Læknaneminn


Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 77

Læknaneminn - 01.09.1981, Blaðsíða 77
Jóhann Axelsson, Hörð’ur Filippusson, Guðmundur Pétursson, Ásgeir Böðvarsson. Til að gera langt mál stutt, er einfaldast að skýra frá helstu tillögum nefndarinnar, en hún er nú að ljúka störfum og veita með því stúdentum ofurlitla mnsýn í skipan framtíðarhúsnæðis læknadeildar. At- huga ber þó, að vegna rýmisskorts fá aðeins nokkrar greinar læknisfræðinnar aðstöðu í byggingunni, asamt með öðrum nauðsynlegum þáttum, sem eru: 1. Lífefnafræði og lífeðlisfræði verða á efstu hæð hússins. Þessar greinar verða með svipað rými og þær hafa í leiguhúsnæði í dag. 2. Á fjórðu hæð verður líffærafræði, micro- og ma- croanatomia. I fyrsta sinn um langan aldur verð- ur nú aðstaða til krufninga, svo eitthvað nýtt sé nefnt. 3. Á fjórðu hæð hefur eðlisfræði einnig aðstöðu. Sú deild átti hvergi heima áður. 4. Kennslustofur, sennilega fjórar, sú stærsta 90 manna. Lofthæð hússins leyfir ekki stærri stofur. 5. Seminar-herbergi. Að líkindum þrjú alls. Meðal- stærð þeirra 25 m2. 6. Bókasafn. Óvíst er hvernig það mun rekið. 7. Nýsigagnastofa (audi-vision) 50 m2. Einnig er stofan hugsuð sem seminarherbergi og til ann- arrar nýtingar eftir þörfum. 8. Skrifstofa Félags læknanema, áætluð 25 m2. 9. Skrifstofa læknadeildar og fundarsalur. Stærð hennar er óviss. 10. Lesstofur læknanema. Vegna óvissu um norður- hluta hússins, liggur ekki ljóst fyrir hversu stór- ar lesstofur verða. Trúlega verður þó aðstaða fyrir 120 manns í miðhluta og suðurhluta og þá gert ráð fyrir að 80 manna lesstofa bætist við með norðurhluta. 11. Rafeindasmásjá, sú sem nú er til húsa í Háskóla Islands. 12. Afdrep eða kaffistofa fyrir læknanema meðan norðurendi ekki rís, en þar er áætluð slík að- staða. 13. Eitt og annað smávegis viðvíkjandi hverri grein. í heild séð má segja, að færri komust inn en vildu og þyrftu. Meining nefndarinnar er, að forgang hafi þær greinar, sem eru í leiguhúsnæði Háskóla 1 slands í Ármúla og Grensásvegi. Auk þess eiga þessar grein- ar það sammerkt, að vera pre-kliniskar og eiga því samleið. Markmiðið hlýtur þó að vera, að allar hin- ar greinarnar sem eru úl um hvippinn og hvappinn í húsnæði Landspítalans og Háskóla Islands, safnist á einn stað — greinar svo sem veiru-, sýkla- og ónæm- isfræði, lyfja- og eiturefnafræði, líffærafræði, réttar- læknisfræði, heilbrigðisfræði o. fl. Slíkt gerist ekki nema aukið húsrými komi til. Eg hvet því læknanema til að fylgjast grannt með gangi þessara mála. Bygging 7 er ekki nema hálf- byggð - enn vantar norðurhluta — og það slys má ekki verða, að það „gleymist“ að byggja hann. Asgeir Böðvarsson, julltrúi Félags lœknanema í bygginganefnd. Fjöldatakmarkanir Á liðnu starfsári komu enn einu sinni fram hug- myndir um fjöldatakmarkanir í læknadeild. Það var í nóv. sl. að hljóð kom úr horni frá nefnd, sem skip- uð hafði verið á deiklarfundi 1978. Þessi nefnd hafði það hlutverk að ákveða eftir hvaða leiðum væri framvegis heppilegt að velja stúdenta til lækna- náms. í nefndinni voru 4 kennarar og 1 stúdent. Þeir eru Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Jónas Hallgrímsson, Árni Kristinsson og Jón G. Stefánsson. Fyrir FL sat Ásgeir Haraldsson í nefndinni og skil- aði hann þar séráliti. Meirihluti nefndarinnar, þ. e. kennararnir fjórir, skiluðu tillögum annars vegar um fjöldatakmörkun sem miðast við 36 nemendur á grundvelli vorprófa 1. árs, hin tillagan er að hækka meðaleinkunn úr öllum prófum hvers árs í 6,5. Greinargerð fylgdi tillögunum. Þar er því borið við að ástæðan fyrir fjöldatakmörkun sé þrengsli, kenn- araskortur og húsnæðisleysi aðallega til verklegrar kennslu. Til að færa rök að þessu er skýrsla háskóla- ráðs um kennsluaðstöðu í læknadeild mikið notuð. Var skýrsla þessi til þess að koma í veg fyrir beit- ingu fjöldatakmarkana en ekki til að stuðla að þeim. Ástæðan fyrir hækkaðri meðaleinkunn er sú skoð- un flutningsmanna, að læknanemar séu ekki bara of margir heldur líka lélegir. Það er sem sagt ætlunin að hækka faglegan standard í deildinni. (Gaman væri að kíkja á einkunnir lærifeðra vorra og athuga hvernig meðaleinkunnir þeirra eru.) LÆKNANEMINN 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.