Úrval - 01.09.1963, Qupperneq 109
TILRÆÐIÐ VIÐ DE GAVLLE
121
stráklingur, sem vann í flugmála-
ráðuneytinu. En þeir höfðu ekki
enn haft upp á nafni þýðingar-
mesta forsprakkans, þess, sem að
baki tilræðisins stóð i raun og
veru. Magade hafði aðeins sagt
við þá: „Ég heyrði aðeins talað
um hann sem „ofurstann". Þetta
er menntamaður, mjög alvarleg-
ur.“
En nú liafði fyrsta slóðin, slóð
Murats, leitt til annarrar hand-
töku. Lögreglumaður einn fann
nafn hans, þegar hann var að
fletta gestabók gistiliúss nokkurs
í Bretagne. Einhver í gistihúsinu
minntist þess, að Murat hafði
dvalið þar ásamt tveim öðrum
mönnum og tveim konum. Og ann-
ar mannanna hafði einmitt verið
haltur. Leynilögreglumennirnir
grandskoðuðu afritið af gistihúss-
reikningi Murats og komustað þvi,
að hann Iiafði átt eitt langlínu-
símtal frá gistihúsinu. Það sím-
tal kom þeim á slóð Henri Niaux,
háttsetts yfirmanns í hernum.
Niaux var 48 ára að aldri, dapur
í bragði og taugaóstyrkur. Hann
liafði hlotið mörg heiðursmerki.
Hann hafði skotið skjólshúsi yfir
samsærismenn. Niaux er hin dul-
arfulla persóna í sögu þessari, og
aldrei hefur fengizt fyllileg skýr-
ing á hlutverki lians. Fyrsta
kvöldið í fangelsinu gaf hann
eftirfarandi loforð: „Ég skal ekki
skjóta mér undan ábyrgð þeirri,
sem á mér hvílir, heldur horfast
í augu við afleiðingarnar". Og
síðan hengdi hann sig um nóttina.
Á heimili hans fann lögreglan
jakkaföt, og í þeim voru tvær
ikvittanir fyrir bifreiðaleigu og
kvittun frá þvottahúsi, en liún
kom þeim á slóð manns nokkurs,
sem viðurkenndi að hafa falið
mann nokkurn heima lijá sér.
Maðurinn, sem hann faldi, hét
Serge Bernier, alræmdur
skemmdaverkamaður. Þótt Niaux,
sem svipti sig lífi, sé enn ráðgáta
í máli þessu, þá var það samt
vegna slóðar hans, að lögreglan
komst að lokum að því, hver
Murat var i raun og veru.
Enn hafði stærsti fiskurinn,
sjálfur „ofurstinn“ dularfulli,
sem skipulagt hafði tilræðið, ekki
fundizt. Sumir fanganna þekktu
hann sem Didier, aðrir sem Leroy.
Allir minntust þeir á vit hans,
valdsmannlegan virðuleika og
ákafa hans og ósérhlífni. Sumir
héldu, að hann væri verkfræðing-
ur, útskrifaður frá hinum fræga
verkfræðiháskóla Frakklands.
Sagt var, að hann væri að hyrja
að fá skalla, augnaráð lians væri
íhugult og um varir hans léki
ástríðufullur svipur.
Lögreglan rannsakaði skrár
sínar yfir OAS-menn, sem grun-
aðir voru um skemmdarverk,
en fundu engan mann, er þessi