Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 84

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 84
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 84 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 BRAF does not affect MITF phosphorylation, suggesting that other pathways are involved. Interestingly, phosphorylation of Ser73 depends upon phosphorylation of Ser409, suggesting inter- or intramolecular interactions. This project aims to characterize the signaling pathways involved in mediating signals to MITF and how Ser73 phosphorylation depends on Ser409. Methods and data: In order to determine the nature of interactions between Ser73 and Ser409, we have generated GFP- and FLAG- tagged constructs of the N-termini and C-termini of MITF, with or without Ser73 and Ser409 mutated to alanine. These constructs were then transfected into 501mel human melanoma cells and the interaction between these two domains characterized using immuno-precipitation and Duolink assays. We are furthermore using phosphospecific MITF antibodies to determine the effects of BRAF on MITF phosphorylation status in 501mel cells treated with BRAF inhibitors. Results: We show that the N- and C-termini of MITF interact. Ser73 and Ser409 are not required for this interaction as Ser73Ala and Ser409Ala are also able to interact. We are in the process of characterizing which kinases mediate signals to MITF using inhibitors and siRNA studies. Conclusions: Although the N- and C-termini of MITF interact, the inter- action does not depend on Ser73 or Ser409. Next steps are to elucidate if there are other proteins involved in this interaction and what signaling pathways are actively phosphorylating these residues. V 86 Fæðingarsamtal: Forprófun fræðsluíhlutunar í meðgönguvernd Jónína Sigríður Birgisdóttir1, Helga Gottfreðsdóttir2,3 1Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2ljósmóðurfræði, hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3kvenna- og barnasviði Landspítala jonina@hss.is Inngangur: Tíðni inngripa í fæðingarferlið hefur aukist og hefur það m.a. leitt af sér umræðu um hvernig fræðsla á meðgöngu geti aukið tíðni eðlilegra fæðinga. Að þróa og forprófa fæðingarsamtal sem ljósmóður í meðgönguvernd veitir verðandi foreldrum. Markmið fæðingarsam- talsins er að undirbúa foreldra með því að auka öryggi þeirra og styrkja konuna þannig að hún hafi meiri trú á eigin getu til þess að fæða án inngripa. Fyrirmyndin að fæðingarsamtalinu kemur frá Bretlandi en jafnframt var sótt í hugmyndafræði Carl Rogers um persónumiðaða nálgun og kenningu Aron Antonovsky um salutogenesis til að þróa fæðingarsamtalið enn frekar. Efniviður og aðferðir: Valin var eigindleg rannsóknaraðferð til skoða hvernig foreldrar skynja væntanlega fæðingu og hvaða áhrif fæð- ingarsamtalið hefur á þessa skynjun og reynslu þeirra af fæðingunni. Þátttakendur í rannsókninni fengu fæðingarsamtal á meðgöngu en áhrifin af íhlutuninni voru skoðuð með því að taka viðtöl við þátt- takendur fyrir íhlutunina, viku eftir íhlutunina og síðan fjórum vikum eftir fæðingu. Niðurstöður: Eitt meginþema kom í ljós sem var dró úr kvíða og jók sjálfsöryggi, síðan voru greind 9 undirþemu sem studdu meginþemað. Meginniðurstöður sýna að fæðingarsamtalið hafði áhrif á sjálfsöryggi kvenna til að fæða án inngripa. