Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 15
Hiti af óþekktum uppruna Kristinn Sigvaldason læknanemi Inngangur i þessari grein er ætlunin að stikla á stóru varðandi fyrirbærið „hiti af óþekktum ujrpruna" (skst. HOUj sem á ensku kallast „fever of unknown origin“ (FUO) eða „pyxexia of unknown origin“. A latínu kaliast þetta „febrilia causa incerta“. Mikið hefur verið skrifað um þetta efni sem bend- ir til þess að þetta sé oft verulegt vandamál í sjúk- dómsgreiningu. Sótlhiti þykir traust vísbending um að sjúkdómur sé til staðar og gefur oft tilefni til víð- tækra og erfiðra rannsókna sé hann langvarandi og án finnanlegra orsaka. Fjöldi sjúkdóma hefur verið tengdur þessu fyrirbæri. Yfirleitt eru þetta algengir sjúkdómar sem gefa sig til kynna á óvenjulegan hátt þar sem eitt einkenni, hiti, yfirgnæfir önnur og geta menn misst af greiningunni af þeim sökum. Hmennt mn líhmnshita Sljórnstöð líkamshitans er í undirstúku (hypot- halamus). Hún stjórnar nákvæmlega samspili hita- myndunar og hitataps og viðheldur mjög nákvæmu jafnvægi á líkamshitanum þrátt fyrir miklar sveifl- ur í hita umhverfisins. Hiti myndast stöðugt í líkamanum við efnaskipti og vöðvasamdrátt, sem alltaf er fyrir hendi að ein- hverju leyti. Þetta er hinn stöðugi þáttur hitamynd- unar, en aukinni hitaþörf er svarað með aukinni spennu í vöðvum og loks skjálfta. Vöðvasamdráttur myndar því einnig hinn breytilega þátt hitamyndun- ar. Fólk sem kólnar mikið niður hefur alla vöðva spennta og líkist ástandið þá mjög rigor mortis. Hiti tapast frá líkamanum við leiðni, útgeislun og við uppgufun vökva af húð og úr öndunarfærum. Venjulega skiptir útgeislun mestu máli við hitatap, hún er tempruð með breytingu á blóðflæði um húð en er einnig háð hila umhverfisins. Sé umhverfishiti mikill getur jafnvel verið um inngeislun í líkamann að ræða og skiptir hitatajx við ujxjxgufun þá mestu máli en sá þáttur er xxukinn með svitamyndun. Við venjulegar aðstæður viðheldur maðurinn hita- stigi sínu stöðugu með 1-1,5° C sveiflu yfir sólar- hiinginn (diurnal variation). Lægstur er hitinn, um 36° C, síðla nætur en nær hámarki í ca. 37,2° C að kvöldi. Þetta breytist ekki í fólki sem snýr sólar- hringnum við og virðist því ekki tengt sveiflum í virkni einstaklingsins. Samt sem áður getur virkni haft áhrif á hitann, hann getur t. d. farið í 41° — við mikla líkamlega áreynslu. Hitastig mælt í munni er um 0,4° C lægra en hita- stig blóðs í aorta. Endaþarmshiti er um 0,5° C hærri en blóðhiti vegna hitamyndunar við efnaskijxta bakt- ería í ristli. Endaþarmshiti er minna næmur fyrir snöggum hitasveiflum í líkamanum en munnhiti. Raunverulegan líkamshita er best að mæla í vélinda. Mikil hitalækkun er 'hættuleg en tekist hefur að kæla tilraunadýr í allt að 21° C án varanlegra skemmda. Við 28° C bilar hitahækkunarkerfið, en það lagast aftur við hitun. Við 27° C eru menn oiðn- ir meðvitundarlausir og mikil hætta er á alvarlegri hjartsláttaróreglu sem leitt getur til dauða. Sótthiti Talað er um sótthita þegar líkamshitinn fer yfir 37,3° C í hvíld (mælt í munni). Hitastig yfir 41,1° C sést mjög sjaldan en jxá er talað um ofsa sótthita (hyperpyrexia). Þetta er mjög brátt ástand og þarfn- ast strax meðferðar (m. a. kröftug kæling) því svona hár hiti getur leitt til varanlegra heilaskemmda vegna eðlissvijxtingar á jxróteinum í taugakerfi. Hitahækkuninni valda svokallaðar innri hita- kveikjur (endogenous pyrogens). Þetta eru lítil pep- tíð sem losna úr varnarfrumum líkamans, sérstak- lega kleyfkjarna hvítum lxlóðkornum við frumuát ytri hitakveikja (exogenous pyrogen) sem er sam- Læknaneminn 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.