Læknaneminn - 01.04.2008, Page 24

Læknaneminn - 01.04.2008, Page 24
með því að freista þess að gera grein fyrir sjónarmiðum og röksemdafærslu gagnstæðra fylkinga. Ég ætla mér ekki þá dul að gera það á tæmandi hátt í stuttri grein en ég ætla að nefna nokkur meginatriði. Staðhæfmgar talsmanna einkareksturs Lítum fyrst á nokkar röksemdir sem talsmenn einkareksturs innan heilbrigðisþjónustunnar hafa teflt fram. Þeir segja að almennt hafi einkarekstur sannað sig sem ákjósanlegt form í atvinnurekstri; kosti þessa forms eigi að nýta innan heilbrigðisþjónustunnar sem annars staðar. Þeir segja að „margbreytileiki“ í rekstrarformum geti verið æskilegur innan heilbrigðiskerfisins, bjóði upp á sveigjanleika og valkosti og þar með valfrelsi fyrir einstaklinginn. Markaðsvæðing þjónustunnar, þar sem peningar fylgi sjúklingi, gefi þannig sjúklingnum frelsi til að ákveða sjálfur í ríkari mæli en verið hefur hvaða þjónustu hann sjálfur óskar eftir og hvert hann vilji sækja hana. Með þessu fyrirkomulagi er sagt að landamærin verði afnumin á milli opinbers reksturs og einkareksturs og að þetta hafi í för með sér betra aðhald fyrir hönd greiðandans. Ný innkaupastofnun hins opinbera, sem er ætlað að annast samningagerð fyrir hönd ríkisins, er sögð vera hluti af þessu gangverki og sniðin að því að þjóna hagsmunum greiðandans. Þá þykir alrangt að kalla kerfi af þessu tagi einkavæðingu, enda standi ekki annað til en að fyrir þjónustuna verði greitt úr skatthirslum ríkisins en ekki úr vasa sjúklingsins. Þannig verði ekki um hefðbundin markaðsviðskipti að ræða. Aftan við þetta er því síðan yfirleitt hnýtt að það hljómi mótsagnakennt að heyra gagnrýnendur kerfisbreytinga af þessu tagi hafa allt á hornum sínum um þær en hafa hins vegar um langa hríð sætt sig við kerfi sem sé að verulegu leyti einkarekið, sbr. einkapraxís sérfræðilækna og svo sjálfseignarstofnanir á borð við Hrafnistu, SÍBS o.fl. Rétt að taka fram að jafnvel þótt bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tali nú um að fyrir heilbrigðisþjónustuna eigi að greiða alfarið úr skatthirslunum þá er sú stefna ekki algild. Því fer í raun fjarri. í fyrsta lagi er það nýtilkomið hjá Sjálfstæðisflokknum að tala á þennan veg. í bæklingi sem fjármálaráðuneytið gaf út árið 1998 um einkaframkvæmd er lögð áhersla á að samhliða slíku fyrirkomulagi skuli stefnt að því „að sem stœrstur hluti tekna rekstraraðila sé fenginn með notendagjöldum...“. Þá hafa báðir þessir flokkar stutt í verki gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, bæði á sjúkrahúsum og í heilsugæslunni, og jafnvel lagst gegn tillögum sem fram hafa komið um afnám slíkra gjalda. Mýmargar hugmyndir hafa komið fram sem ganga mun lengra í boðskap markaðsvæðingar en stjórnarflokkarnir vilja vera láta, sbr. t.d. frumvarp Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns og varaformanns Samfylkingarinnar o.fl. Það byggir á því að í stað aðhalds við samningaborð, þar sem gerðir eru skýrir og gagnsæir samningar sem síðan er fýlgt eftir með eftirliti um framkvæmdina, komi aðhald frá markaðnum, með því m.a. að heimila tannlæknum að auglýsa. Með auglýsingum um verðskrár er hugmyndin sú að sjúklingurinn, sem nú sé orðinn „neytandi“ eða „viðskiptavinur“ velji á grundvelli verðlags. Staðhæfingar andstæðinga einkareksturs Það er rétt að árétta að flestir andstæðingar einkavæðingar heilbrigðisþjónustunnar leggjast ekki gegn öllum einkarekstri. Því fer reyndar fjarri. Þannig gera þeir skýran greinarmun á sjálfseignarstofnunum annars vegar, sem sprottnar eru upp úr félagasamtökum, t.d. samtökum sjúklinga einsog SÍBS, eða úr verkalýðshreyfingu eins og Hrafnista, þ.e.a.s. stofnunum sem hafa ekki hagnaðarsjónarmið að markmiði, og hins vegar, á fyrirtækjum sem fjárfest er í til að skapa eigendum sínum arð. Á þessu tvennu er grundvallar- munur. Fyrra fyrirkomulagið getur byggt á nákvæmlega sömu grundvallarreglum og opinber rekstur enda þjónustumarkmið ein höfð að leiðarljósi. Þannig er enginn munur á rekstri Hrafnistu og dvalarheimilum fyrir aldraða sem alfarið eru í eign hins opinbera, enda í báðum tilvikum um opinbera rekstraraðila að ræða, kjarasamningar hinir sömu svo og öll réttindakerfi sem starfsfólk og starfsemi býr við. Enn á eftir að koma í ljós hvernig rekstri Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. verður háttað en líklegt er að þar gildi ekki sömu lögmál og innan opinbers reksturs. Ljóst er þó að einkaaðilar reyna nú margir hverjir, á meðan kerfisbreytingar eiga sér stað, að gera lítið úr þessum mun, sbr. heimasíðu fyrirtækisins við Barónsstíg sem áður er vikið að. Mér býður í grun að andstaða einkarekstrarsinna í Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu við notkun á hugtakinu einkavæðing sé af þessum toga. Orðspor einkavæðingar er slæmt og má geta þess að ráðherrar hafa neitað að hugtakið sé notað í heiti á utandagskrárumræðum á Alþingi. Einkarekstur þykir þeim hugnanlegra orð. Til samanburðar má geta þess að svipuð barátta hefúr átt sér stað í tengslum við einkavæðingu í Bretlandi. Fyrst hét hún einkavæðing (privatization) en þegar hún var orðin óvinsæl var talað um einkaframkvæmd (Private Finance Initiative). Eftir að almenningur sá í gegnum hana er nú talað um samstarf hins opinbera við einkafyrirtæki (Private Public Partnership). En það eru ekki allir eins meðvitaðir um mikilvægi þess að fara vel og af varfærni að almenningi og eigendur Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. greinilega eru! Dæmi um slíka aðila var Jóhann Óli í Securitas þegar hann ákvað að hasla sér völl innan öldrunarþjónustunnar og gerðist einn af aðaleigendum Öldungs hf. sem aftur setti á laggirnar hjúkrunar- heimilið Sóltún. Jóhann Óli sagði í viðtali við Fréttablaðið í október árið 2002 að hann velktist ekki í vafa um að hægt væri að þéna vel á öldruðum. Þar væri „gífurlegan fjárhagsávinning" að hafa. Maður sem talar svona reynir ekki að leyna því að hann fjárfestir í öldrunarþjónustu til þess eins að græða á henni. Ríkisendurskoðun komst svo að þeirri niðurstöðu í skýrslu sem gerð var að beiðni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs að Sóltúnsheimilið væri skattborgaranum dýrara en önnur heimili, enda hlyti fyrirtæki af þessu tagi „að gera eðlilegar kröfur um hagnað af starfsemi félagsins". Hvað einkapraxísinn varðar þá hefur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknaneminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.