Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 77

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Page 77
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 77 V 63 Incidental detection on computed tomography is an independant prognostic factor of survival in patients operated for non-small cell lung carcinoma Andri Wilberg Orrason1, Martin Ingi Sigurðsson1, Kristján Baldvinsson1, Húnbogi Þorsteinsson1, Steinn Jónsson2,3,Tómas Guðbjartsson1,3 1Departments of Cardiothoracic Surgery, Landspítali University Hospital 2Pulmonology, Landspitali University Hospital, 3Faculty of Medicine, University of Iceland andriwo@gmail.com Introduction: Lung carcinomas are sometimes detected incidentally on imaging for unrelated causes. We studied the rate of incidental detection and its impact on long-term survival in a nation-wide cohort of patients operated for non-small cell lung carcinoma (NSCLC) in Iceland. Methods and data: This population-based study included all patients who underwent pulmonary resection for NSCLC in Iceland between 1991 and 2010. Demographics and clinicopathological features were compared in patients diagnosed incidentally and those presenting due to symptoms. Multivariate analysis was used to evaluate prognostic fac- tors of cancer-specific survival (CSS), focusing on incidental detection. Results: From a total of 508 patients, 174 (34%) were diagnosed inci- dentally and this proportion remained unchanged during the study period. Most tumors were detected incidentally by chest X-ray (CXR) (26%) or computed tomography (CT) (8%), but the proportion of CT diagnoses rose to 15% during the last 5-year period. The incidentally detected tumors were smaller (2.9 vs 4.3 cm, p<0.001) and diagnosed at earlier TNM-stages (64 vs. 40% on TNM-stage I, p<0.001). Five-year CSS for patients with symptoms was 40%, those incidentally detected on CXR 57% and on CT 80% (p<0.001). Multivariate analysis showed that patients detected incidentally on CT had significantly better CSS comp- ared to those diagnosed incidentally by CXR or patients with symptoms related to NSCLC (HR 0.38, 95% CI 0.16-0.88, p=0.024). Conclusions: A third of surgically treated NSCLC patients are detected incidentally, and an increasing fraction by CT. Incidental tumors detec- ted by CT are smaller, less advanced and have a more favorable survival than those detected incidentally by CXR or present with symptoms. V 64 Vöðvavirkni aftanlærisvöðva hjá íþróttakonum eftir fremra krossbandsslit Arna Mekkín Ragnarsdóttir, Sigurvin Ingi Árnason, Þórarinn Sveinsson, Kristín Briem Námsbraut í sjúkraþjálfun, rannsóknastofu í hreyfivísindum Háskóla Íslands kbriem@hi.is Inngangur: Styrkur aftanlærisvöðva, eftir sinatöku fyrir endurgerð á fremra krossbandi, hefur verið töluvert rannsakaður, en sértæk virkni vöðvanna mun minna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna vöðvavirkni aftanlærisvöðva við framkvæmd stökkprófs á öðrum fæti hjá íþróttakonum sem hlutu aftanlærisígræðslu (HG) eftir fremra kross- bandsslit. Efniviður og aðferðir: Átján íþróttakonur með HG ígræðslu (rann- sóknarhópur (RH)) og 18 aðrar, sem höfðu ekki slitið fremra krossband (samanburðarhópur (SH)) tóku þátt í rannsókninni. Allar léku í efstu deildum sinnar íþróttar. Yfirborðselektróður voru notaðar til að mæla vöðvavirkni miðlæga og hliðlæga hluta aftanlærisvöðva við fram- kvæmd stökkprófsins. Merkið var síað og kvarðað og fjölþátta dreifni- greining notuð til að reikna tölfræðilegan mun á breytum (skorinn/ óskorinn fótleggur, vöðvar, stökkþættir 1 og 2 og hópar). Þátttakendur svöruðu KOOS spurningalistanum, auk þess sem mælingar á líkams- byggingu voru bornar saman. Niðurstöður: Helstu niðurstöður sýndu marktækan mun á einum undirþætti KOOS er sneri að einkennum í hné. Heilt yfir var munur á meðaltalsvöðvavirkni aftanlærivöðva í stökkþáttum 1 og 2, og marktæk víxlhrif fundust á vöðvavirkni í miðlæga samanborið við hliðlæga aftan- lærisvöðva milli stökkþátta 1 og 2 (p<0,05). Marktæk víxlhrif fyrir vöðva og fótlegg, milli hópa (p<0,05) fundust einnig. Ályktanir: Hlutfallsleg virkni miðlæga og hliðlæga aftanlærisvöðva í stökki á öðrum fæti stýrist sumpart af stefnubreytingunni sem á sér stað. Niðurstöðurnar sýndu að þátttakendur í RH virkjuðu miðlæga og hlið- læga aftanlærisvöðva almennt ólíkt milli fótleggja, á meðan vöðvavirkni fótleggja hjá þátttakendum í SH var áþekk. Frekari rannsókna er þörf til að greina hvort slíkt gæti tengst ójafnvægi í styrk vöðvahópanna, og sé þá hugsanlega áhættuþáttur fyrir endurteknum meiðslum. V 65 Áhrif ónæmisglæðis LT-K63 á frumur sem stuðla að lifun mótefnaseytandi frumna í beinmerg nýburamúsa Auður Anna Aradóttir Pind1,2, Stefanía P. Bjarnarson1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3Novartis Vaccines, 4Íslenskri erfðagreiningu audurap@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað, mótefnasvör hæg og skammlíf. Virkjun kímmiðja er takmörkuð sem veldur myndun fárra mótefnaseytandi frumna (AbSCs, plasmafrumna) og þær sem fara í beinmerg fá ekki nægjanleg lifunarboð til að verða langlífar AbSCs. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða frumur og þættir eru mikil- vægir fyrir lifun AbSCs í beinmerg nýburamúsa eftir bólusetningu með próteintengdu pneumókokka bóluefni (Pnc1-TT) og áhrif ónæmis- glæðisins LT-K63. Efniviður og aðferðir: Tíðni frumna var metin í milta og beinmerg á degi 4, 8, 14, 21 og 56 eftir bólusetningu með Pnc1-TT með eða án LT- K63, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: eósínófílar (Gr-1, F4/80, Cd11b, Siglec-F+, SSChigh), neutrofílar (Gr-1+, F4/80-), mónócýtar (Gr-1, F4/80, CD11bhigh, Siglec-F-, SSClow), macrophag- ar (Gr-1, F4/80, CD11bint, SSCint), megakaryocýtar (CD41+). Tíðni AbSCs var metin með ELISPOT og sértæk mótefni í sermi mæld með ELISA. Niðurstöður: Fyrstu niðurstöður sýndu marktækt aukna tíðni eósínófíla og megakaryocýta í beinmerg 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 miðað við bólusetningu án LT-K63. Á degi 8 sást einnig aukin tíðni macrophaga þegar bólusett er með Pnc1-TT+LT-K63. Aftur á móti voru neutrofílar í beinmerg og milta marktækt færri 4 og 8 dögum eftir bólusetningu með Pnc1-TT+LT-K63 en þegar bólusett var með Pnc1-TT eingöngu. Fyrri niðurstöður sýna að tíðni AbSC í beinmerg til langs tíma er marktækt hærri þegar bólusett er með Pnc1- TT+LT-K63 miðað við Pnc1-TT eingöngu. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að ónæmisglæðirinn LT-K63 auki tíðni eósínófíla, megakaryocýta og macrophaga í beinmerg nýburamúsa, en sýnt hefur verið að þessar frumur veita AbSCs í bein- merg mikilvæg lifunarboð.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.