Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Side 55

Læknaneminn - 01.09.1981, Side 55
Mynd 19. Stór emhysem bulla í lob. inj. sin. Endurteknir bronkitar. Fór í aðgerð. og er þá um organiseraðan æðastreng að ræða. Ano- malös æðar geta einnig valclið strengskuggum (ano- malös venös rennsli, seqvestrerað lunga). Við smá dreifð drep i lungum geta stundum sést rákir, er líkj- ast septallínum. Þær eru þó heldur óalgengar og vanalega þykkari og breiðari. HOLUR OG LOFTFYLLT RÚM. LOFTBRJÓST Holur og loftfyllt rúm Holur í lungum geta komið fram með ýmsu móti. Vegna elastiskrar gerðar lungnanna, afstöðu til loft- veganna og hins negatífa þrýstings í pleuraholinu, er þeim sérlega hætt við holumyndun, en tilefni þess getur verið margháttað og má þar á meðal nefna meðfædda sjúkdóma, bólgur eða ýmsa bólgukyns sjúkdóma, áverka, æxli eða röskun á þrýstingshlut- föllum vegna stíflu í berkju eða berkjugrein. Tvö eru aðalform á holum: Þunnveggja holur og þykk- veggja holur. Þunnveggja holur. Þær koma fram sem hringlaga skuggar, en ekki þó alltaf, og algengastar eru holur sem hafa samband við berkju eða berkjugrein, em- fysematös búllur (sjá mynd 19), berklaholur og hol- rúm sem myndast við lungnabólgur. Stafylokokkar eru áhrifamestir í þeim efnum. Þessi post-infektiösu holrúm ganga vanalega undir nafninu pneumatocele og eru fremur stór alveoler holrúm með yfirþrýst- ingi. Við pneumothorax getur einnig myndast hol- rúm. Holrúmin eru fyllt lofti, en geta fyllst vökva, þunnum eða þykkum og vökvaborð komið fram, þær líkjast þá abscessholu, og ef þær fyllast alveg getur útlitið verið túmorlegt. Þykkveggja. holur. Ekki er óalgengt að æxli, t. d. berkjucarcinoma nekrotiseri í miðju og líli þá út sem þykkveggjuð óregluleg hola; í meinvörpum skeður það nær aldrei, þeir vaxa expansíft. Berkla- og ígerðarholur geta haft þykka, óreglulega og in- filteraða veggi. Igerðin kemur þó í fyrstu fram sem þétting, nekrótíserar svo og myndar gröft og vefja- leifar. Ef samband kemst á við berkju kemur vökva- borð (sjá mynd 20) í ljós. Þess má geta hér að sveppir, bjá okkur sér í lagi aspergillus (myglu- sveppur), geta tekið sér bólfestu í devitaliseruðum lungnavef, vaxið þar og myndað „mycetóm“ (asper- gillum) (sjá mynd. 21). Það er ekki fátítt í gömlum berklaholum, ígerðarholum, infarkt-holum, emfysem- búllum og berkjuholrúmum. Sveppar, sem valdið geta holrúmum í lungum eru t. d. við coccidioido- mycosis og histoplasmosis, sem þekkjast ekki hér á landi. I lokin má geta þess, að nokkrir sjúkclómar ein- Mynd 20. Abscessus lob. inj. sin. Stórt holrúm með vökva- borði, ekki samt í sneiðmynd, þar sem sjúkl. liggur þá. LÆKNANEMINN 53

x

Læknaneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.