild, 4sjúkrahúsapóteki Landspítala annaig@landspitali.is Inngangur: Talið er að um helmingur mannkyns sé sýktur af Helicobacter pylori. Sýking er tengd við magabólgur, maga- og skeifugarnarsár og illkynja æxli í maga. Alþjóðlegar leiðbeiningar mæla með s.k. staðlaðri þriggja lyfja meðferð með sýrudæluhemli, clarithromycin og amox- icillin eða metronidazole á svæðum þar sem ónæmi clarithromycins mælist minna en 20%. Í íslenskri rannsókn frá 1998 reyndist ónæmi bakteríunnar gegn clarithromycin 7,7%. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna sýklalyfjanæmi H.pylori á Íslandi ásamt áhrifum fyrri upp- rætingarmeðferða á lyfjanæmið. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin fór fram á Landspítala og Læknasetrinu ehf. á tímabilinu október 2012 til september 2013. Vefjasýni voru tekin frá maga þátttakenda og tilvist H. pylori könnuð með hraðvirkandi úreasa prófi. Jákvæðum sýnum var síðan komið á sýklafræðideild Landspítala til ræktunar og næmisprófa. Næmispróf voru framkvæmd með E-test aðferð fyrir ampicillin, clarithromycin, levofloxacin, metronidazole og tetracycline. Niðurstöður: Af 615 þátttakendum reyndust 138 (22%) jákvæðir fyrir H. pylori. Tókst að rækta upp og framkvæma næmispróf á 105 stofnum. Lyfjaónæmi reyndist vera 0% fyrir ampicillin og tetracycyline, 10% fyrir claritromycin, 4% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Séu þeir sem áður höfðu fengið upprætingarmeðferð útilokaðir var lyfjaónæmi 0% fyrir ampicillin og tetracycline, 7% fyrir clarithromycin, 3% fyrir levofloxacin og 1% fyrir metronidazole. Ónæmi gegn clarithromycin reyndist 60% hjá þeim sem höfðu fengið upprætingarmeðferð saman- borið við 7% hjá þeim sem ekki höfðu fengið slíka meðferð (p=0,0001). Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að hin staðlaða þriggja lyfja meðferð hæfi áfram á Íslandi, a.m.k. hjá þeim sem ekki hafa fengið upprætingarmeðferð áður. V 28 Tengsl áts æðarfugla á fjörudoppum (Littorina spp.) og Microphallus spp. sníkjuögðusmits Karl Skírnisson Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum karlsk@hi.is Inngangur: Æðarfugl er algengasta andategundin hér á landi. Varppör eru talin vera um 250.000 og vetrarstofninn um 930.000 fuglar. Rannsóknir á æðarfuglum sem drápust vegna náttúrulegrar grútarmengunar á fjörum Strandasýslu sumarið 1991 leiddu í ljós miklar sníkjudýrasýkingar. Lítil þekking á heilbrigði æðarfugls varð kveikjan að sérstakri rannsókn sem gerð var á æðarstofninum á Skerjafirði. Fæðuvalsathuganir sýndu að fuglarnir voru einkum að éta skeldýr og krabbadýr, rannsóknir á iðrasníkjudýrum leiddu í ljós 32 ormategundir. Flestar hafa flókna lífsferla, fullorðnu ormarnir lifa í meltingarvegi en lirfustigin í algengum fæðutegundum. Meðal sníkjudýranna voru ögður af ættkvíslinni Microphallus. Lirfurnar lifa í fjörudoppum sem æðarfugl- ar éta í fjöru eða á grunnsævi. Ævilengd fullorðnu agðanna er einungis um hálfur mánuður. Eggin berast út með saur fuglsins, fjörudoppur éta eggin og í sniglunum verður kynlaus fjölgun sem leiðir til myndunar þúsunda smithæfra lirfa (metacercaria). Æðarfulgar á fjörudoppuveiðum geta því fengið í sig gífurlegt smit á skömmum tíma, smit sem leiðir til þarmabólgu og vanþrifa. Efniviður og aðferðir: 78 æðarfuglum (40 