Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 58

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 58
kongenit lobert emfysem að ræða vegna vansköpunar á bronchi og þ. a. I. þrengsla í aðalbronkus, sjaldan vegna aberrerandi æðar eða slímhúðarfellingar. Focal emfysem sjáum við við fibrosis cystica, svæsna bronkita og í sambandi við blettalungna- bólgur (sjá auk þess þykkveggjaðar holur, bls. 53). 1 sambandi við emfysem eru orðin bulla, loftbóla og pneumatocele oft notuð; loflbóla (bleb) táknar lítið loftfyllt rúm innan við pleura viceralis, pneumatocele loftfyllt rúm eða cystu eftir bólgu í lungum og búlla eða emfysem-blaðra skarpt afmarkað emfysematöst holrúm í lungunum. Það er avasculert, loftfyllt rými í lungunum meira eða minna hringlaga og með hár- fínum veggjum. Þau geta verið stök (sjá mynd 19) eða mörg og áþekk cystisk holrúm geta sést við gamla berkla, mykosur, steinsýki og jafnvel án þess að nokkur önnur merki sjáist um lungnasjúkdóma. Röntgengreining almennt við lungnaþan eða krón- iskt obstrúktíft emfysem getur verið bæði erfið og óviss, þótt margt megi tína til og fer það ekki allt eftir einkennum sjúklings hversu mjög þau koma fram eða ákveðið og lungun geta litið tiltölulega eðlilega út, þótt sjúklingur sé allmikið lasinn og öf- ugt. Röntgeneinkennin eru hins vegar vel kunn og eru í aðalatriðum þessi: 1. Aukið gagnsæi eða transparens, sem að vissu leyti markast af hinu aukna rúmtaki lungnanna og eyðingu á millivefnum, minnkaðri æðateikningu perifert, sérlega ofantil auk yfirþansins. 2. Búllur myndast. 3. Flöt þind og brjósthol verður tunnulaga, A-P diameterinn eykst og um leið stækkar retrosternala rúmið, bringubeinið verður framkúptara, rifin flat- ari og brjóstkyfosan vex; það sem er e. t. v. mest áberandi er að þindin verður lágstæð og flöt og fest- ur hennar við rifin koma fram eins og takkar eða tennur (serrationir - og hver serrasjón bendir á rif); þindarhreyfingar eru takmarkaðar. 4. Hjartað er lítið miðað við brjóstvíddina, mið- stætt og rendur þess skarpar vegna hins aukna trans- parens, höfuðgreinar art. pulmonalis eru áberandi, en æðarnar fara mjókkandi perifert, gliðna og ýtast í sundur og geta horfið á pörtum vegna emfysem- breytinganna og veggskemmdanna. Er þá talað um „arterial deficiens pattern“, þótt æðaobliterasjónin á skemmdu svæðunum verði á hinn bóginn til þess að auka blóðsóknina á þeim svæðum sem heil eru, æðarnar þar verða meira áberandi. Hefur þetta verið kallað æðamark og getur það hjálpað til þess að greina emfysematös lungu frá of þöndum lungum af öðrum ástæðum eins og við asthma. Unilateral emfysem, svokallað McLeod’s syndrom, er vel þekkt og talið stafa af infektion og bron- chiolitis í bernsku, en áður vorum við búin að minn- ast á kongenit lobært emfysem. Heitið emfysem er notað við fleiri ólík tækifæri, þar sem um eiginlegt lungnaþan er ekki að ræða; þannig höfum við vikarierandi eða kompensatoriskt emfysem, valvular obstrúktíft emfysem, sem er ventilstenosa með ex- piratoriskri hyperinflasjón og loks er að nefna inter- stitiel emfysem, þar sem loft hefur komist inn í inter- lober septin og bandvefinn umhverfis berkjur og æð- ar í lungum og er erfitt að greina, en loftið smýgur gjarnan eða berst með æðaslíðrunum inn í miðmæti og orsakar þar mediastinal emfysema eða pneumo- mediastinum. Það getur á hinn bóginn valdið pneumothorax. Ennfremur má minna á subcutan em- fysema, sem truflar fyrir okkur lungnamyndina með svörtum loftrákum þvers og krus, mest áberandi í síðu, axillu fossa supra-clavicularis og á hálsi. MIÐMÆTI, ÞIND OG BRjÓSTVEGGIR Miðmœti Flestar breytingar sem verða á miðmæti valda út- bungunum eða breikkun á miðmætisskugganum á framanmynd og getur sú breikkun sagt nokkuð, en staðsetningin á hliðarmyndum er þó oft meira af- gerandi, sérstaklega m. t. t. fyrirferðaraukninga. Hver gerð á sér sinn uppáhaldsstað, ef svo mætti segja. Þannig má í mediastinum superior fyrir fram- an barkann retrosternalt sjá struma eða skjaldkirtil- æxli (sjá mynd 16), stækkaðan thymus eða æxli í thymus og teratoid túmora (dermoid cystur), en fyrir aftan barkann bronchogen cystur, cystur frá vélinda, frá hálsi cystisk hygróm og abscessa. I medi- astinum anterior má sjá pericardial cystur, hernier- að lunga og hernia Morgani. I mediastinum pos- terior má sjá neurogena túmora, sem oftast eru vaxn- ir frá intercostaltaugunum rétt við hrygginn, aðra paravertebrala massa, dilateraðan ösofagus, aorta aneurysma og diafragma herniur. 56 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.