Úrval - 01.09.1963, Page 98
110
ÚR VAL
kotafylkis. Þau ár voru Vernon
mikil barátta. Nokkrir prófess-
orar sögðu Vernon, að það væri
bezt fyrir hann að gefast upp
og fara heim. Það tók kennara-
liðið nokkurn tíma að gera sér
grein fyrir því, að Vernon var
rammasta alvara, þegar hann
sagði: „Ég yet það.“ Þegar hann
útskrifaðist, sló einn prófessor-
anna honum þá gullhamra, sem
Vernon mun ætið meta mikils.
„Fólk mun gleyma blindu yðar.
Þér verðið bara venjulegur lög-
fræðingur."
Árið 1941 fékk Vernon Wil-
liams leyfi til þess að starfa sem
lögfræðingur i Suður-íl/akota-
fylki. Þau Betty giftust árið
1943. Smám saman tókst honum
að koma undir sig fótunum með
eigin lögfræðiskrifstofu og eign-
aðist marga viðskiptavini. Hann
var endurkosinn saksóknari
Bro'wnhrepps eins oft og lögin
leyfðu.
Nú hefur Vernon Williams
verið lögfræðingur í 22 ár og
staðið sig prýðilega í sínu starfi.
Ýmislegt er honum jafnvel í hag
í réttarsalnum. Eitt sinn var
hann sækjandi i þjófnaðarmáli
nokkru. Maður nokkur hafði
verið ákærður fyrir að aka
vörubifreið sinni að hleðslu-
rennu og stela þaðan svinum.
Lögð voru fram sönnunargögn
í réttinum: gipsmót af hjól-
barðaförum, sem fundizt liöfðu
á staðnum, þar sem þjófnaður-
inn hafði verið framinn. En
verjandinn hélt því fram, að
hjólbarðaförin væru alveg eins
og á fjölmörgum öðrum vöru-
bifreiðum í Aberdeen.
Vernon sneri sér að kviðdóm-
endum. Hann sagði: „Ég hef
rannsakað þessi gipsmót vand-
lega og fundið örlítinn skurð á
einum stað mynztursins. Ég
hef einnig' rannsakað hjólbarð-
ana á vörubifreið hins ákærða.
Skurður á vinstri framhjól-
barða bifreiðarinnar er ná-
kvæmlega eins og skurður sá,
sem sést í gipsmótinu. Vernon
hélt stækkaðri inynd af skurð-
inum hátt á lofti og' sneri mynd-
inni hægt, svo að dómarinn,
kviðdómendurnir og verjandinn
gætu séð liann. Það brá fyrir
glettnissvip i andliti lians, þeg-
ar hann sagði: „Þið getið séð
þetta alveg eins vel og ég, eða
er það ekki'?“
Kviðdómendur hlóg'u og kink-
uðu kolli. Hinn ákærði var sek-
ur fundinn.
Annað atriði er Vernon einnig
í hag í starfi Jians. Hann getur
lesið minnisblöð sín, svo að lit-
ið beri á, á meðan hann flytur
ræður sínar í réttinum. Hann
stingur höndunum hirðuleysis-
lega í va&ana og þreifar á hin-
um vélrituðu Braillespjöldum,