Úrval - 01.09.1963, Síða 71
UM SKÓGARFERÐIR
83
inga og hestagæzlu. Lagt var af
stað síðari liluta dags og komið
á áfngastað um kvöldið og þá
þegar tekið til óspiltra málanna
að binda. Það kom í ljós, að upp
á torfuna, sem hinn felldi viður
lá á, var raunar illfært með lest-
ina. Það ráð var því tekið að
fara með Hofsjarp gamla ein-
an á staðinn, og alltaf, þegar
tveir baggar voru tilbúnir, voru
þeir látnir á klárinn og ég siðan
sendur með hann niður á bakka-
brúnina. Þar tók ég þá ofan og
velti þeim framaf, ultu þeir þá
niður á sléttan sand. Það spillti
nokkuð, að talsvert rigndi um
nóttina, en veður þó sæmilega
hlýtt.
Áfram hélt verkaskiptingin.
Þegar lokið var að binda, var
ég' látinn tína saman hestana og
lesta þá, en vinnumennirnir fóru
að hægræða böggunum og velja
hverjum hesti hæfileg og jöfn
klyf. Ekki var mér trúað fyrir að
girða, þegar svona mikið reið
á, að vel færi á hestunum, þvi
leiðin var löng og slæmt að
þurfa olt að stanza, þá var hætt
við að klárarnir færu að snúast
í lestinni, en þá gat vel aflagazt
á þeim, en þeir flækzt í taum-
um. Það var mikill áfangi i ferð-
inni þegar komizt varð af stað
ineð lestina". Já, það var góð
hvíld að mega stiga á hak reið-
hestunum og teyma af stað,
hestar ganga hvergi mjúklegar,
undir klyfjum en á sléttum
söndum.
Nóttin var liðin og kominn
bjartur dagur. Framundan var
væntanlega 7 tíma ferð, áður
en komið yrði heim. Ég man
lítið eftir leiðinni fram. Það
mætti segja mér, að mig hafi
eitthvað syfjað og minningin
því greypzt grynnra í hugskotið.
Allra siðustu skógarferðirnar
fór ég með heygrindarvagna.
Það var miklu léttara, sökum
þess, að þá þurfti ekki að verja
hestana meiðslum, enda þótt
lagt væri í bagga, til þess að bet-
ur rúmaðist á vögnunum. Einu
gilti, hvernig þeir voru lagaðir,
en fjórir hestburðir settir á
vagninn.
Sé nú lesandinn ekki þegar
uppgefinn á þessu rabbi, ætla ég
að biðja hann að fylgjast með
mér i siðustu skógarferðina, sem
ég fór með reiðingshesta. Ég
man ekki fyrir víst, hvaða ár það
var, en þó hefur það verið eftir
1930.
Undir veturnætur gerði aust-
ræning og bliðu með litlu nætur-
frosti. Þá ákváðum við Steinþór
að fara i skóg. Ferðin skyldi far-
in á einum degi og reið því á
að taka hann snemnia. Hestarnir
voru þvi allir reknir heim dag-
inn áður, járn athuguð og lag-
færð. Hver klár átti sinn reiðing,