Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 17

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 17
Þessi dreifing er önnur ef hitinn hefur verið til staðar lengur en 6 mánuði án fenginnar greiningar. Því lengur sem HOU stendur því minni líkur eru á sýkingu. Eftir þetta langan tíma eru granulomatus sjúkdömar orðnir algengir ásamt Still’s sjúkdómi. Einnig er hluti sjálfssýkinga orðinn stór. Margir reynast hafa ýktar dagsveiflur (diurnal variation) og því ekki með neinn sjúkdóm. Hluti þeirra sem enga greiningu fá er kominn í allt að 20%. Hclstn orsahir I. SÝKINGAR Berklar Víða um heim, t. d. í Bandaríkjunum, er þetta sú sýking sem hvað oftast veldur HOU. Oftar en ekki er hér um þeldökkt fólk og fólk af lægstu þjóðfélags- stigum að ræða og því ekki alveg samhærilegt við okkar þjóðfélag. Samt sem áður er rétt að hafa þennan sjúkdóm í huga því hann er alltaf að skjóta tijrp kollinum annað slagið og hann getur verið erf- iður í greiningu. En af hverju gengur stundum svona illa að greina berkla? Fyrir því eru ýmsar ástæður: 1. Berklar sjást stundum ekki á lungnamynd; það kemur fyrir bæði við lungnaberkla og dreifða berkla (tbc miliaris), og geta jafnvel liðið nokkrar vikur þar til eitthvað sést á mynd. 2. Berklapróf geta verið neikvæð í sjúklingum með dreifða berkla. Þetta gerir greininguna lang- sótta sjáist heldur ekkert á mynd. 3. Dreifðir berklar geta gefið almenna og mjög óljósa sjúkdómsmynd svo sem slappleika, megr- un eða máttleysi. Blóðmynd getur verið á ýms- an veg, fj öldi hvítra blóðkorna getur verið auk- inn, minnkaður eða eðlilegur en oft er sökk- hækkun og blóðleysi til staðar. Ekkert ákveðið hitamynstur er í berklum. 4. Staðbundnir berklar geta verið erfiðir í grein- ingu, t. d. í heilahimnum, gollurshúsi, þvag og og kynfærum o. fl. Þessi form eru sjaldgæf. Lungnaberklar geta líka verið erfiðir í grein- ingu ef ekkert sést á mynd. Er því mikilvægt að gera berklapróf á sjúklingum með HOU. Við krufningar á berklasjúklíngum finnast hnút- ar í lifur í 80% tilfella og nær alltaf við dreifða berkla. Lifrarprófskurður (biopsia) er því mikilvæg rannsókn. Ef sterkur grunur er um berka má reyna „blinda“ lyfjameðferð (theraputic trial), einkum ef þarf að bíða eftir niðurstöðum rannsókna. Batni ástand sjúklings á meðferðinni hefur greiningin liklega ver- ið rétt, sérstaklega ef húðpróf verður jákvætt hafi það verið neikvætt fyrir. Að öðrum kosti verður að reyna eitthvað annað. Hafa ber í huga að berklalyf- in sjálf geta valdið hita. Bakteríusýkingar í lifur og gallvegum Hér er átt við tilfelli sem hafa verið greind endan- lega sem ígerð í lifur, cholecystitis akuta, cholangi- tis eða gallblöðru empyema. Greining þessara sjúk- dóma getur í sumum tilfellum verið mjög erfið og fæst oft ekki nema með skurðaðgerð og stundum ekki fyrr en við krufningu. Iliti getur verið eina ein- kennið, fáir hafa gulu eða verki yfir lifrarstað og lifrarpróf geta verið eðlileg. Flestir þessara sjúkl- inga eru eldri en 50 ára, en það er staðreynd að bráðir kviðarholssjúkdómar í eldra fólki hafa ekki eins ákveðin einkenni í för með sér og í yngra fólki. Einkenni sem benda til þessara sjúkdóma eru há- ir hitatoppar, fjölgun hvítra blóðkorna með vinstri hneigð og truflun á lifrarstarfsemi, t. d. hækkun á alkalískum fosfatasa. l,0Tc skann hefur reynst gagn- legt til að finna lifrarígerðir. Gallvegir koma venju- lega ekki fram við oral gallvegamyndatöku, það get- ur þurft að gera i.v. cholongiografiu eða ERCP til að fá mynd af þeim. Igerðir í kviðarholi Igerðir (abscess) í kvið geta átt sér margvíslegar orsakir svo sem briskirtilsbólgu, rifið diverticulum, bólgusjúkdóma í görnum eða grindarholslíffærum, en algengustu orsakir eru sennilega sprunginn botn- langi og undanfarandi skurðaðgerð. Það síðast- nefnda er nokkuð algengt og getur verið erfitt í greiningu. Einkenni þurfa ekki að vera mikil og eru oft óljós, t. d. slappleiki, máttleysi, fjölgun hvítra blóðkorna og háir hitatoppar jafnvel í langan tíma með svita- köstum þess á milli. Sýklalyfjameðferð getur drepið þessi einkenni niður en þau koma venj ulega aftur að henni lokinni. læknaneminn 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.