Læknaneminn


Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 16

Læknaneminn - 01.04.2008, Qupperneq 16
engin þeirra snerta þau álitaefni sem að framan eru rakin. Enn og aftur verður að árétta að almennar reglur Háskóla íslands eru settar til verndar stúdentum í samskiptum þeirra við stjórnendur skólans og hafa það að markmiði að hagsmunir flestra séu hafðir að leiðarljósi við skipulag og ákvarðanatöku. Atriði 1 og 6 eru i besta falli villandi og í nokkru ósamræmi við raunveruleikann. Atriði 2, 3 og 4 gera skipulag deild- arinnar hvorki æskilegt, löglegt né siðlegt. Undirritaður ætlar í sjálfu sér ekki að draga í efa að þessi atriði kunni að vera rétt. Þannig kann vel að vera að deildarfundur læknadeildar Háskóla íslands hafi lagt blessun sína yfir breytingar á skipulagi náms við deildina sem fólu í sér upptöku á svokölluðu blokkakerfi. Jafnframt er eflaust rétt að haft hafi verið samráð um ákvarðanatökuna við framkvæmdastjóra kennslusviðs, þáverandi lögfræðing Háskólans og prófstjóra. Þetta breytir ekki þeirri staðreynd að enginn þessara aðila hefur valdbærni að lögum til að kveða á um annað kennsluskipulag heldur en ákvæði laga og reglna Háskóla íslands mæla fyrir um. Er því ekki hægt að líta öðruvísi á en að hér sé um að ræða almenna rökvillu sem er til þess eins fallin að drepa málinu á dreif en afhjúpar um leið rökþrot kennslustjóra læknadeildar sem skrifar undir umsögn kennsluráðs deildarinnar. Varðandi atriði 5 hér að ofan þá er almannarómur ekki mjög traustvekjandi grundvöllur fyrir ákvarðanatöku og beinlínis ógild réttarheimild að íslenskum rétti’6. Eftir stendur árangur á CCSE-prófi sem eina hugsanlega röksemdin fyrir því að hið nýja kerfi kunni að vera æskilegt. Fullyrðingin hefur hins vegar ekkert gildi nema fyrir henni séu færð frekari rök. Hefur kennslustjórinn til samanburðar árangur annarra árganga læknadeildar á sama eða sambærilegu prófi? Einnig verður að benda kennslustjóranum á nærri 40% brottfall úr fyrsta árgangi sem tekinn er inn skv. hinu nýja kerfi. Athygli vekur að fulltrúi stúdenta kýs að koma því á framfæri að ekki sé óánægja með hið nýja skipulag’7. Hafi verið markmiðið að skoða slíka yfirlýsingu sem grín er brandarinn í sjálfu sér ágætur. Sé svo ekki er augljóst að trúnaðarfulltrúi sem starfar í umboði stúdenta skuldar læknanemum skýringar á þessum orðum sínum enda morgunljóst að þau eru í besta falli villandi. Að lokum er því slegið fram án frekari röksemdafærslu að „læknadeild telji að þær breytingar sem gerðar hafa verið á námi í deildinni á síðustu árum hafi vissulega verið stúdentum til hagsbóta”. Eins og allir sem þekkja til starfsemi deildarinnar hin síðustu ár sjá er þessi umsögn hið mesta skemmtiefni aflestrar en grátbroslegt að kennslustjóri deildarinnar skuli geta sett slíkan texta á blað, fengið kennsluráð deildarinnar til að samþykkja hann’8 og ætlast til að plaggið sé tekið alvarlega. Sé það fagleg skoðun stjórnenda læknadeildar Háskóla Islands að hagsmunum stúdenta sé betur borgið í skipulagi því sem nú er viðhaft en skipulagi skv. gildandi reglum Háskólans þurfa þessir aðilar að færa fyrir því gild og sannfærandi rök með efnislegum og málefnalegum forsendum. Þannig gætu þessir sömu aðilar eflaust fengið gildandi reglum breytt en það þarf að gerast hjá þar til bærum aðila skv. gildandi lögum. Slíkt hefur hins vegar ekki verið gert enda virðist fagleg rök skorta'9. Niðurstöður Hér að framan hafa verið færð fyrir því veigamikil rök að núverandi skipulag kennslu og prófa í læknadeild Háskóla íslands sé í ósamræmi við gildandi ákvæði laga um Háskóla fslands og stjórnvaldsfyrirmæla sem sett hafa verið á grundvelli laganna. Það er einnig skoðun undirritaðs að sú röksemdafærsla að núgildandi kerfi sé stúdentum til hagsbóta standist ekki fyllilega nákvæmari athugun. Því miður liggja ekki fullnægjandi rannsóknir til grundvallar um sálræn áhrif mismunandi skipulags vinnutíma og vinnutilhögunar fólks í háskólanámi. Umhugsunarefni er hvort fyrirkomulag þar sem afar stutt er á milli prófa, enginn tími er gefinn til próflestrar og valfrelsi stúdents um hversu djúpar áherslur hann leggur á einstök námskeið hverju sinni er takmarkað sé til þess fallið að ýta undir vanlíðan, þunglyndi, sjálfsvígshugleiðingar og neyslu. Undirritaður ætlar heldur ekki að taka afstöðu til þessara vangaveltna sem hérna er velt upp en lýsir þó eindregnum áhuga sinum á því að fram fari óháð rannsókn á framangreindum þáttum, t.d. í samanburði læknanema og nema við aðrar deildir Háskóla íslands. Ljóst er að innbyggt er í íslenska þjóðarsál að taka vinnutarnir enda ekki langt í uppruna okkar úr vertíðarstemmningu sjávarplássanna. Skipulag sem gengur í berhögg við almennan tíðaranda í samfélaginu er ekki til þess fallið að þjóna fyllilega hagsmunum þeirra einstaklinga sem þar eiga undir. Eins og Páll Skúlason bendir á er menntastofnun eins og háskóla nauðsynlegt að slá í takt við það samfélag sem fóstrar hana.2” Yfirlýst markmið breytinga á skipulagi læknanáms á íslandi var að fjölga útskrifuðum læknum og koma í veg fyrir að tíma stúdenta væri eytt til einskis í nám sem ekki nýttist þeim. Ekki er með nokkru móti hægt að sjá að hið nýja skipulag þjóni þessum markmiðum sem að var stefnt miðað við þá brottfallstölu sem nefnd var hér að framan. Á það hefur einnig verið bent að læknar séu oft á tíðum frekar einsleitur hópur fólks með svipuð áhugamál, lífsskoðanir, lífsreynslu, félagslegan bakgrunn og tengslanet2’. Þess vegna sé þörf á því að fá breiðari hóp einstaklinga til læknanáms, s.s. með inntökuprófum. Höfundur þessarar greinar ætlar ekki að taka afstöðu til þessarar orðræðu en bendir á að á námsárum skapast tengsl sem endast viðkomandi einstaklingum æviskeiðið á enda og hafa mikil mótandi áhrif á sérhvern einstakling. Skipulag sem útilokar oft á tíðum samskipti við t.d. stúdenta við aðrar deildir sama skóla er augljóslega til þess fallið að takmarka tengsl við einstaklinga í öðrum fræðigreinum og þannig draga úr víðsýni læknanema sem einstaklinga. Þær afsakanir sem stjórnendur læknadeildar Háskóla Islands hafa á tíðum notað í eyru undirritaðs við athugasemdum, eins og reyndar glittir í undir lok greinargerðar kennsluráðs, snúast um að þeir séu læknar en ekki lögfræðingar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknaneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.