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til að fræðsla ein og sér geti ekki haft áhrif á útkomu fæðingar. Aðrir þættir hafa einnig áhrif, s.s. umönn- unin í fæðingu og tækifæri sem konan fær í fæðingunni til að nýta sér fræðsluna sem henni var veitt á meðgöngu. V 87 Áhrif sparnaðar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýkinga á Barnaspítala Hringsins Jón Magnús Jóhannesson1,2, Ásgeir Haraldsson1,3, Helga H. Bjarnadóttir4, María Heimisdóttir4, Magnús Gottfreðsson1,5, Karl G. Kristinsson1,2 Læknadeild Háskóla Íslands1, sýklafræðideild Landspítala2, Barnaspítala Hringsins3, hagdeild4, vísindadeild Landspítala5 karl@landspitali.is Inngangur: Bakteríusýkingar í blóði geta verið lífshættulegar og skiptir mestu máli að hefja rétta sýklalyfjameðferð sem fyrst. Blóðræktanir eru teknar til að greina blóðsýkingar, orsakir þeirra og sýklalyfjanæmi. Í kjölfar efnahagskreppunnar sem hófst á Íslandi árið 2008 fækkaði blóð- ræktunum á Landspítala um u.þ.b. fjórðung. Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif fækkunar á greiningu, meðferð og horfur blóðsýk- inga á Barnaspítala Hringsins. Efniviður og aðferðir: Rannsakaðar voru blóðræktanir, legur, andlát og ICD-greiningar á Barnaspítalanum 1.1.2007 - 31.12.2012. Rannsóknin var afturskyggn og fengust gögn úr gagnagrunni sýklafræðideildar Landspítala, klínísku vöruhúsi gagna á Landspítala og Þjóðskrá. Niðurstöður: Teknar voru 5786 blóðræktanir úr 3948 sjúklingum á tímabilinu, flestar frá bráðamóttöku barna og vökudeild. Fækkun bæði jákvæðra og neikvæðra blóðræktana milli ára var marktæk frá 2008 (samtals frá 1192 niður í 733), mest innan bráðamóttökunnar. Kóagúlasa-neikvæðir klasakokkar voru algengustu bakteríurnar, en helstu sýkingavaldarnir voru E. coli, S. aureus og S. pneumoniae. S. pneumoniae-ræktunum fækkaði marktækt (7 ræktanir árið 2007, 13 árið 2008, 5 árið 2009, 5 árið 2010, 3 árið 2011 og engar árið 2012). Dánartíðni á Barnaspítalanum breyttist ekki milli ára. Almenn sýklalyfjanotkun jókst, en fjöldi blóðsýkingatengdra ICD-greininga breyttist ekki á tímabilinu. Ályktanir: Samfara fækkun blóðræktana fækkaði greindum sýkingar- völdum hlutfallslega jafn mikið. Marktæk fækkun var á greindum blóð- sýkingum af völdum pneumókokka og fækkunin hófst fyrir tilkomu bólusetninga (þó ekki marktæk fækkun). Mikilvægt er að skoða áhrif fækkunar blóðræktana á öllum deildum Landspítalans. V 88 Örveruþekjumyndun pneumókokka frá endurteknum miðeyrnasýkinum barna Katrín Helga Óskarsdóttir, Martha Á. Hjálmarsdóttir, Gunnsteinn Haraldsson, Karl G. Kristinsson Sýklafræðideild Landspítala og læknadeild Háskóla Íslands kata1151@hotmail.com Inngangur: Pneumókokkar (Streptococcus pneumoniae) eru mikilvæg orsök öndunarfærasýkinga, miðeyrnasýkinga og ífarandi sýkinga. Þekkt er að þeir geti myndað örveruþekjur þar sem bakteríur eru óvirkari og skipta sér hægt. Í þannig ástandi verka sýklalyf verr og í örveruþekju er sýklalyfjaflæði heft. Er þetta hugsanleg ástæða fyrir því að stundum reynist erfitt að lækna miðeyrnasýkingar. Markmið rann- sóknarinnar var að kanna örverumyndun pneumókokka frá endurtekn- um miðeyrnasýkingum samanborið við stofna frá ífarandi sýkingum og nefkoki heilbrigðra 0-6 ára barna (berar). Efniviður og aðferðir: Stofnar af algengustu hjúpgerðum (19F,23F,6A,6B,14) frá endurteknum miðeyrnasýkingum (n=33), ífar- andi sýkingum (n=25) og berum (n=50) voru valdir úr stofnasafni sýklafræðideildar Landspítalans (1998-2012). Sett var upp tilraunalíkan þar sem stofnarnir voru ræktaðir í polystyren-míkrótíter-bökkum í 5 klukkustundir, litaðir með crystal-violet og þykkt örveruþekju metin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.