Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 20

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 20
meS beinni verkun eSa í gegnum ofnæmi fyrir lyf- inu. Dæmi um beina hitahækkandi verkun eru bleo- mycin, atropin, amphotericin B og LSD. Hiti getur verið eina einkennið samfara lyfjaof- næmi. Dæmi um slík lyf eru salicylöt, thiouracil, joðíð, isoniazid, metyldopa, Nitrofurantoin, Dilan- tin, penisillin o. fl. Langoftast eru önnur einkenni ofnæmis til staðar, t. d. húðútbrot, liöabólgur eða prótein í þvagi. Sýklalyf geta gefið hita ofan í sótt- hita og gelið Jtví mjög ruglingslega mynd. Það er Jjví mikilvægt að spyrja sjúklinga með HOU um lyfja- notkun. VI. ANNAÐ Fjöldamargir sjúkdómar aðrir en þeir sem þegar hafa verið nefndir geta lýst sér upphaflega með hita, en hér verður einungis nefnt lauslega það helsta: Embolia pulm — thrombosis í fótaæðum eða grind- arholsæöum eftir fæðingar geta valdið hita, annað hvort vegna thrombophlebitis eða margra lítilla em- bolia í lungum. Þetta þarf ekki að gefa blóðugan uppgang eða takverk en oftast eru til staöar hósti og andþyngsli ásamt hitanum. Aneurisrna dissecans. - Hiti er hér algengur en sjaldan eina einkennið. Skýring hitans er talin sú að innri hitakveikjur losni úr hvítum blóðkornum sem festast í hematomanu. Efnaskiptasjúlidómar - hafa sjaldan hita í för með sér en Jdví hefur nokkrum sinnum verið lýst, Jjá í tengslum við HOU. Dæmi eru um thyrotoxicosis, primer hyperparalhyroidismus, Addison’s sjúkdóm, pheochromocytoma o. fl. Thyroiditis - hefur gjarnan háan og langvarandi hita í för með sér, oftast eru eymsli yfir skjaldkirtli til staöar. Sarcoidosis. — Venjulega ekki hiti en getur verið megineinkenni sérstaklega ef arthralgia, hilar lym- phadenopalhia, húðlesionir og eitlastækkanir eru fyrir hendi. Regional enteritis - um þriöjungur hefur hita og í fáum tilfellum getur Jtað verið eina einkennið. Af öllum meltingarfærasjúkdómum er þetta sá líklegasti til að valda HOU. Hitinn getur staðið í mánuði eða jafnvel ár án nokkurra einkenna bendandi til melt- ingarfæra. Það getur Jjví verið mikilvægt að gera mjógirnismyndatöku á sjúklingum með HOU. Sjúkdómar í miðtaugakerfi — blæðingar, infarct- ar, embolíur, æxli, hrörnunarsjúkdómar, æðagallar, slys, o. fl. getur allt valdið truflunum á stjórn líkams- hitans, oft ásamt með efnaskiptatruflunum. Skemmd- ír við eða í undirstúku valda miklu oftar lágum hita (hypothermiu) en háum. Hitinn sveiflast með um- hverfishitanum og hinar daglegu sveiflur hverfa. Hiti eftir skurðaðgerðir. - Stundum fylgir hiti hjartaaðgerðum og getur jafnvel staðið í nokkrar vikur. Venjulega finnst engin sýking, en þetta er tal- ið orsakast af hólgusvari við blóði í gollurhúsi. Heilaaðgerðir geta líka haft jietta í för með sér og J>á talið vera vegna blóðs í þriðja heilahólfi. Hiti getur líka komið vegna halotan svæfingar, oftast stendur hann Jjó slutt (halothane sensitizadon). Stœkkuð sólarhringssveifla. - Margir eru taldir hafa stærri hitasveiflu en gengur og gerist án undir- liggjandi sjúkdóms. Þelta fólk getur samt lent í óþarflega miklum og dýrum rannsóknum vegna þess að það er svo upptekið af þessari hitahækkun að það gengur á milli lækna. Yfirleitl uppgötvar fólk þetta ef það fær einhverja umgangspest og fer að mæla hitann sinn. Það tekur eftir því að hitinn held- ur áfram að vera hækkaöur og heldur að það sé með einhvern sjúkdóm, eftir að „pestin“ hefur liðið hjá. Oítast eru þetta ungar konur eða börn. Kvöldhitinn getur verið frá 37,3° til 38° C án undirliggjandi sjúkdóms. Ættgengir sjúkdómar — familial mediterranean ísver, Fabry’s sjd, hyperlriglyceridemia o. fl. Granulomatous hepatitis. Wegeners granulomatosis. Cirrosis hepatis. Wliipple’s sjúkdómur. Kannsóhnir Orsakir HOU eru Jtað margar að erfitt er að fara eftir ákveðnu kerfi rannsókna heldur er hverju til- íelli um sig fylgt eftir með viðeigandi rannsóknum. Þegar fengist er við vandamál af þessu tagi hafa helstu rannsóknit' þegar verið gerðar svo sem rann- sókn á blóðhag, almenn þvagrannsókn og ræktun, 18 LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.