Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 30

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 30
Etioloifia og psyhiskir þættir Þetta ástand, anorexia nervosa, hefur verið þekkt lengi og mun elsta skýrslan, sem til er um þaö, vera frá seinni hluta 17. aldar. A síðustu öld hafa komið fram fjöldamargar til- gátur og kenningar um hvað orsakaði þetta ástand. Crisp rekur margar af þessum kenningum í grein sinni um anorexia nervosa frá 1969. Þar kennir ým- issa grasa svo sem að þetta sé ákveðið form af hyst- eriu eða sé konversions hysteria. Aðrir hafa einblínt á obsessívu þættina og talið það vera kompulsion að borða ekki. Sumir hafa talið einstaklingana vera annað hvort hysteriska eða phobiska og skipt þeim þannig í tvo hópa. Enn aðrir hafa talið þetta n. k. sjálfsmorð, form af depression, form af maniu og depressivri psykosu eða schizophreniu. Af ofan- greindu sést að ekki hefur verið hörgull á kenningum til að skýra þetta ástand. Sumir hafa þó álitið, að nevrótisku einkennin, sem svo oft sjást í þessu á- standi, séu sekunder fyrirbæri. Crisp hefur sett fram vandaðar kenningar um psyk- isku þættina í þessu ástandi. 1 grein sinni frá 1969 segir hann, að grundvallareinkennið í anorexia ner- vosa sé þyngdarphobia og þessi phobia sé fyrir kjör- þyngd fullorðins einstaklings, en ekki fyrir of mik- illi þyngd hans. Crisp segir ennfremur, að einstakl- ingurinn afneiti þessu stundum í viðtölum, en þetta komi þó í ljós, þegar meðferð er hafin og þyngd við- komandi fer að nálgast það sem gæti kallast eðlilegt. Þetta séu því viðbrögð einstaklingsins við vaxtar- breytingum þeim, sem eiga sér stað á gelgjuskeiði. Astandið virðist oft þróast út frá fyrri óskum við- komandi um að vera grennri og fari síðan út í að verða flótti í meira öryggi svipað og er til staðar í bernsku og sé þannig vörn við því að verða kyn- þroska og fullorðinn. Crisp segir, að þessir einstaklingar komi oft frá fjölskyldum með truflaðar matarvenjur og einnig sé oft um aukna tíðni að ræða á offitu og anorexia í fjölskyldum þeirra. Einnig segir hann, að oft sé um að ræða einstaklinga, sem taka snemma út líkamleg- an þroska og/eða kynþroska. Þessir einstaklingar virðast því tengja þyngd við vöxt og þroska og fara því að óttast ekki bara aukna þyngd heldur líka eðli- lega þyngd. Fleiri hafa sett fram tilgátur, sem koma heim og saman við ofangreindar kenningar Crisp. Til dæmis segja þeir Eitinger og Retterstöl í bók sinni Kriser og Nevroser, að þetta ástand orsakist af ómeðvituðum mótþróa ungra stúlkna gegn því að verða fullvaxnar og taka á sig hlutverk og skyldur fullorðinnar konu. I grein sinni frá 1979 heldur Crisp áfram að þróa ofangreindar kenningar sínar og ræðir í því sam- bandi enn frekar um orsakavaldandi þætti. Til dæmis um sérstaka tilhneigingu ungra stúlkna til að grenna sig og þar með falla inn í þann ramma sem viðgengst í þjóðfélaginu, en algengt er að ung- ar stúlkur fitni um kynþroskaaldur. Einnig segir hann, að í fjölskyldum þeirra sé oft aukin tíðni á maniu og depressivum psykosum, og mikilli líkams- þyngd og einnig að ekki sé tekist á við erfiðleikana heldur þeir leiddir hjá. Bandaríski geðlæknirinn Richardson segir 1980, að kenningar um etiologiu anorexia nervosa falli yfirleitt undir einn af sex eftirtöldum flokkum: 1) Psykodynamiskt sé þetta bakslag (regressio) niður á oral og/eða anal stig og þannig flótti frá kynþroska og einstaklingurmn verður harnalegur og missir sekunder kyneinkenni. 2) Að þetta sé lausn fyrir fjölskylduna til að forð- ast önnur vandræði. 3) Atferliskenningar þar sem umbun einstaklings- ins er athyglin sem hann fær. 4) Læknisfræðilegar (medisinskar) kenningar, að vanstarfsemi í hypothalamus sé orsök. 5) Brengluð skynjun þessara einstaklinga á eigin líkama (h'kamsímynd) þannig, að þeir telja sig í raun vera feita. 6) Þjóðfélagshættir - það er viðurkennt af þjóð- félaginu að vera grannur. Sómtitiskir þættir Crisp segir, að algengustu h'kamlegu einkennin, svo sem órói, bradycardia, hypothermia, hypoten- sion, slæm perifer cirkulation, hárvöxtur, lágur BMR og amenorrhea séu einkenni, sem komið hafi í ljós, bæði hjá þeim sem svelta viljandi og þeim sem verða að svelta, svo sem á stríðstímum. Sveltið í anorexia nervosa virðist þó oftast vera kolvetnasvelti. 28 LÆKNANEMINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.