Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 92

Læknablaðið : fylgirit - 05.01.2015, Side 92
X V I I V Í S I N D A R Á Ð S T E F N A H Í F Y L G I R I T 8 2 92 LÆKNAblaðið/Fylgirit 82 2015/101 af reyndust 3164 (43,6%) yfir 14 microg/l í hæsta gildi. Næmi TnT >14 microg/l til greiningar á hjartavöðvadrepi var 98,5%, sértæki 60,3%, jákvætt forspárgildi 15,0% og neikvætt forspárgildi 99,8%. Algengustu mismunagreiningar sjúklinga með hækkað TnT voru ósértækar greiningar (14,6%); annað og óskilgreint (9,5%); hjartsláttartruflanir (7,1%); áverkar (4,1%); brátt hjartadrep (3,2%); hjartabilun (2,6%); lang- vinnir blóðþurrðarsjúkdómar í hjarta (2,5%) og lungnabólga (2,2%). Hjá sjúklingum með hækkað TnT var OR (95% CI) fyrir greiningunni hjartavöðvadrep 133 (18,6-959) p<0,01. Ályktanir: Margar mismunagreiningar koma til álita þegar hs-TnT mælist hækkað. Því er mikilvægt að setja niðurstöður prófsins í sam- hengi við klínísk einkenni. Hs-TnT >14 microg/l hefur gott næmi og neikvætt forspárgildi fyrir greiningu á hjartavöðvadrepi en sértæki er frekar lágt og jákvætt forspárgildi er takmarkað. V 112 Hlutverk klór jónagangna í jónaflutningi yfir holhlið og blóðhlið litþekju augans í músum Sunna Björg Skarphéðinsdóttir1, Þór Eysteinsson2, Sighvatur Sævar Árnason3 1Lífeðlisfræðistofnun, læknadeild Háskóla Íslands sbs24@hi.is Inngangur: Litþekja (RPE) augans sér um flutning á vatni og jónum frá ljósnemaviðtökum yfir í æðulag augans. Vatnsflutningurinn yfir útþekjur er almennt talinn vera drifinn áfram af NaK2Cl-samferju á holhlið og Cl- göngum á blóðhlið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna betur hlutverk Cl- ganga á holhlið og blóðhlið litþekjunnar í augum músa. Efniviður og aðferðir: Litþekja úr heilbrigðum músum (C57BL6/J) var komið fyrir í þekjulíffæraböðum (Ussing-hólfum). Spennuþvingunartæki var notað til mælinga á nettó-jónastraumi, ISC (µAmp/cm2). Ósértækur Cl- ganga hindri NPPB og tveir sértækir hindrar, CFTRinh172, sem hindrar CFTR, og CaCCinh-A01, sem hindrar Ca++-stýrð Cl- göng, voru settir holmegin. Niðurstöður eru gefnar sem meðaltal ± SEM, n=6. Mat á áhrifum inngripa var gert með pöruðu t-prófi. Niðurstöður: NPPB (4mM) á blóðhlið sýndi ekki tölfræðilega mark- tækar breytingar (p = 0.36; 30 min) en á holhlið fór ISC úr -4,8 ± 6,5 í +19,9 ± 4,1 µAmp/cm2 (p = 0.004). CFTRinh172 (0.8 mM) holmegin jók ISC einungis tímabundið frá -13 ± 3,5 í -15,1 ± 3,3 µAmp/cm2 (p=0,02). CaCCinh-A01 (1.2 mM) breytti ISC viðvarandi frá -3 ± 3,4 yfir í +5,5 ± 3,9 µAmp/cm2 (p = 0.02). Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að það séu aðallega Ca++-stýrð Cl- göng sem flytja Cl- yfir holhlið litþekju í augum músa, CFTR Cl- göng virðast ekki hafa mikil áhrif á sömu hlið. Hvaða flutningsprótein flytja Cl- yfir holhliðina er óljóst en frekari rannsókna er þörf á því atriði. V 113 Bólgumiðlandi boðefni hafa áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ T-stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Snæfríður Halldórsdóttir1,2, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands unab@lsh.is Inngangur: T-stýrifrumur (Tst) stjórna hárfínu jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari í líkamanum. Ef þetta jafnvægi raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmisjúkdómum. Þar af leiðir hafa Tst mikla með- ferðarmöguleika en frekari rannsóknir á hegðun þeirra eru nauðsynleg- ar til að auka skilning okkar á virkni þeirra. Markmið rannsóknarinnar er að meta hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD8+ afleiddra Tst (CD8+ aTst) in vitro og skoða boðefnaseytun þeirra. Efniviður og aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1β og TNFα. Boðefnaseytun var skoðuð með ELISA og luminex. Niðurstöður: TGF-β1 og IL-2 höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu CD8+ aTst (CD8+CD127-CD25hiFoxP3hi, P<0.0001). IL-1β og TNFα var sett í ræktirnar í mismunandi styrk og hafði IL-1β í háum styrk marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu CD8+ Tst (P<0,01). Í viðurvist TNFα minnk- aði seytun á IL-10 og TGF-β1 (P<0,01/0,05) CD8+ aTst á meðan IL-1β hafði minnkandi áhrif á IL-10 seytun (P<0,05). Bælivirkni CD8+ Tst, á CD4+ og CD8+ T-verkfrumur (P<0,01), var marktækt hindruð þegar bólgumiðlandi boðefnin, IL-1β and TNFα, voru í ræktinni. Minnkuð bælivirkni vegna IL-1β er hugsanlega tengt minnkaðri seytun á IL-10 og IFNg (P<0,01/0,001) á meðan TNFα hafði engin áhrif á seytun þeirra. Ályktanir: CD8+ aTst, virkjaðar í gegnum CD3/CD28 viðtakana eru háðar IL-2 og TGF-β1. Einnig hindra IL-1β og TNFα bælivirkni CD8+ aTst sem hugsanlega er IL-10 og IFNg háð. Rannsóknin sýnir því fram á að margir þættir innan ósérhæfða ónæmiskerfisins hafa mikil áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ aTst. V 114 Tímalengd snertingar við kraftplötu og vöðvavirkni í miðþjóvöðva hjá börnum fyrir kynþroska við fallhopp og gabbhreyfingar í hvíld og eftir áreynslu Unnur Sædís Jónsdóttir1, Kristín Briem1, Þórarinn Sveinsson1, Lynn Snyder- Mackler2 1Rannsóknastofu í hreyfivísindum, námsbraut í sjúkraþjálfun, læknadeild Háskóla Íslands, 2Department of Physical Therapy, University of Delaware unnursaedis@gmail.com Inngangur: Íþróttaiðkun er góð leið til að auka líkamlegt hreysti en meiðsli eru neikvæði þáttur hennar. Tíðni krossbandaslita án snertingar er hærri hjá konum heldur en hjá körlum og er virkjunarmynstur vöðva í neðri útlimum talin einn áhættuþátturinn. Miðþjóvöðvi er einn þeirra vöðva. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort það er kynbund- inn munur á tímalengd lendingar og virkjunarmynstri miðþjóvöðva við fallhoppslendingu og gabbhreyfingu 11-12 ára íþróttafólks og meta áhrif þreytu. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 47 fótbolta- og handboltaleik- menn (drengir=9, stúlkur=36). Yfirborðsrafskaut voru notuð til að safna vöðvarafvirkni í miðþjóvöðva við fallhopp og gabbhreyfingar fyrir og eftir þreytu. Upphafssnerting við kraftplötu var notuð sem viðmiðunar- punktur þegar tímalengd snertingar var mæld. Niðurstöður: Fallhopp: Drengirnir snertu kraftplötuna lengur en stúlk- urnar (p=0,027). Hámarks vöðvavirkni var nær upphafssnertingu hjá stúlkunum heldur en hjá drengjum (p<0,001). Gabbhreyfingar: Tímalengd snertingar við þreytu jókst hjá drengjunum (p=0,005) en minnkaði hjá stúlkum (p<0,001). Hámarks vöðvavirkni stúlknanna var nær upphafs- punkti snertingar heldur en hjá drengjum (p<0,001). Breytingin á kvarð- aðri virkni, sem kom fram eftir þreytu, var ólík milli kynja (p<0.001). Við þreytu jókst vöðvavirkni drengjanna (p<0,001) en virkni stúlknanna hélst óbreytt (p=0,053). Ályktanir: Niðurstöður sýna kynbundinn mun á tímalengd snertingar við kraftplötu í fallhoppi og gabbhreyfingum sem og á virkjunarmynstri miðþjóvöðva. Stúlkur höfðu skemri snertingu, virkjuðu miðþjóvöðva fyrr og af meira magni heldur en drengir. Þreyta hefur í sumum til- fellum áhrif. Niðurstöður benda til þess að forvarnarprógrömm kross-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.