Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 6

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 6
Spjall A undanförnum árum liafa öðru- hvoru birst í Lœkiui- nemanum greinar um klíníska skoðun. Greinar þess- ar liaja verið vinsœlar meðal stúdenta og til mikils gagns í hinu klíníska námi. Má í þessu sambandi nefna greinarnar um lungnahlustun (1. tbl. 1979) og hjartahlustun (1.-2. tbl. 1980), sem sérstaklega hef- ur verið vandað til. Undanfarið hefur ritnefndin ujmið að því að afla blaðinu fleiri greina um klín- íska skoðun og tilheyra tvœr fyrstu greinarnar í þessu blaði þessum flokki. 1 næstu blöðum munu m. a. birlast greinar um augnskoðun, HNE-skoðun, taugaskoðun, liðskoðun, gynecologiska skoðun, skoðun nýfæddra barna og ungbarnaeftirlit. A fimmta námsári vinna stúdentar í geðlœknis- frœði og taugalœknisfrœði að gerð ákveðinna verk- efna í livorri grein fyrir sig. Hafa þeir framsögu um viðkomandi efni, sem síðan eru rœdd í svokölluðum umrœðuhópum. Sú hefð liefur komist á að fjölrita viðkomandi verkefni, sem síðan er dreift nieðal stúd- enta og hafa þau nýst vel sem lestrarefni í viðkom- andi grein. Leggja stúdentar í þau mikla vinnu, enda er útkoman yfirleitt JJijög góð. Verkefnin eru ujidaJi- tekjiijigarlítið það vel úr garði gerð, að þau þurja lítillar lagfœringar við til að vera birtingarhœf í tímariti seni Lœkjianejjianum. Tvœr greúiar í þessu blaði — Anorexia nervosa og Fátt eitt um skemmdir í taugarótujJi — eru unnar upp úr þessháttar verkefn- um og vonandi nýtist þessi vinna stúdenta blaðinu í vaxandi jjiœli í framtíðinni. Þetta er fjórða og jafnfranit síðasta tölublað nú- verandi rilstjórnar. Frá og jjieð nœsta tölublaði verður veruleg úllilsbreyling á Lœknanemanum. Þaðan í frá verður blaðið offsetprentað. Býður sú tœkni upp á mun meiri möguleika í útlilsgerð og uppsetningu blaðsins, en blýaðferðin sejji notuð hef- ur verið hingað til. Einnig vonumst við til að vinjisla blaðsins verði auðveldari og að misræmi það, sem verið hefur jjiilli áœtlaðs og raunverulegs útgáfu- tíjjia, fari að lieyra sögunni til. Viljunj við að lokiun þakka öUujji þeini seni lagt liafa til efni í blaðið og á annan hátt stuðlað að út- gáfu þess. 4 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.