Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 7

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 7
Kviðarholsskoðun Ólafur Gunnlaugsson læknir Við líkamsskoðun er mikilvægt að temja sér rétt vinnubrögð, sem síðan eru framkvæmd á venjubund- inn hátt. Þetta á ekki síst við um skoðun á kviðar- holi. Sjúklingurinn liggur á bakinu, er beinn og með hendur sér við hlið, en sumum reynist auðveldara að fá slökun á kviðvegg, með því að hafa hné beygð. Athugun á kviðarholi má gjarnan greina í fjóra þætti: Skoðun (inspectio), þreifingu, bank og hlust- un. Verður hér getið helstu atriða, sem hafa ber í huga. Skoffun Það, sem fyrst vekur athygli, er almennt útlit kvið- arins, þ. e. hvort hann er þaninn, framsettur eða flatur. Sé kviðveggurinn slappur og húðin í felling- um, er það til marks um megrun. Eðlileg staðsetning nafians er mitt á milli symphysis pubis og processus xiphoideus. Ef kviður er þaninn vegna ascites, breyt- ist afstaða naflans á þann veg, að hann færist nær symphysis pubis. Sé kviður þaninn vegna offitu, lofts eða stíflu í görn, breytist afstaða naflans ekki. Bláæðar eru stundum mjög áberandi, og getur þetta verið meðfætt en er annars einkenni um rennsl- ishindrun í vena cava inferior eða vena portae. Eðli- legt rennsli í bláæðum í neðri hluta kviðveggjar er niður á við. Sé rennslið upp á við, er það til marks um rennslishindrun í vena cava inferior. Þandar blá- æðar kringum nafla, eða caput medusae, er óvenju- legt einkenni um lifrarcirrhosis. Rennsli í þessum æðum er í átt frá naflanum. Venjulega er það til marks um garnastíflu, ef garnahreyfingar eru sjáan- legar í gegnum kviðvegginn. Þær má þó greina hjá grönnu fólki með þunnan kviðvegg, þótt ekki sé sjúk- dómur til staðar. Púlserandi fyrirferðaraukning í epigastrium gæti bent til aneurysma í aorta en gæti einnig komið til vegna æxlis eða eitlaberðis yfir aorta. Einnig hér getur rýr kviðveggur hjá grönnu fólki villt um fyrir okkur. Þá getur sjúklingurinn tekið á sig þannig stöðu, að kviðurinn verði mjög framsettur, án þess að hann sé raunverulega útþan- inn. Þetta gerir sjúklingurinn með því að auka hryggfettu (lordosis) og þrýsta niður þindinni. Þeg- ar þessar breytingar eru á háu stigi, er talað um pseudocyesis eða pseudopregnancy. Sé grunur um herniu í kviðvegg, má fá hana fram með því að láta sjúklinginn lyfta höfði. Gæta þarf að hreyfingum kviðveggjarins. Hjá körlum með kviðöndun eru þær meira áberandi en hjá konum. Má búast við að þessar hreyfingar séu minni þar í kviðnum sem bólga er staðestt. Við líf- himnubólgu getur kviðveggurinn verið nánast hreyf- ingarlaus. Þreifing Mikilvægasti og kannski vandasamasti hluti skoð- unar á kviðarholi er þreifing. Sé farið óvarlega að sjúklingnum og strax byrjað að þreifa djúpt eftir einhverju ákveðnu meini, sem kvartanir hans hafa bent til, er hætt við, að hann spenni kviðvöðva og skoðunin verði þannig ófullnægjandi. Fyrst her að þreifa kviðinn létt með hlýrri hendi og þá gjarnan hvern fjórðung hans í senn. Flatur lófi er lagður á kviðvegginn og þrýst á með fingrunum. Kemur þá fljótlega í Ijós, hvort til staðar eru aum svæði eða stækkuð líffæri. Hafi sjúklingurinn engin óþægindi við þetta byrjunarstig þreifingar, má vænta þess að fá betri afslöppun á kviðvegg, þegar þreifa þarf dýpra. Slundum getur leikið vafi á, hvort eymsl eru bund- in við kviðvegginn sjálfan eða líffæri þar fyrir inn- an. Til aðgreiningar getur þá hjálpað að láta sjúkl- inginn spenna kviðvöðvana, með því að lyfta höfði frá skoðunarbekknum, en um leið er viðhaldið stöð- ugum þrýstingi á kviðinn. Séu eymslin samt til stað- LÆKNANEMINN 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.