Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 72

Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 72
sækja um. Og hvernig ætti þá að velja og hafna? Best er að hafa skýrar línur í þessum efnum og taka aðeins við stúdentum innan IFMSA, a. m. k. meðan við erum aðilar að þeim samtökum, en það má hins vegar alltaf ræða það hvort við eigum að endur- skoða aðild okkar. Um fæði og húsnæði fyrir erlendu stúdentana er það að segja að við fengum góða fyrirgreiðslu hjá Skrifstofu ríkisspítalanna að venju: frítt fæði fyrir alla okkar stúdenta á Landspítala, Borgarspítala og Landakoti. Húsnæðismálin gengu ekki alveg svo klakklaust fyrir sig. Við höfum um árabil fengið ókeypis húsnæði fyrir þessa stúdenta í Heimavist Ljósmæðraskóla íslands. Hins vegar virðast þær vistarverur ekki hafa komið mikið fleirum að gagni og því var ákveðið fyrir nokkru síðan að taka heima- vistina fyrir skrifstofur í því fræga húsnæðishallæri sem ríkir á Landspítalalóðinni og verður það að teljast eðlileg ráðstöfun. Við fengum heldur loðin og leiðinleg svör þegar við spurðumst fyrir um hús- næði þetta og varð það okkur til töluverðra vand- ræða. Málin leystust þó á endanum og fengu nokkrir stúdentar inni í Ljósmæðraskólanum, en restinni komum við fyrir í Hjúkrunarskólanum, en það kost- aði dýrmætan skilding. Auðveldlega gekk að koma stúdentunum fyrir á deildum eins og ávallt áður og ekki bárust okkur neinar formlegar kvartanir undan þeim. í sambandi við íslensku stúdentana sem fóru út, þá lágu peningar því miður ekki svo mjög á lausu hjá styrkveitendum. Vegna þess hve litlir styrkirnir voru en ferðakostnaður einstaklinga mjög misjafn, tók ég þann kost að skipta peningunum jafnt á milli utanfaranna, en borga ekki ákveðna hlutfallstölu ferðakostnaðar (en það er heimilt sbr. 2. gr. reglu- gerðar FL um stúdentaskipti). 100.000 gkr. komu í hlut hvers. Hins vegar má svo ekki gleyma því að frítt fæði og húsnæði í mánuð er ekki svo lítill styrkur út af fyrir sig. Áður en ég segi skilið við stúdentaskiptin langar mig að víkja aðeins að þeirri sérstöðu íslands að hér virðist komin sú hefð á að aðeins 3ja árs nemar fari í stúdentaskipti. Margar ástæður liggja sjálfsagt að baki þessu svo sem eins og að fólk vill ekki missa af vinnu þegar það er komið lengra í námi og svo verða hlutfallslega alltaf fleiri og fleiri persónulega bundnir hér heima eftir því sem árin færast yfir. Þetta er hins vegar að mörgu leyti svo- lítið leitt því menn hefðu miklu meita gagn af stúd- entaskiptum ef þeir hefðu einhverja kliniska reynslu. Þ. e. a. s. félagið væri þá e. t. v. síður að borga sum- arleyfisferðir stúdenta. Nú og svo mætti e. t. v. segja að stúdentaskipti væru upplögð í vaxandi atvinnuleysi meðal lækna- nema, sem alltaf er verið að tala um. Ráðstefnujerðir 1980 Fulltrúar FL sóttu að þessu sinni báðar ráðstefn- um IFMSA. I mars 1980 var haklin stúdentaskipta- ráðstefna í Ankara í Tyrklandi og sótti annar stúd- entaskiptastjórinn hana. Frásögn af ferðinni birtist í Meinvörpum sem gefin voru út 24. mars 1980. I ágúst í sumar var svo haldinn aðalfundur sam- takanna í Kairo í Egyptalandi. Sóttu báðir þáver- andi stúdentaskiptastj órar hana. Meiningin er að þeirri ferð verði gerð skil í Læknanemanum. Þess má geta að vel gekk að afla styrkja til þess- ara ferða og virðist mun betur tekið í að veita ráð- stefnustyrki en styrki til almennra stúdentaskipta hjá þeim aðilum sem við höfum leitað til. Stjórnarseta Sú breyting var gerð á lögum FL á síðasta aðal- fundi að annar stúdentaskiptastjóri fékk aðild að stjórn FL, sem fulltrúi með málfrelsi og tillögurétt en án atkvæðisréttar. Jafnframt var ritstjóra Lækna- nemans kúplað inn í stjórnina. Mig langar aðeins að minnast á þetta því umræður hafa átt sér stað um það hvort stjórnin sé orðin of fjölmenn með þessum breytingum (nú sitja 10 menn í stjórn). Ég verð að segja að fyrir hönd míns embættis fagna ég þessu fyrirkomulagi. Mér finnst fráleitt að stúdentaskipta- stjóra, sem á að vera fulltrúi FL erlendis, allavega innan IFMSA, sé ekki skylt að standa klár á mál- efnum félagsins og hafi ekki aðgang að stjórnar- fundum félagsins. Þessu mætti líkja við að utanríkis- ráðherra sæti ekki í ríkisstjórn. Ég sé ekki að 10 manna stjórn þurfi endilega að vera svo erfið í vöfum. Mér finnst ekki að auka- stjórnarmeðlimir eins og stúdentaskiptastjóri, rit- stjóri Læknanemans og formaður fræðslunefndar, sem eru nokkurs konar áheyrnarfulltrúar, þurfi að 70 LÆKNANEMINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.