Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 50
62
ÚR VAL
Magnúsar og Guðrúnar það gróð-
urmagn, sem gerði það að vin
á eyðimörk mannlifsins? klvergi
verður þess vari i ritum Magn-
úsar eða þréfum, að sú gróðurey
liafi vökvazt af himnesku náðar-
regni eða dýrlegri trúardögg. 1
iiíi sínu og breytni virðist
Magnús, frá þvi að fyrst er vitað
og þar til hann lagðist bana-
ieguna, hafa stöðugt og heils
hugar getað tekið undir með
skáldbróður sínum og samlanda,
Stephani G. Stephanssvni, þar
sem hann segir í Eftirköstum:
Ef þig fýsir fólksins að
farsæld nokkuð hlynna,
leggðu hiidaust hönd á það —
heitust bæn er vinna.
Þrátt fyrir mikinn bóklestur,
(sem að vísu er einnig vinna,
sé vandlega lesið og með mark-
mið fyrir augum), verður ekki
séð, að Magnús hafi nokkurn
tima sleppt neinu tækifæri til
,.að auka gleði og' gæfu sem allra
flestra þeirra, er hann mætti á
]ífsleiðinni.“ Því síður van-
rækti hann sitt borgaralega
starf né rithöfundarköllun sina,
en allra sizt heimili sitt og að-
hlynning konu sinnar, eftir að
hún missti heilsuna. „Ég hefi
fáar tómstundir haft um nokkurt
skeið,“ segir hann i bréfi til mín,
dags. 4. nóv. 1943, sökum veik-
inda konunnar minnar. Sjálfur
hefi ég orðið að sinna flestum
hússtörfum á heimili mínu allt
þetta ár.“ Og 29. febr. 1944, þá
orðinn helsjúkur, skrifar hann
mér m. a.: „Sjálfur sinni ég
flestum hússtörfum á heimih
minu og verð jafnframt að
stunda konuna mína í veikind-
um liennar." Fám dögum seinna
fengu þau hjónin þó hjúkrunar-
konu, Magnýju Helgason, er
annaðist þau „stöðugt með frá-
bærri nákvæmni, árvekni og
alúð,“ eins og Magnús komst að
orði, það sem þau áttu eftir
ólifað.
Ég spurði, hvaðan Magnúsi og
Guðrúnu hefði komið það gróð-
urmagn, sem gerði heimiil
þeirra að vin í eyðimörk, mann-
lífsins. Svarið verður í einu
orði: rótfesta. Líkt og eyðimerk-
urplönturnar hafa mjög víð-
greint og djúpt rótarkerfi,
sækja vatn og næringu i ýmsar
áttir og iður jarðar, svo sóttu
þau tryggð og trúmennsku og
aðra mannkosti í djúpan jarð-
veg fortíðar austan hafs og vest-
an, til átthaganna fyrst og
fremst, en einnig nýlendunrar,
þar sem þau festu byggð. Síð-
ast, en ekki sizt, hefur þó Magn-
ús sótt þennan auð í bókmennt-
ir þjóðar sinnar og Engil-Saxa,
báðum megin Islands ála, sem
hann var gagnkunnugur. Og
þetta gull manngildis og göfgi
hefur skírzt í eldi nýrrar reynslu