Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 91

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Síða 91
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 91 V 108 Magn D vítamíns og ómega-3 fitusýra í sermi barna tengist fæðuofnæmi Sigurveig Þ. Sigurðardóttir1,2, Kristján Jónasson3, Guðrún V. Skúladóttir2,4, Thomas Keil5, Kirsten Beyer5, Michael V. Clausen6 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands, 4Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands, 5Charité University Medical Center, Berlín, 6Barnaspítala Hringsins veiga@lsh.is Inngangur: Tilgáta er um að snemma á æviskeiði einstaklings sé hægt að hafa áhrif á ónæmisþroska hans í þá átt að koma í veg fyrir ofnæmissjúkdóma. Styrkur heildar-D-vítamíns og ómega-3 fitusýranna (ómega-3-FS) eikósapentaensýru (EPA) og dókósahexaensýru (DHA) í bóðfitu endurspeglar neyslu á feitum fiski og lýsi en lág gildi af bæði ómega-3-FS og heildar-D-vítamíni hafa verið tengd aukinni ofnæmis- tilhneigingu. Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tengsl heildar-D- vítamíns og ómega-3 fitusýranna EPA og DHA í sermi íslenskra ung- barna við fæðuofnæmi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin tekur til 1307 barna sem fylgt var eftir frá fæðingu til 2,5 árs aldurs og tóku þátt í EuroPrevall, alþjóð- legri framskyggnri hóprannsókn. Fylltir voru út spurningalistar um lýsisneyslu barns við 12 og 24 mánaða aldur. Heildar-D-vítamín í sermi (25(OH)D2+25(OH)D3) var mælt með rafljómunarónæmismælingu (electrochemiluminescence immunoassay), og ómega-3 fitusýrur í fosól- ípíðum aðgreindar í gasgreini hjá 39 börnum með sannað fæðuofnæmi og 64 heilbrigðum börnum til samanburðar. Niðurstöður: Börn sem voru með fæðuofnæmi höfðu lægra heildar–D- vítamín (63,8 nmol/L á móti 82 nmol/L, p=0,015) og EPA (0,80% á móti 1,17%, p=0,001), en börn án fæðuofnæmis. Enginn munur var á gildum DHA í sermi barna með og án fæðuofnæmis (5,08% á móti 5,38%, p=0,438). Börn sem byrjuðu að taka lýsi 6 mánaða eða yngri voru minna næm gegn fæðu (p=0,0004) og síður með fæðuofnæmi (p=0,001) en þau sem tóku lítið eða ekkert lýsi fyrir 15 mánaða aldur. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að neysla ungra barna á lýsi tengist minni líkum á að börn fái fæðuofnæmi. V 109 A Novel Systems Biology Approach for the Functional Characterization of Metabolic Unknown Proteins Sreekala Syamala Kumary1,Óttar Rolfsson2 1Center for Systems Biology and Faculty of Biochemistry and Molecular Biology, 2Faculty of Medicine, University of Iceland sreekala@hi.is Introduction: Methods for functional characterization of missing biological components in prokaryotes is well established but their app- lication in eukaryotes has been more limited. In this context, we are exp- loring a novel systems biology approach for the functional characteriza- tion of human genes and their protein products through computational metabolic gap filling analysis followed by their experimental validation. Methods and data: BLAST analysis was done to inferr the functions of uncharacterized proteins and the predicted functions were added to human metabolic reconstruction network Recon 2. Metabolic network gap analysis and COBRA were done to computationally evaluate the ability of these genes to fill gaps in RECON 2. Results: We have identified 425 uncharacterized human proteins with catalytic activity from UniProt database based on their gene ontology profiles and proposed their metabolic roles using sequence