Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Page 52

Læknaneminn - 01.09.1981, Page 52
Mynd 15. LiSlega fimmtugur maSur meS fjölda stórra hnúta í báSum lungum. Meinvörp frá retroperitoneal rhabdomyo- sarcoma. tölu, t. d. járn, eins og við siderosis og hæmosider- osis, en við mjúkvefjaþéttleika þurfa þeir að vera heldur stærri eða vel títuprjónshausstórir, eins og viS milier tuberculosis (miliaris af mileum = hirsikorn). Dreifing eSa staðsetning bleLtanna getur veriS mis- jöfn og stundum gefiS okkur vísbendingu, berkla- skemmdir eru þannig algengastar ofantil í lungum, steinsýki byrjar oft ofarlega miSsvæSis, aSrir sjúk- dómar í neSstu feltunum, Fjöldinn er líka misjafn, þannig ótölulegur fjöldi smábletta eSa hnúta viS milier berkla, steinsýki og mikrolithiasis (sjá mynd 14) , færri og stærri blettir viS meinvörp (sjá mynd 15) , reticulosis og blettalungnabólgur. Þegar um staka bletti eSa hnúta er aS ræSa hefur lögun þeirra, útlit randanna og hvort þeir innihalda kalk t. d. mik- iS aS segja fyrir okkur auk fleiri atriSa, meira aS segja aldurs og kynferSis sjúklingsins. Okkur til rægSarauka greinum viS blettina í 2 aðalhópa, dreifSa og staka bletti eSa hnúta. Dreifðir blettir Þá greinum viS aftur eftir stærð í minni og stærri bletti (setjum mörkin við 5 mm). 50 Dreifðir smáblettir eða hnútar geta haft ýmsar or- sakir og stærð þeirra, útbreiðsla og þéttleiki gefið okkur vissar vísbendingar eins og áður getur. Or- smáir, þéttir títuprjónshausstórir dílar eða svo sjást við steinsýki undan tini og járni og við hæmosider- osis, en við aðrar tegundir steinsýki eru þeir yfir- leitt aðeins stærri, sömuleiðis við milier berkla og milier sarcoidosis, carcinosis og vissar veirulungna- Ijólgur; við hlaupabólu má stundum sjá, einkum hjá fullorðnum, dreifða smá díla eða hnúta í lungum. Dreifða stœrri smábletti eða hnúta getum við m. a. séð við langvinna áframhaldandi berkla, sveppa- og veirusmit, dreifða blettalungnabólgu, lungnaödem, jafnvel stóra smábletti og drep geta komið þannig fram, þ. e. a. s. sem dreifðir stærri smáblettir, aðal- lega neðst í lungum og gefa þá ekki einkenni; fitu- tappa mætti lika nefna og loks meinvarpshnúta, en þeir geta haft mjög misjafna stærð (sjá mynd 15). Stakir blettir eða hnútar Þeir geta verið misstórir og misjafnlega vel af- markaðir. Vel skarpir stakir blettir eða hnútar af minni gerSinni á borð við tíeyring upp í fimmkrónu- pening geta verið berklakyns: berklahreiSur, íferS eða tuberculoma, adenoma, drep, arterio-venöst ane- Mynd 16. Æxli í lob. inf. sin. Reyndist oatcell. ASeins kvef- einkenni, þess utan struma. LÆKNANEMINN

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.