Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 68

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 68
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 68 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 Doxorubicin stops DNA replication. The accumulation and distribution of doxorubicin in cells is pH-dependent. Methods and data: Synergistic effects of the lichen compounds and lapatinib or doxorubicin were estimated, using the CalcySyn software, in the breast cancer cell lines, SK-BR-3 (HER2+, high levels of FASN) T-47D (P53-mutated) and MCF7. Results: Significant synergistic effects were obtained in SK-BR-3 cell line after combined treatment with PA/lapatinib, and in T-47D cells but at higher concentrations. No synergism was seen in MCF7 cells. Treatment with UA/doxorubicin showed marked synergism at all tested concentra- tions in T-47D cells; none was seen in SK-BR-3 cells. Conclusions: Synergism between lichen compounds and drugs can be related to metabolic effect and appears to be cell-type-dependent. V 34 Fyrstu áhrif bólusetninga með 10-gildu bóluefni gegn pneumókokkum á sýklalyfjaónæmi Martha Á. Hjálmarsdóttir1,2, Helga Erlendsdóttir1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Karl G. Kristinsson1,2 1Sýklafræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Barnaspítala Hringsins hjalmars@hi.is Inngangur: Pneumókokkar sem hafa minnkað næmi eða eru ónæmir fyrir penisillíni (PÓP) hafa verið mjög algengir hér undanfarin ár, sérstaklega í miðeyrnasýkingum. Ungbarnabólusetning með prótein- tengdu 10-gildu bóluefni (Synflorix) hófst 2011. Marmið þessarar rann- sóknar var að meta fyrstu áhrif bólusetninganna á sýklalyfjaónæmi. Efniviður og aðferðir: Safnað var öllum pneumókokkastofnum sem ræktuðust frá blóði, mænuvökva, miðeyra, augnslímhúð, skútum og neðri öndunarvegum frá börnum <7 ára á tímabilinu 01.01.2008- 31.12.2013. Gerð voru skífunæmispróf gegn algengustu lyfjum og skimað fyrir penisillín ónæmi með oxasillíni. Lágmarksheftistyrkur penisillíns var mældur hjá stofnum sem voru ónæmir fyrir oxasillíni og þeir skilgreindir PÓP ef hann var ≥0,1 µg/ml. Niðurstöður: Heildarfjöldi pneumókokkastofna var 1158. Af þeim voru 457 (39%) PÓP. Fjöldi PÓP var 80 (39%), 99 (44%), 87 (42%), 101 (50%), 48 (33%) og 42 (24%) hvert áranna 2008-2013. Flestir stofnarnir voru frá miðeyra eða 987 (85%), 428 (43%) þeirra PÓP (94% af öllum PÓP). Hlutfall PÓP í miðeyrnasýnum var hæst 53% árið 2011 og lækkaði síðan í 28% 2013. Algengasta hjúpgerð PÓP var 19F og voru stofnarnir nánast alltaf fjölónæmir. Ónæmi gegn makrólíðum var 42% árin 2008- 2010, síðan 54%, 31% og 24% árin 2011-2013. Hlutfall PÓP stofna af hjúpgerðum bóluefnisins var 92% árin 2008-2010, síðan 89%, 83% og 57% árin 2011-2013. Ályktanir: Fjöldi PÓP var helmingi minni árið 2013 miðað við árin fyrir bólusetningar. Ónæmi gegn makrólíðum og tetrasýklínum minnkaði að sama skapi. Minnkun sýklalyfjaónæmis er fyrst og fremst vegna fækk- unar sýkinga af völdum hjúpgerðar 19F. Búast má við frekari minnkun ónæmis þegar fleiri börn hafa verið bólusett. V 35 Sýkingu af völdum gródýrs í hörpuskelinni Placopecten magellanicus við Kanada lýst í fyrsta sinn Matthías Eydal Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum meydal@hi.is Inngangur: Gródýr (Apicomplexa) eru einfruma sníkjudýr sem fjölga sér inni í frumum hýsils. Nýlega var lýst áður óþekktu gródýri, sem að byggingu er ólíkt öðrum gródýrum sem fundist hafa í sam- lokum (Bivalvia), í íslenska hörpudiskinum Chlamys islandica og tveimur skyldum skeljategundum, annarri við Færeyjar, hinni við Skotland. Sníkjudýrið fannst í mörgum líffærum, mestar sýkingar voru í samdrátt- arvöðva. Líklegt er talið að sýking af völdum þessa gródýrs hafi átt þátt í stórfelldum afföllum í stofni hörpudisks við Ísland uppúr aldamótunum 2000. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hvort sams konar gró- dýr finnst vestanhafs, í amerísku hörpuskelinni Placopecten magellanicus. Efniviður og aðferðir: Villtum P. magellanicus hörpuskeljum (n = 25; meðalhæð 11,8 cm) var safnað í Bay of Fundy við austurströnd Kanada á árinu 2012. Leitað var að gródýrum í samdráttarvöðva og í kynkirtlum í fersku stroki og með hefðbundinni vefjarannsókn. Niðurstöður: Gródýr, sérstök „zoite“ lífsstig, fundust í 44% skeljanna alls, í 36% samdráttarvöðva og í 16% kynkirtla. Engin önnur lífsstig gródýrsins fundust. Lögun og stærð (17-19,5 x 6,5-8 µm) gródýranna var áþekk þeim sem fundist hafa í evrópskum hörpuskeljategundum, íbjúgar frumur með áberandi stórum kjarna. Sýking var mjög lítil, oftast fundust einungis 1-10 gródýr í vefjastroki á smásjárgleri, í einni skel fannst klasi af gródýrum í vöðva. Ekki sáust merki um sjúklegar vefjabreytingar. Ályktanir: Þetta er í fyrsta sinn sem gródýrasýking finnst í amerísku hörpuskelinni P. magellanicus. Einkenni gródýranna benda til að um sömu eða náskyld gródýr sé að ræða og fundist hafa í íslensku hörpu- skelinni og skeljategundum við Færeyjar og Skotland. V 36 National incidence of MRI diagnosed anterior cruciate ligament injury in Iceland Micah Nicholls1,2, Þorvaldur Ingvarsson1,2, Kristín Briem1 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Össur mkn1@hi.is Introduction: Anterior cruciate ligament (ACL) rupture continues to be a focus of research on knee injuries. Despite this, data on the total number of ruptures on a national basis including both reconstructed (ACLR) and non-reconstructed injuries are limited. In Iceland all su- spected ACL injuries undergo routine assessment via MRI. The purpose of this study was to determine the national incidence of MRI diagnosed ACL ruptures in Iceland. Methods and data: All MRI knee reports from 2002 to 2010 were gat- hered to identify ACL ruptures. Duplicate records were removed and yearly incidence for gender and age groups was determined. Data from the Icelandic national insurance data was used to determine the yearly incidence of ACLR. Results: 30160 records were collected. A total of 1819 (6%) included a diagnosis of ACL rupture while 27458 (91%) records classified the ligament as normal or reconstructed and 1044 (3%) reports were inconclusive. The data confirmed 1252 primary ACLR during that same period. The yearly incidence was 69/100000 for total ACL ruptures and 42/100000 for ACLR. Those who underwent surgical vs. non-surgical management were significantly younger (27±9 vs 41±15 p<0.01) and males were more likely to be operated on than females (OR 1.23; 95% CI 1.01 – 1.50). Between the ages of 10 and 64 the incidence rate was 88/100000. Conclusions: To our knowledge this is the first report on the true incidence of all ACL ruptures based on a complete national dataset. We demonstrated a total ACL rupture incidence 65% higher than the reconstruction rate.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.