homology methods. After adding them to Recon 2, 13 gene targets were selected using COBRA. Their experimental validation is currently planned through CRISPR knock out and mass spectrometric analysis. Conclusions: We have been successfull in prediciting and validating the functions of uncharacterized proteins by connecting them to Recon 2. The method represents a novel appraoach to propose metabolic functions encoded for in the human genome. V 110 VISA-A-IS spurningalistinn: Réttmætis og áreiðanleikaprófun Stefán H. Stefánsson1,2, Árni Árnason2,3 1Rannsóknastofa í hreyfivísindum, Námsbraut í sjúkraþjálfun, Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkraþjálfun Íslands-Orku húsið, 3Gáska sjúkraþjálfun stefan@sjukratjalfun.is Inngangur: Álagsverkir frá hásinum (Achilles tendinopathy (AT)) er algengt vandamál hjá íþróttafólki en einnig almenningi. Mælitæki fyrir þessi einkenni hafa verið margvísleg og samanburður milli rannsókna því erfiður. VISA-A spurningarlistinn er mest notaða staðlaða mæli- tækið í dag og því var tilgangur þessarar rannsóknar að þýða, ásamt því að réttmætis- og áreiðanleikaprófa spurningalistann fyrir íslensku. Efniviður og aðferðir: Spurningalistinn var þýddur og próf- aður á 15 einkennalausum og 60 einstaklingum með hásinavandamál. Áreiðanleikinn var metinn með því að svara spurningalistanum þrisvar og fylgni reiknuð. Innri áreiðanleiki var metinn með Cronbachs alpha. Hóparnir voru bornir saman með tilliti til grunngilda. Fylgni var reikn- uð milli þessara þriggja mælinga hjá báðum hópunum. Réttmætið var metið með því að bera þessar mælingar saman við mælingar úr öðrum sambærilegum rannsóknum. Niðurstöður: Íslenska útgáfan af VISA-A spurningalistanum (VISA- A-IS) reyndist áreiðanleg fyrir báða hópana (0,85-0,96 sperman´s rho) og innri áreiðanleiki mældist (0,81 Cronbach´s alpha). Einkennalausir voru með marktækt hærra VISA-A-IS-gildi en AT-hópurinn (97 á móti 55, p<0,001). Þegar þessar niðurstöður voru bornar saman við erlendar rannsóknir voru niðurstöðurnar sambærilegar bæði hjá einkennalaus- um og einstaklingum með AT. Ályktanir: VISA-A-IS-útgáfan reyndist bæði réttmæt og áreiðanleg og er sambærilegt mælitæki við aðrar útgáfur af VISA-A-spurningalistanum. Hér er því komið staðlað mælitæki til að nota í rannsóknum. Einnig er hægt að nota það við greiningu og til að meta framþróun í meðferð hjá einstaklingum með AT. V 111 Hánæmt troponin T: Notagildi og mismunagreiningar Stefán Þórsson1,2, Davíð O. Arnar2, Karl Andersen1,2 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2hjartadeild Landspítala stefant@hi.is Inngangur: Mæling troponin T er grundvöllur greiningar hjartadreps hjá sjúklingum með brjóstverki. Almennt viðmið er að troponin hækkun yfir 99. percentile normaldreifingar (>14 microg/L) gefi til kynna hjarta- vöðvaskemmd. Árið 2012 var tekin upp mæling á hánæmu troponin T (hs-TnT) á Landspítala (LSH) sem eykur næmi mælingarinnar en kemur niður á sértæki. Markmið með þessari rannsókn var að kanna dreifingu hs-TnT mælinga á LSH og meta greiningarhæfni prófsins. Efniviður og aðferðir: Fundnar voru allar mælingar TnT á LSH 2012. Hæsta gildi mælingar var fundið hjá þeim sem áttu margar mæl- ingar í sömu legu. Útskriftargreiningar þessara sjúklinga voru fundnar. Reiknað var gagnlíkindahlutfall (OR) fyrir algengustu sjúkdómsgrein- ingum eftir því hvort TnT var >14 microg/l eða lægra. Niðurstöður: Hs-TnT var mælt hjá 7259 einstaklingum á LSH 2012. Þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.