kollum, 38 blikum) var safnað í febrúar, maí, júní og nóvember. Niðurstöður: Fjórar „pygmaeus“ Microphallus ögðutegundir fundust í æðarfuglunum. Mikill munur reyndist vera á fæðuvali kynjanna. Blikar forðuðust át á fjörudoppum og voru þar af leiðandi lítið smitaðir en kollur sem nauðbeygðar voru til að vera með nýklakta unga við krabba- dýraát uppi í fjöruborði og átu þar fjörudoppur,voru verulega sýktar. Ályktanir: Æðarfugl virðist forðast Microphallus sýkingar með því að sniðganga fjörudoppur, uppsprettu smitsins. Neikvæðar afleiðingar smitunar eru taldar hafa bein áhrif á fæðuval fuglanna. V 29 Rannsókn á notkun vallhumal-smyrsls á brunasár hjá börnum á Barnaspítala Hringsins Kristín Björg Flygenring1, Lovísa Baldursdóttir1,3, Guðrún Kristjánsdóttir1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2barna- og kvennasviði, 3bráða- og gjörgæslusviði Landspítala gkrist@hi.is Inngangur: Þegar djúp brunasár hafa gróið og við grynnri brunasár er notkun smyrsla og feitra krema talin gagnleg. Hér á landi hefur Jurtasmyrsli verið notað á barnadeild Barnaspítala Hringsins sem úrræði síðan 1996, þar sem börn með brunaáverka hljóta flest meðferð. Smyrslið er grænt að lit og inniheldur jurtina vallhumall. Vallhumall er þekkt fyrir græðandi eiginleika og hefur verið notuð í margar aldir í sárameðferð og við ýmsum húðvandamálum. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á eignleikum Jurtasmyrslisins, heldur er það reynsla þeirra sem notar smyrslið sem viðheldur þeirri hefð að Jurtasmyrslið er notað á brunasár. Efniviður og aðferðir: Tilgangur rannsóknarinnar var að greina gagn- semi og hvort Jurtasmyrslið væri öruggt í notkun. Rannsóknin var afturvirk lýsandi rannsókn úr sjúkraskrám þar sem þátttakendur voru öll börn, 18 ára og yngri, sem komu á barnadeild vegna brunasára á húð á árunum 2008-2012 (n=60). Skoðuð var notkun Jurtasmyrslisins og einkenni sem komu fram eftir því sem á meðferð leið og sár greru fram að útskrift. Niðurstöður: Helstu niðurstöður gefa til kynna að Jurtasmyrslið er notað á einhverjum tímapuntki í meðferð hjá 87% barna. Niðurstöður gefa til kynna að eitt barn (1,9%) hafi fengið ofnæmisviðbrögð við Jurtasmyrslinu, og lýsti það sér í formi kláða og útbrota. Þrjú önnur börn (5,7%) upplifðu einnig einkenni sviða og kláða af Jurtasmyrslinu, en var ráðlagt að halda notkun þess áfram. Ályktanir: Ótímabært er að draga ályktanir af niðurstöðum rannsóknar- innar vegna smæðar úrtaks og ófullnægjandi skráninga í sjúkraskrám. Niðurstöður staðfesta notkun Jurtasmyrslisins og nauðsyn þess að gera framvirka rannsókn, þá sérstaklega á áhrifum Jurtasmyrslis við notkun. V 30 Family history of lymphoproliferative disease associated with a superior survival in multiple myeloma Kristrún Aradóttir1, Sigrún Helga Lund1, Ola Landgren2, Magnus Björkholm3, Ingemar Turesson4, Sigurður Yngvi Kristinsson1,4 1Faculty of Medicine, University of Iceland, 2Myeloma Service, Memorial Sloan-Kettering Cancer Center, 3Department of Hematology and Coagulation Disorders, Skåne University Hospital, 4Department of Medicine, Karolinska University Hospital and Karolinska Institutet kra15@hi.is Introduction: Multiple myeloma (MM) is characterized by a neoplastic
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.