Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 73

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 73
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 73 location of melanocytes in mammalian meninges suggests a possible role in immunity. V 50 Sensitivity to PARP inhibition in BRCA2 deficient cells Stefan Hermanowicz, Ólafur Andri Stefánsson, Jórunn Eyfjörð, Stefán Sigurðsson Biomedical Center, Faculty of Medicine, University of Iceland sthh16@hi.is Introduction: BRCA2 plays a crucial role in DNA Double Strand Break (DSB) repair. Cells deficient in BRCA2 have impaired abi- lity to repair DSBs and are therefore highly susceptible to DNA damage. PARP1 is a protein responsible for mediating single stranded break repair and has long been a target of cancer therapy. By inhibiting PARP1, single stranded breaks will develop into DSBs, potentially killing the cell. Here we are investigating whether PARP1 inhibitors are effective on cells heterozygous for BRCA2. Methods and data: Using a lentivirus on a heterozygous breast epithelial cell line, A176, containing the Icelandic founder muta- tion 999del5 we were able to create a BRCA2 knockout cell line. Along with cell lines MCF7 (BRCA2 +/+) and CAPAN-1 (BRCA2 -/-), we treated the cell lines with PARP inhibitors and looked at DNA damage response through foci formation and cell survival. Results: MCF7, A176, and A176 with scramble shRNA showed competent RAD51 foci formation following PARP inhibition. A176 with BRCA2 shRNA and CAPAN-1 showed little or no ability to form RAD51 foci and suffered the worst from PARP inhibition. Conclusions: We found that cells heterozygous for BRCA2 will have sufficient yet slightly impaired ability to form RAD51 foci indicating competent repair. PARP inhibition might be a treatment option for heterozygous individuals with tumors that have lost both BRCA2 alleles or as a preventive therapy by selecting against tumor cells that loose both BRCA2 alleles. V 51 Útbreiddari kransæðasjúkdómur hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni og nýgreinda sykursýki Steinar Orri Hafþórsson1, Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Erna Sif Óskarsdóttir1, Linda Björk Kristinsdóttir1, Ísleifur Ólafsson2, Þórarinn Guðnason2, Guðmundur Þorgeirsson1,2, Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Landspítala steinar.orri@gmail.com Inngangur: Sjúklingar með brátt kransæðaheilkenni (BKH) eru oft með ógreinda truflun á sykurefnaskiptum sem hafa neikvæð áhrif á horfur þeirra. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort truflanir á sykur- efnaskiptum væru tengdar útbreiðslu kransæðasjúkdóms. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðir voru sjúklingar með BKH án fyrri greiningar á sykursýki af tegund 2 (SS2) á Landspítala. Skert sykurþol og SS2 voru greind með mælingu á fastandi blóðsykri (FPG), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi 2 – 4 dögum eftir innlögn og mælingar endurteknar þremur mánuðum eftir útskrift. Útbreiðsla kransæðasjúk- dómsins var metin með Gensini-skori sem tekur tillit til þess hve mikil þrenging er, hversu margar þrengingar eru og staðsetningar þeirra. Niðurstöður: Meðal 171 sjúklinga (77% karlar, meðalaldur 63,3) voru 47% með eðlileg sykurefnaskipti, 41% með skert sykurþol og 12% með SS2. Miðgildi Gensini-skors var 30,0 (16,0 – 48,8). Miðgildi Gensini-skors voru 26,0 og 28,5 meðal sjúklinga með eðlileg sykurefnaskipti og skert sykurþol. Miðgildi Gensini-skors var 37,0 meðal sjúklinga með SS2 (p -=0,07). Ályktanir: Sjúklingar með BKH sem eru með ógreinda sykursýki eru með útbreiddari kransæðasjúkdóm heldur en þeir sem eru með eðlileg sykurefnaskipti. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að skima fyrir efna- skiptasjúkdómum meðal sjúklinga sem leggjast inn vegna BKH. V 52 Endurteknar mælingar á sykurbúskap bæta greiningu á skertu sykurþoli og sykursýki 2 hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni Þórarinn Árni Bjarnason1,2, Linda Björk Kristinsdóttir2, Erna Sif Óskarsdóttir2, Steinar Orri Hafþórsson2, Ísleifur Ólafsson1,2, Karl Andersen1,2 1Landspítala, 2 læknadeild Háskóla Íslands thorarinn21@gmail.com Inngangur: Sykursýki 2 (SS2) og skert sykurþol eru áhættuþættir fyrir kransæðasjúkdómi sem oft eru ógreindir hjá sjúklingum með brátt kransæðaheilkenni (BKH). Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort hægt væri að bæta greiningu á SS2 og skertu sykurþoli með því að mæla sykurbúskap sjúklinga með BKH í sjúkrahúslegu og endurtaka mælingar að þremur mánuðum liðnum. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar sem lagðir voru inn á hjartadeild Landspítala með BKH án fyrri SS2 greininar var boðið að taka þátt í rannsókninni. Sykurbúskapur var metinn með fastandi glúkósa í plasma (FGP), HbA1c og stöðluðu sykurþolsprófi. Mælingar voru fram- kvæmdar í sjúkrahúslegu og endurteknar þremur mánuðum seinna. Sjúklingar voru flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2 eftir hæsta gildi þessara mælinga. Niðurstöður: 154 sjúklingar (80,5% karlar, meðalaldur 63 ár) sem ekki höfðu verið greindir með SS2 tóku þátt í rannsókninni. Þegar teknar eru saman mælingar frá innlögn voru 46,8, 40,2 og 13,0% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Þremur mánuðum seinna voru 40,3, 50,0 og 9,7% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Þegar niðurstöðurnar í innlögn og þremur mánuðum seinna voru teknar saman voru 28,6, 53,9 og 17,5% flokkaðir með eðlilegan sykurbúskap, skert sykurþol eða SS2. Flokkun sjúklinga eftir sykurbúskap var óbreytt hjá 59,7%, 18,2% urðu betri og 22,1% verri milli mælinga. Ályktanir: Um tveir þriðju hlutar þeirra sem leggjast á hjartadeild vegna BKH eru með truflun á sykurefnaskiptum. Greiningarhæfni eykst verulega við endurtekna mælingu þremur mánuðum eftir útskrift. V 53 Bandvefsmyndun í beinmerg sjúklinga með mergæxli: Áhrif og horfur Tinna Hallgrímsdóttir1, Anna Porwit2, Magnus Björkholm3,4, Eva Rossmann4, Hlíf Steingrímsdóttir5, Sigrún Helga Lund1, Sigurður Y. Kristinsson1,5 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2Háskólanum í Toronto, 3Karolinska háskólasjúkrahúsið, 4Karolinska Institutet, 5Landspítala tih7@hi.is Inngangur: Mergæxli einkennist af offjölgun á plasmafrumum í beinmerg og seytrun á einstofna mótefnum. Mikill breytileiki er í lifun sjúklinga en þekkt er að ákveðnir þættir hafi áhrif á horfur, meðal annars aldur og erfðabreytileiki. Bandvefsmyndun í beinmerg er þekkt í mergæxlum en hefur verið mjög lítið rannsakað og áhrif þess á horfur að mestu óþekkt. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna algengi bandvefsmyndunar í beinmerg sjúklinga með mergæxli og áhrif þess á lifun.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.