Læknaneminn - 01.09.1981, Qupperneq 77
Jóhann Axelsson,
Hörð’ur Filippusson,
Guðmundur Pétursson,
Ásgeir Böðvarsson.
Til að gera langt mál stutt, er einfaldast að skýra
frá helstu tillögum nefndarinnar, en hún er nú að
ljúka störfum og veita með því stúdentum ofurlitla
mnsýn í skipan framtíðarhúsnæðis læknadeildar. At-
huga ber þó, að vegna rýmisskorts fá aðeins nokkrar
greinar læknisfræðinnar aðstöðu í byggingunni,
asamt með öðrum nauðsynlegum þáttum, sem eru:
1. Lífefnafræði og lífeðlisfræði verða á efstu hæð
hússins. Þessar greinar verða með svipað rými
og þær hafa í leiguhúsnæði í dag.
2. Á fjórðu hæð verður líffærafræði, micro- og ma-
croanatomia. I fyrsta sinn um langan aldur verð-
ur nú aðstaða til krufninga, svo eitthvað nýtt sé
nefnt.
3. Á fjórðu hæð hefur eðlisfræði einnig aðstöðu.
Sú deild átti hvergi heima áður.
4. Kennslustofur, sennilega fjórar, sú stærsta 90
manna. Lofthæð hússins leyfir ekki stærri stofur.
5. Seminar-herbergi. Að líkindum þrjú alls. Meðal-
stærð þeirra 25 m2.
6. Bókasafn. Óvíst er hvernig það mun rekið.
7. Nýsigagnastofa (audi-vision) 50 m2. Einnig er
stofan hugsuð sem seminarherbergi og til ann-
arrar nýtingar eftir þörfum.
8. Skrifstofa Félags læknanema, áætluð 25 m2.
9. Skrifstofa læknadeildar og fundarsalur. Stærð
hennar er óviss.
10. Lesstofur læknanema. Vegna óvissu um norður-
hluta hússins, liggur ekki ljóst fyrir hversu stór-
ar lesstofur verða. Trúlega verður þó aðstaða
fyrir 120 manns í miðhluta og suðurhluta og þá
gert ráð fyrir að 80 manna lesstofa bætist við
með norðurhluta.
11. Rafeindasmásjá, sú sem nú er til húsa í Háskóla
Islands.
12. Afdrep eða kaffistofa fyrir læknanema meðan
norðurendi ekki rís, en þar er áætluð slík að-
staða.
13. Eitt og annað smávegis viðvíkjandi hverri grein.
í heild séð má segja, að færri komust inn en vildu
og þyrftu. Meining nefndarinnar er, að forgang hafi
þær greinar, sem eru í leiguhúsnæði Háskóla 1 slands
í Ármúla og Grensásvegi. Auk þess eiga þessar grein-
ar það sammerkt, að vera pre-kliniskar og eiga því
samleið. Markmiðið hlýtur þó að vera, að allar hin-
ar greinarnar sem eru úl um hvippinn og hvappinn
í húsnæði Landspítalans og Háskóla Islands, safnist
á einn stað — greinar svo sem veiru-, sýkla- og ónæm-
isfræði, lyfja- og eiturefnafræði, líffærafræði, réttar-
læknisfræði, heilbrigðisfræði o. fl. Slíkt gerist ekki
nema aukið húsrými komi til.
Eg hvet því læknanema til að fylgjast grannt með
gangi þessara mála. Bygging 7 er ekki nema hálf-
byggð - enn vantar norðurhluta — og það slys má
ekki verða, að það „gleymist“ að byggja hann.
Asgeir Böðvarsson,
julltrúi Félags lœknanema í bygginganefnd.
Fjöldatakmarkanir
Á liðnu starfsári komu enn einu sinni fram hug-
myndir um fjöldatakmarkanir í læknadeild. Það var
í nóv. sl. að hljóð kom úr horni frá nefnd, sem skip-
uð hafði verið á deiklarfundi 1978. Þessi nefnd
hafði það hlutverk að ákveða eftir hvaða leiðum
væri framvegis heppilegt að velja stúdenta til lækna-
náms. í nefndinni voru 4 kennarar og 1 stúdent.
Þeir eru Þorvaldur Veigar Guðmundsson, Jónas
Hallgrímsson, Árni Kristinsson og Jón G. Stefánsson.
Fyrir FL sat Ásgeir Haraldsson í nefndinni og skil-
aði hann þar séráliti. Meirihluti nefndarinnar, þ. e.
kennararnir fjórir, skiluðu tillögum annars vegar
um fjöldatakmörkun sem miðast við 36 nemendur á
grundvelli vorprófa 1. árs, hin tillagan er að hækka
meðaleinkunn úr öllum prófum hvers árs í 6,5.
Greinargerð fylgdi tillögunum. Þar er því borið við
að ástæðan fyrir fjöldatakmörkun sé þrengsli, kenn-
araskortur og húsnæðisleysi aðallega til verklegrar
kennslu. Til að færa rök að þessu er skýrsla háskóla-
ráðs um kennsluaðstöðu í læknadeild mikið notuð.
Var skýrsla þessi til þess að koma í veg fyrir beit-
ingu fjöldatakmarkana en ekki til að stuðla að þeim.
Ástæðan fyrir hækkaðri meðaleinkunn er sú skoð-
un flutningsmanna, að læknanemar séu ekki bara of
margir heldur líka lélegir. Það er sem sagt ætlunin
að hækka faglegan standard í deildinni. (Gaman
væri að kíkja á einkunnir lærifeðra vorra og athuga
hvernig meðaleinkunnir þeirra eru.)
LÆKNANEMINN
75