Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 89

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 89
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 89 heimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili í fjóra daga. Íbúar voru flokkaðir eftir aldri, kyni og hvort að þeir væru með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka til lyfin, undirbúa lyfjagjöfina og gefa íbúum lyfin. Skráð voru niður nöfn lyfjanna, fjöldi og hvort að þau væri brotin í skömmtunarpokanum. Einnig var skráð hvort að lyfin væru mulin eða hylkin opnuð og þá í hvaða íblöndunarfasa þau væru gefin. Niðurstöður: Meirihluti allra lyfja sem gefin voru á rannsóknar- tímabilinu voru mulin (54%). Ef litið er á dreifinguna eftir lyfjaformum er algengast að töflur bæði með og án filmuhúðar séu muldar (61%). Niðurstöður sýna að mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða við það óvirk. Oft vantar heimildir um það hvort að mylja megi töflur eða opna hylki og það getur komið í veg fyrir rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja. Ályktanir: Mulningur lyfja er almennur á hjúkrunarheimilum og getur ógnað lyfjaöryggi. Mörg lyf verða ónýt eða minna virk við mulning. Þörf er á frekari úttektum og endurskoðun verkferla. V 102 Synthesis, characterization and antibacterial properties of guanidyl chitosan derivatives Priyanka Sahariah1, Bjarni Már Óskarsson1, Martha Hjálmarsdóttir2, Már Másson1 1Faculty of Pharmaceutical Sciences, School of Health Sciences, University of Iceland, 2Department of Biomedical Science, Faculty of Medicine, University of Iceland prs1@hi.is Introduction: Chitosan a biopolymer, has been of considerable interest as an antibacterial agent. Guanidine group has been introduced into the polymer to further improve its antibacterial property. Methods and data: Detailed characterization of the chitosan derivatives were done using 1H and COSY NMR and IR spectroscopy. Minimum Inhibitory Concentration (MIC) and Minimum Lethal Concentration (MLC) values were measured against Staphylococcus aureus (S.aureus, ATCC 29213) and Escherichia coli (E.coli, ATCC 25922) obtained from the American Type Culture Collection. Results: A new synthetic approach was developed to obtain a series of guanidylated chitosan derivatives with the aid of two protecting gro- ups-TBDMS and Boc. This allowed a good control on the synthetic pro- cedure resulting in derivatives having different degrees of substitution and spacer length. Futhermore, a 100 % substitution of the amino groups was also possible using simple reaction conditions. Similar derivatives carrying the trimethylammonium group were also synthesized. All the derivatives were characterized with the help of 1H and COSY NMR and IR spectroscopy. The panel of derivatives were then assayed for antibacterial efficacy against clinically relevant strains of S.aureus and E.coli. The antibacterial effect was found to increase with increase in the degree of substitution and decrease in spacer length of the derivatives in both the series. The trimethyl amine derivatives showed slightly higher activity than the corresponding guanidine derivatives Conclusions: The improvement in the synthetic method and obtaining well identified products has helped us in gaining better knowledge about the structure-activity relationship of these antimicrobial chitosan derivatives. V 103 Könnun á öryggi og gæðum blaðgrænmetis Sesselja María Sveinsdóttir1, Franklín Georgsson1,2, Guðjón Þorkelsson1,2 1Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands, 2Matís ohf sms37@hi.is Inngangur: Matarsýkingar og matareitranir sem tengjast neyslu blað- grænmetis hafa aukist. Hægt er að koma í veg fyrir slíka þróun með virku eftirliti með gæðum og öryggi vörunnar. Tilgangur verkefnisins var að kanna bæði öryggi blaðgrænmetis á markaði á Íslandi með tilliti til örvera og hvar í dreifikeðjunni mest hætta er á að varan verði fyrir gæðarýrnun. Efniviður og aðferðir: Sýni af íslensku og innfluttu blaðgrænmeti voru tekin í allri dreifikeðjunni. Einnig var fylgst með hitastigi. Geymsluþol var mælt við kjörskilyrði blaðgrænmetis 2-3°C, við algeng dreifingar- og geymsluskilyrði 6°C með hitasveiflum og við 10°C. Mælingar voru gerð- ar á algengustu tegundum matareitrunar og matarsýkingar baktería í grænmeti. Geymsluþol var metið með mælingum á líftölu og skynmati. Niðurstöður: Engar bakteríur sem valda matarsýkingum eða matareitr- unum greindust fyrir utan eitt sýni sem var undir viðmiðunarmörkum. Grænmeti við uppskeru kom mjög vel út, en grænmeti sem tekið var í verslunum rétt fyrir eða á best fyrir degi kom oft illa út. Íslenskt græn- meti kom oftar betur út en innflutt grænmeti. Of miklar hitasveiflur eru í dreifikeðjunni og hitastig stundum of hátt. Ályktanir: Allt grænmetið var öruggt með tilliti til örvera. Uppskera hjá bændum var fersk og góð sem ætti að gefa innlendri framleiðslu forskot á innflutt grænmeti. Úrbóta er þörf í dreifikeðjunni. Minni hitasveiflur lengja geymsluþol. Einnig má stytta tímann frá uppskeru í verslanir. V 104 Áhrif lídókaíns á blóðrás og bólguþætti í brunasköðuðum rottum Sif Ólafsdóttir, Jean Cassuto, Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Jón Ólafur Skarphéðinsson Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands sio12@hi.is Inngangur: Tilfelli hafa sýnt að lídókaín í bláæð getur haft kröftug sársaukadeyfandi áhrif í sjúklingum með alvarlegan annars stigs bruna og minnkað þörf á morfíni. Þekkt er að lídókaín hefur víðtæk bólgu- eyðandi áhrif með því að draga úr myndun og áhrifum bólgumiðlara. Mikil losun verður á cytókínum í brunaskaða og þessi mikilvægu stýripeptíð ónæmissvarsins geta haft bein og óbein áhrif á sársaukaskyn. Því er áhugavert að skoða áhrif lídókaíns á upphafs cytókín í annarstigs brunaskaða. Efniviður og aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr svæfðum brunasköðuðum rottum sem fengu lídókaín- eða saltmeðferð. Brunaskaði var framkall- aður með því að dýfa aftari limum í 80°C heitt vatn í 10 sek. Styrkur bólguþátta (IL-1β, IL-6, TNF-α, IL-8, IL-2, IL-5, IFN-γ, IL-4, IL-10, IL-13 og rCRAMP) var mældur í plasma fyrir og eftir 60 min lyfjagjöf. Einnig var fylgst með á hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingi. Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukningu í upphafs bólguþáttum (TNF- α, IL-1β og IL-6 ) við brunaskaðann (P= 0,007; P= 0,007; P= 0,000). Ekki fengust marktæk áhrif af lídokaíni í þeim styrk sem prófaður var. Ályktanir: Aukning í bólguþáttum gefur til kynna að brunamód- elið henti til að skoða áhrif lídókaíns í æð í annarstigs bruna í rottum. Hinsvegar hafði lídókaín 2,0 ml kg-1 bólus og 1 mg kg-1 klst-1 innflæði ekki marktækileg áhrif á þá bólguþætti sem skoðaðir voru. Hugsanlegt er að skammtastærðin hafi verið of lág og frekari rannsóknir þarf til að útiloka þann möguleika.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.