Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 21

Læknaneminn - 01.04.2008, Síða 21
Ijósi þarf að fjalla um sparnað í heilbrigðiskerfinu. Einkarekstur hefur það hins vegar umfram ríkisreksturinn að menn hafa tilhneigingu til þess að fara betur með eigið fé en annarra. Þetta á við um heilbrigðisþj ónustu sem og önnur svið atvinnulífsins. Þótt vissulega seu til útsjónasamir stjórnendur hjá hinu opinbera er yfirleitt meiri yon til þess að einkaaðilar skili hagkvæmum rekstri. Þá er rekstur í höndum einkaaðila líklegri til þess að bregðast fyrr við nýjum lausnum °g breyttum kröfum notenda þjónustunnar en ríkisreksturinn, einkum ef samkeppni er til staðar á viðkomandi sviði. Til lengri tíma litið má því segja að meira fáist fyrir hverja krónu 1 höndum einkaaðila og það er ju nokkurs konar sparnaður. Avinningurinn af einkarekstri við þær aðstæður sem við þekkjum í ðag, að ríkið haldi áfram að greiða fyrir þjónustuna, felst þó einkum í þeim sveigjanleika, uppfinningasemi °g framkvæmdagleði sem jafnan einkennir einkaframtakið. Hvað með einkavæðingu? Akvörðun um einkarekstur er sem sé ekki sjálfkrafa ákvörðun um sparnað. Ef markmiðið er að draga úr útgjöldum þarf að taka ákvörðun um nákvæmlega það og það er full ástæða til þess að gera það. Útgjaldaaukningin heldur afram. Þrátt fyrir miklar kröfur almennings til heilbrigðisþjónustu er kostnaðarvitund hans almennt htil. Auðvitað um að kenna stefnu stjórnvalda síðustu áratugi. Hið opinbera íjármagnar um 82% útgjaldanna en einkaaðilar um 18%. Hér gildir hið fornkveðna að eftirspurn eftir ókeypis þjónustu er ótakmörkuð. Þetta höfum við séð í vetur þegar hætt var að rukka fyrir læknisþjónustu við börn á heilsugæslustöðvum. Veruleg aukning hefur orðið á heilbrigðisþjónustu við börn, án nokkurs læknisfræðilegs tilefnis að sögn heilsugæslulækna. Með einu Pennastriki voru foreldrar barna sviptir þeirri litlu kostnaðarvitund semþeirhöfðuhaftvegnaheilsugæslu harna sinna. Um leið voru þeir settir 1 þá stöðu að verða þess trúlega valdandi að dregið verði úr þjónustu við aðra sjúklinga, hugsanlega börn með alvarlega sjúkdóma. Ekki endilega strax en með tímanum. Það er nefnilega deginum ljósara að það eru takmörk fyrir því hve miklu fé þjóðin er tilbúin til þess að verja til heilbrigðismála. Ríkið dregur úr útgjöldum sínum til heilbrigðismála með því að hætta að greiða fyrir tiltekna þjónustu. Það þýðir auðvitað ekki að þjónustan leggistafheldurmáoftastgeraráðfyrir því, ef um dýra þjónustu er að ræða á annað borð, að töluverð effirspurn sé eftir henni. Þeim fer fjölgandi sviðum heilbrigðisþjónustunnar sem tækninnar vegna er mögulegt að sinna utan veggja spítalanna eins og við þekkjum þá í dag. Það gefur vissulega færi á auknum einkarekstri eins og áður er lýst en um leið gefur það ríkinu kost á því að draga alfarið úr afskiptum sínum af tilteknum verkum án þess að eiga það á hættu að þjónustan leggist af. En hér þarf að velja og hafna. Vandinn sem virðist blasa við þegar stemma á stigu við útgjaldaaukningu í heilbrigðiskerfinu er að menn hafa ekki haft kjark til þess að vega og meta þjónustu í samanburði við aðra. Það er hins vegar löngu kominn tími til þess að spyrja sig hvaða þjónustu menn vilja að ríkið greiði fyrir. Með einkavæðingu, og einnig einkarekstri, öðlast neytendur þá kostnaðarvitund sem nauðsynleg er til þess að hafa hemil á útgj aldaaukningunni. Breytingar í framkvæmd Því er oft haldið fram að heilbrigðismálin séu þungur málaflokkur í ríkisrekstrinum í þeim skilningi að erfitt sé að koma á framfæri breytingum. Mörgum vex það í augum og því miður hafa alltof margir stjórnmálamenn leyft sér að sitja með hendur í skauti eða í mesta falli að hræra til í þeim vanda sem til staðar er. Það er þó ekki bara stjórnmálamönnunum að kenna. Stjórnendur og sérfræðingar í heilbrigðismálum hafa einnig miklað smávægilegar breytingar fyrir sér. í stað þess hvetja til aukinna starfstækifæra til handa heilbrigðisstéttum hafa margir, t.d. sumir læknar og hjúkrunarfólk, veigrað sér við að taka þátt í stefnumótun í þá átt. Það er umhugsunarefni fyrir læknanema hve umsvifamikið ríkið er enn á tilvonandi vinnumarkaði þeirra. Hlutverk Landspítala háskólasjúkrahúss í kennslu hefur verið nefnt sem rök gegn því að færa rekstur út af spítalanum. Einu máli má þó gegna hvort tiltekin verkleg kennsla fari fram innan veggja spítala eða annars staðar þar sem þjónustan er veitt. Einkaaðilar eru fullfærir um að taka við nemendum í námsvist eins og dæmin sanna úr öðrum deildum háskólans og mikið hefðu læknanemarnir úr hinum ríkisrekna háskóla gott af því að fá að kynnast ekki bara faginu sínu heldur einnig rekstrarumhverfi þess. Kostnaðarvitund er læknum jafnnauðsynleg og almenningi. Það eru engar tæknilegar hindranir í vegi breytinga í heilbrigðismálum. Hindranirnar sem á vegi okkar verða eru allar hugarfarslegar. Kannski á það hvergi jafnvel við og í heilbrigðismálum þegar kemur að breytingum í þágu einkarekstrar og markvissum aðgerðum gegn útgjaldaaukningu að sá á kvölina sem á völina. Það verða menn líka að virða við þá sem ákvarðanirnar taka.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Læknaneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.